Kiwanisfréttir - 01.10.1977, Side 15
Sjúkrahúsi Vestmannaeyja afhent bókasafn.
Helgafell 10 ara
Þann 1. október var haldin 10 ára afmœlis-
hátíð Helgafells í húsi klúbbsins Nausthamri
Er það annað húsið sem klúbburinn
eignast, fyrra hús klúbbsins fór undir hraun
í gosinu.
Fljótlega eftir gos keyptum við hús með
óinnréttuðum kjallara og höfum við inn-
réttað hann á hinn vistlegasta hátt, sem
þeir fjölmörgu sem okkur hafa heimsótt
geta best vitnað um.
Á líðandi ári hafa margir heimsótt okkur.
í maí kom glaðvær hópur Kiwanismanna
af Reykjavíkursvæðinu og áttu með okkur
ánægjulega daga og skemmtileg kvöld.
í júlí komu tveir hópar, annar saman-
K-FRÉTTIR
stóð af nokkrum Kötlufélögum og Svíum,
var farið í skoðunarferðir um eyna, skoðað
var náttúrugripasafnið og sýnd kvikmynd
um gosið, sama var gert fyrir hóp Norð-
manna sem kom nokkru seinna.
Félagsstarfið er með svipuðu sniði og
undanfarin ár, almennir fundir annan-
hvern fimmtudag, stjórnarfundir hinn.
Nokkrir ræðumenn hafa verið á fund-
um, þar á meðal Árni Johnsen, blaðamað-
ur með meiru og Guðmund Kæmested,
skipherra og er sá fundur talinn vera einn
sá skemmtilegasti sem haldinn hefur verið
hjá okkur.
Jólafundur var haldinn að venju með
15