Kiwanisfréttir - 01.10.1977, Page 12
TAKA ÁBYRGÐ — á vexti Kiwanis-
— hreyfingarinnar
Walter Fruh fylgir þessum markmiðum
sínum úr hlaði og hann skrifar meðal ann-
ars: Sú staðreynd, að sérhver einstaklingur
er, — í fyrsta lagi ábyrgur eigin gerða og
ætti því að hegða sér samkvæmt því, er
oft að fullu gleymd.
Með því að hlaða síaukinni og marg-
slunginni ábyrgð á samfélagið, vex umfang
opinberra aðila stöðugt og ógnvænlega og
um leið verður stjóm einstakra þátta æ
erfiðari, samhæfing minnkar og stjóm slakn-
ar. Um leið og þetta gerist, verða undir-
stöðuatriði lýðræðislegs jafnréttis ásamt
tilhneygingu manna til værukærni eða ein-
faldlega leti, til þess að skapa einhæfni við
störf og vélrænan blæ á samfélagið. Þetta
með öðm, leiðir til leynilegra valdahópa,
sem virðast vilja framkvæma og viðhalda
samfélaginu, en gera það ekki. Ákvarðana-
taka er ekki lengur falin einstaklingnum,
sem um leið ber ábyrgðina, heldur er í
auknu mæli falið nefndum og ráðum af
öllum tegundum og á öllum sviðum, en
allt ber þetta yfirbragð vísinda og stjóm-
semi þó hvorugt sé til staðar. Að síðustu
er margt gert einfaldlega af skyldurækni
við einhverjar venjur. Þetta ástand eykur
á áhugaleysi einstaklinganna, sem finnst
þeir vera hjálparlausir og máttlausir gegn
stjórnbákninu.
Til þess að brjótast úr þessum viðjum
er þörf fyrir vaxandi fjölda fólks, sem gerir
sér grein fyrir ábyrgð sinni fyrir sjálfu sér
og fyrir samfélagið, fólk sem einnig hefur
hugrekki til þess að taka á sig ábyrgð með
því, að tjá skoðanir sínar, sýna hæfni sína,
með því að berjast fyrir sannfæringu sinni,
með því að framkvæma hugmyndir sínar
markvissar en nokkum tíma fyrr. — TAK-
IÐ ÁBYRGÐ — sem einstaklingur —.
Umdæmisstjórn íslenska umdæmisins
1977 —• 78 hefur sett það markmið að
auka félagatölu í klúbbunum um 10% og
ekki færri en einn klúbbur verði stofnaður
í hverju svæði.
Ég treysti því og trúi að sérhver Kiwanis-
maður taki öll þessi markmið og geri þau
að sínum.
Ég vænti þess að eiga góða samvinnu
við alla Iviwanismenn í starfi að þessum
markmiðum og hugsjónum Kiwanishreyf-
ingarinnar.
Við byrjum á því að sýna samtakamátt
okkar og afl með sameiginlegu verkefni á
K — degi 1977, 29. okt. n. k. — Styðjum
geðsjúka —. Við höfum þegar tekið þá
ábyrgð. —
Bjarni Magnússon, umdæmisstjóri 1976
— 77 hefur unnið mikið og gott starf fyrir
Kiwanishreyfinguna. Honum og hans um-
dæmisstjórn vil ég færa sérstakar þakkir og
óska þeim velfarnaðar um alla framtíð.
Allt frá því að Kiwanishreyfingin festi
rætur á Islandi hafa samskipti við aðrar
þjóðir verið mikil og þátttaka íslenskra
Kiwanismanna hefir ávallt verið virk og
atkvæðamikil.
Störf Kiwanishreyfingarinnar á íslandi
á innlenndum sem erlendum vettvangi eru
líka metin og virt um allan Kiwanisheim.
Á starfsárinu 1976 — 77 hefur Bjami
B. Ásgeirsson verið forseti Kiwanis Inter-
national Evrópa. Hans mikla og heilla-
drjúga starfs fyrr og nú ber að þakka og
ég veit að allir Kiwanismenn taka undir
þakkir til hans og óska honum og fjöl-
skyldu hans blessunar og gæfu um ókomna
tíð. — Lifið heilir — við byggjum.
Ólafur Jensson,
umdœmisstjóri.
K-FRÉTTIR
12