Kiwanisfréttir - 01.03.1972, Side 18

Kiwanisfréttir - 01.03.1972, Side 18
stjórnarinnar farið í það starf. Þó er það starf framkvæmdanefnda þinganna sem mest reynir á og hefur hvor nefndin fyrir sig unnið mjög ötullega að því að gera þetta sem bezt úr garði, og vil ég nota tækifærið og þakka framkvæmdanefnd ís- lenzka þingsins, svo og þeim félögum, sem hafa aðstoðað þá, fyrir alla þá vinnu, sem þeir hafa lagt í þetta, með þeim árangri, sem raun ber vitni um. Eins og flestir vita, þá var ákveðið á svæðisþinginu í Vestmannaeyjum að reyna að koma hér upp birgðum af rekstr- arvörum og gjafavörum fyrir íslenzku klúbbana og var gengið frá stórri pöntun á vörum í Hamborg í júní s.l. Afgreiðsla á þeim vörum var með slíkum endemum, að eftir 6 mánaða bið fengum við hluta af pöntuninni, en það sem ekki fékkst af- greitt, var síðan fengið frá Ameríku fyrir milligöngu K. P. Greenaway í Ziirich og vona ég, að í framtíðinni verði ætíð fyrir hendi í tíma þeir hlutir, sem klúbbarnir þarfnast. Nú á þessu þingi er í fyrsta skipti lögð fram fjárhagsáætlun fyrir komandi starfs- ár og er hún byggð á þeirri reynslu, sem fyrir er, en það mun nánar verða skýrt af Umdæmisféhirði hér á eftir. Eitt er það verkefni, sem ég vil sérstak- lega geta um, en það var hin landsfræga eða eigum við að segja heimsfræga skyndi- söfnun vegna kaupa á Geirfuglinum. Þar kom greinilega í ljós, hvað hægt er að gera þegar margir taka höndum saman, þótt svo að tíminn sem til stefnu var, hafi verið ótrúlega lítill, miðað við þann árangur sem út kom, en það er eftir því sem ég bezt veit tæpar 2 milljónir króna, sem inn hafa komið. Samvinna þjónustuhreyfinganna þriggja var til fyrirmyndar og ég tel, að þetta hafi bætt skilning hinna eldri þjón- ustuhreyfinga, hvor á öðrum, að ég tali nú ekki um skilning þeirra á starfsemi okkar, sem komum mörgum árum á eftir þeim inn í íslenzkt þjóðlíf. Hafið allir þökk fyrir, sem þar lögðu hönd á plóginn. Ein er sú hugmynd, sem hefur verið rædd innan allrar stjórnarinnar, en það er að veita bezta svæðinu viðurkenningu fyr- ir beztu mætinguna á starfsárinu, svo og bezta klúbbnum í umdæminu. Myndi við- urkenning þessi verða veitt Svæðisstjór- anum persónulega og svo viðkomandi klúbb. Viðurkenningin gæti verið í formi innrammaðs skjals og yrði það afhent á Umdæmisþingi hverju sinni, að loknu starfsárinu. Þegar þetta var rætt í Noregi, þá komu fram mjög mismunandi túlkanir á því hvernig bæri að meta fullgildar af- sakanir gagnvart mætingaskrá og virtist vera um mjög mismunandi skilning hjá klúbbum. Oskað var eftir því að ég sendi sérstaka lýsingu á því, hvað væri rétt í þessum efnum, og vísaði ég þá til Stofn- skrá og laga K. I. E., en það virtist ekki vera nægjanlegt, og frestaði ég því þar með þessari tillögu gagnvart þessari stjóm. Hins vegar tel ég að þetta sé ekk- ert vandamál hér heima, og finnst mér rétt að þetta verði gert á næsta starfsári hér í þessu umdæmi, og vísa því hér með til næstu stjómar. I sambandi við skiptingu Umdæmisins var það ákveðið af Umdæmisstjórn, að til að viðhalda samvinnu milli Umdæmanna í framtíðinni skyldu Umdæmin senda 1—2 gestafulltrúa á Umdæmisþing hvors á hverju ári og er Jakob Jensen hér sem opinber fulltrúi þeirra í þetta sinn. Eg vil svo að lokum lýsa ánægju minni yfir góðri þátttöku félaganna í þessu þingi og vona að allir fari héðan ánægðir og rík- ari í þekkingu sinni á gildi Kiwanis hreyf- ingarinnar fyrir okkur sjálfa, bæjarfélög okkar og þjóðfélagið í heild. 18 — K-FRÉTTIR

x

Kiwanisfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.