Fréttablaðið - 19.07.2017, Side 24

Fréttablaðið - 19.07.2017, Side 24
Kínverska hagkerfið vex ört Lars Christensen alþjóðahagfræðingur Skotsilfur Kínverska hagkerfið óx um 6,9 prósent á öðrum fjórðungi ársins sem er meiri vöxtur en stjórnvöld í landinu höfðu reiknað með. Hagvöxturinn mældist nákvæmlega sá sami á fyrsta ársfjórðungnum. Greinendur spá því þó að hægjast muni á hagkerfinu á næstu misserum. Fréttablaðið/EPa Sumarið er tíminn til að njóta og hlaða batteríin fyrir veturinn. Hér á eftir eru nokkrar leiðir til að hlúa að sjálfum okkur og þeim sem okkur þykir vænt um: Skerptu á skilningarvitunum Að gefa sér tíma til að nota skynfærin á meðvitaðan hátt hefur mikil áhrif en getur verið áskorun í heimi sem einkennist af miklum hraða. Hægðu á þér á meðan þú borðar grillmatinn á ferðalaginu og gefðu þér tíma til að virkilega finna lyktina og bragðið af rauðvíninu. Farðu í gegnum daginn án þess að flýta þér. Sökktu þér niður í augnablikið Reyndu að slökkva á hugsunum þínum og taka inn jákvæðar tilfinn- ingar, t.d. þegar þú verður hugfang- in(n) af náttúrufegurð landsins. Veltu fyrir þér jákvæðum upplifunum á stað og stund. Þakkaðu fyrir Segðu ástvinum þínum hversu lán- samur/-söm þú ert að eiga þá að, eða gefðu þér tíma til að þakka fyrir mat- inn þinn. Rannsóknir sýna að það að tjá þakklæti upphátt getur gert okkur hamingjusamari. taktu ljósmynd í huganum Staldraðu við í augnablik og vertu meðvitaður/-uð um þá hluti sem þú ætlar að muna seinna, eins og hlátur einhvers nákomins eða hjartnæmt augnablik milli tveggja fjölskyldu- meðlima. Minntu þig á að tíminn flýgur Verðmæt augnablik líða fljótt og því er um að gera að njóta þeirra meðan á þeim stendur. Gefðu þér tíma til að virða fyrir þér það sem þú hefur afrekað og hvernig þú munt horfa til baka með fullt af góðum minn- ingum. brostu þínu blíðasta Mundu eftir að brosa, það gleður okkur sjálf og aðra, léttir lundina og hefur jákvæð áhrif á líkama og sál. Deildu góðum tilfinningum Segðu öðrum frá því þegar þú upplifir þakklætistilfinningu, hvort sem um er að ræða hlátur í góðra vina hópi eða fallegt náttúrulandslag. Rannsóknir á því hvernig fólk bregst við jákvæðum atburðum hafa sýnt að þeir sem deila jákvæðum tilfinningum með öðrum eru almennt hamingjusamari en þeir sem gera það ekki. Jafnvel hugs- unin ein um að segja öðrum frá kemur okkur upp á hærra hamingjustig. Gleðilegt sumar! Sumarið er tíminn Hin hliðin Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og FKA-félagskona Hagfræðingur þarf ekki að eyða mörg-um mínútum með hvaða Íslendingi sem er áður en hann er spurður um styrk íslensku krónunnar og hvort krónan muni halda áfram að styrkjast eða hvort hún muni brot- lenda. Og það er þá sem hagfræðingur- inn verður versti hagfræðingurinn, „annars vegar og hins vegar“-hag- fræðingur sem heldur því fram að gjaldmiðillinn geti farið í hvora átt- ina sem er. Þetta er engu að síður tilfellið ef við þurfum að gera alvarlega greiningu á horfunum fyrir íslensku krónuna. Hagfræðingar hugsa oft um „sannvirði“ eða „grunnvirði“ í tengslum við það sem hagfræðingar kalla jafnvirðisgengi (PPP). Sam- kvæmt kenningunni um jafnvirðis- gengi ætti verðgildi gjaldmiðilsins að endurspegla vöruverð á Íslandi samanborið við verð sömu vara annars staðar í heiminum. Þetta hefur verið gert vinsælt með svo- kallaðri Big Mac-vísitölu þar sem sagt er að verðið á Bic Mac á Íslandi (að því gefnu að hægt sé að fá Big Mac á Íslandi) ætti að vera það sama og verðið á Big Mac í Kaupmanna- höfn eða Berlín mælt í sama gjald- miðli. Almennari leið til að líta á þetta er að skoða svokallað vegið raun- gengi (REER) sem mælir verðgildi krónunnar gagnvart gjaldmiðlum helstu viðskiptalanda Íslands og leiðrétta það eftir hlutfallsverði. Til að jafnvirðisgengis-kenningin haldi ætti vegið raungengi með tímanum alltaf að stefna að stöðugu stigi. Og það hefur einmitt verið tilfellið ef við lítum á verðgildi krónunnar yfir áratugi, en ekki frá ári til árs. Ef við lítum á vegið raungengi fyrir Ísland á þessari stundu er krón- an allt að 15-20 prósent ofmetin borið saman við sögulegt meðaltal fyrir krónuna. Þýðir það að gengi krónunnar muni fljótlega falla? Nei, það er alls ekki gefið. Í fyrsta lagi getur raun- virði krónunnar aðlagast annað- hvort með falli á nafnvirði krón- unnar eða með því að verðbólga sé lægri á Íslandi en í helstu viðskipta- löndum Íslands í langan tíma. Í öðru lagi, og það sem meira máli skiptir, verður krónan að vera ofmetin til að halda aftur af verðbólguþrýstingi vegna hinnar miklu aukningar á innlendri eftirspurn sem við höfum séð undanfarin ár. Með öðrum orðum hefur Seðla- bankinn þurft að halda stýrivöxtum hærri en annars hefði verið tilfellið til að tryggja að verðbólgan fari ekki upp fyrir 2,5 prósenta verðbólgu- markmiðið til meðallangs tíma. Það er út af þessu sem við erum á milli steins og sleggju varðandi krónuna. Mikil eftirspurn innan- lands hefur neytt Seðlabankann til að halda stýrivöxtum tiltölu- lega háum (samanborið við annars staðar í heiminum) og þetta skýrir að hluta til af hverju krónan sætir nú óþarflega mikilli aðhaldsstefnu. Hins vegar, ef neikvæður hnykk- ur yrði í íslenska hagkerfinu – til dæmis fækkun ferðamanna – þá gætu hlutirnir snarbreyst og krónan gæti veikst verulega. En þetta er ekki spádómur – þetta er uppstilling tví- stígandi hagfræðings. Ekki spyrja tvístígandi hagfræðing um íslensku krónuna Mikil eftirspurn innanlands hefur neytt Seðlabankann til að halda stýrivöxtum tiltölulega háum. Tekur við BESTSELLER Talsvert hefur verið um mannabreyt- ingar í Kviku banka að undanförnu. Þannig hefur Ívar Sigurjónsson, sem hefur starfað í einkabankaþjónustu Kviku banka síðustu ár, verið ráðinn framkvæmdastjóri BESTSELLER á Íslandi en fyrirtækið rekur meðal annars verslanirnar Jack & Jones og Vero Moda. Á meðal eiganda BEST- SELLER er Jónas Hagan Guðmunds- son, varaformaður stjórnar Kviku. Þá er Nikulás Árni Sigfússon að taka til starfa í gjaldeyrismiðlun Kviku en hann var áður sérfræðingur í áhættu- stýringu hjá Íslandsbanka. Ríkið fær minna Sú ákvörðun Sam- keppniseftirlitsins að heimila ekki kaup smásöluris- ans Haga á Lyfju þýðir væntanlega að íslenska ríkið, eigandi Lyfju, fái minna í sinn hlut þegar félagið verður loksins selt. Hagar buðu hærra verð en aðrir í apótekið, um 6,7 milljarða króna, sem margir töldu að væri full- hátt. Til marks um það var bent á að kaupverðið væri um níföld EBITDA Lyfju í fyrra. Forsvarsmenn Haga, en Finnur Árnason er forstjóri félags- ins, réttlættu þetta háa verð með því að benda á þeir gætu hagrætt veru- lega með sameinuðu félögunum. Efast má stórlega um að nokkur fjárfestir sé reiðubúinn til þess að greiða jafn hátt verð fyrir apótekið. Yfir eignastýringu Kviku banka? Við brotthvarf Sigurðar Hannes- sonar sem framkvæmda- stjóra eignastýr- ingar Kviku losnar einn framkvæmda- stjórastóll í bank- anum. Fullyrt er að Marinó Örn Tryggvason, sem tekur við starfi aðstoðarforstjóra Kviku 1. ágúst næstkomandi, eigi ekki að verða eftirmaður Sigurðar en Marinó var áður aðstoðar framkvæmdastjóri eignastýringar Arion banka. Lík- legast er talið að Hannes Frímann Hrólfsson, sem nú er forstjóri Virð- ingar, muni taka við eignastýringu Kviku um leið og sameining bankans og Virðingar gengur formlega í gegn síðar á þessu ári. Sumarið er tíminn til að njóta og hlaða batteríin fyrir veturinn. 1 9 . j ú l í 2 0 1 7 M I Ð V I K U D A G U R6 Markaðurinn 1 9 -0 7 -2 0 1 7 0 4 :5 3 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 5 7 -2 9 8 8 1 D 5 7 -2 8 4 C 1 D 5 7 -2 7 1 0 1 D 5 7 -2 5 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 1 8 _ 7 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.