Kiwanisfréttir - 01.10.1977, Side 18

Kiwanisfréttir - 01.10.1977, Side 18
Starfið er að byggja Rœða Bjarna B. Ásgeirssonar, forseta Evrópusambands Kiwanis, haldin í Lond- on í júní 1977. Hr Stanley Schneider forseti heimshreyf- ingar Kiwanis, kæru eiginkonur, háttvirtir gestir, Kiwanismenn. Það er mér mikil ánægja að bjóða ykkur velkomna til þessa 10. þings Evrópusam- bands Kiwanis. Hér í London stærstu borg Evrópu, finnst eitthvað fyrir alla, af andlegu tagi jafnt sem á öðrum sviðum Þessvegna er það ekkert undrunarefni, að þátttaka í þessu þingi er meiri en á nokkru af þingum okkar fyrr. Er fyrsta Evrópuþingið var haldið í Zurich 9. júní 1968, voru 57 klúbbar full- giltir í Evrópu og aðrir 12 klúbbar voru í myndun. Ekki færri en 52 klúbbar, eða 75% af Evrópsku klúbbunum sóttu þetta þing, sem var þing 214 fulltrúa, einnig 164 gesta en þar af voru 12 frá löndum utan Evrópu. Þar sem þetta er 10. Evrópuþingið, hygg ég rétt að dvelja stutt við sögu hreyfingar- innar á þessum merku tímamótum. Fyrsti fundur fullgiltra Kiwanisklúbba í Evrópu var boðaður af Heimssambandi Kiwanis (Kiwanis Inemational) og haldinn í Basel í júní 1965. Þessi fundur var sóttur af full- trúum frá Metz í Frakklandi, ekki færri en 10 mönnum, sem höfðu verið að undirbúa stofnun Kiwanisklúbbs í Metz, en þessi klúbbur var tilbúinn til fullgildingar. Heimssamband Kiwanis hafði ekki enn samþykkt stofnun Kiwanisklúbba í Frakk- landi. Áður en þessi fyrsti fundur Kiwanis- klúbba í Evrópu var allur, bárust þær gleði- fréttir, að embættismenn Heimssambands Kiwanis hefðu samþykkt að gera Frakkland að Kiwanislandi. Af hálfu Heimssambands Kiwanis var þessi fundur sóttur af Ed Moylan Jr., sem Bjarni B. Ásgeirsson. þá var forseti heimssambandsins og Larry Hapgood, aðstoðarritari heimssambands- ins. Þegar fundurinn var settur var tilkynnt, að tungumál þau, sem væru opinberlega samþykkt fyrir fundinn yrðu enska og þýska, en stuttu eftir að fundurinn byrjaði var stungið upp á því, að nota frönsku einnig, vegna þátttakendanna frá Metz. Eftir að þetta mál hafði verið skoðað var þessi tilaga samþykkt, þar sem nokkrir Kiwanismenn samþykktu að starfa sem túlkar á fundinum. Hugmyndin að stofn- un Evrópusambands Kiwanis var meðal mála á dagskrá fundarins og miklar umræð- ur urðu um málið. Eftir umræður var sett á stofn bráðabirgðanefnd, sem átti að vinna að undirbúningi stofnunar Evrópusam- bands Kiwanis. Þessi nefnd vann undir stjóm Wemer Bartschi frá Bem, þar til K-FRÉTTIR 18

x

Kiwanisfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.