Kiwanisfréttir - 01.10.1977, Side 19
stofnþing Evrópusambands Kiwanis var
haldið í Zurich í júní 1968.
Annað þingið var haldið í Vín 1966 og
það þriðja í Brússel 1967, en þetta voru
fundir, ekki eiginleg Evrópuþing. Þetta
þing hér í London er því 13. fundur Kiw-
anismanna í Evrópu. Síðan 1968 hafa árs-
þingin verið haldin í eftirtöldum borgum,
í þessari röð: Reykjavík, Hamborg, Strass-
borg, Milanó, Osló, Vín, Líege, Lúsem og
nú í London.
Vinnutilhögun hefur tekið miklum breyt-
ingum síðan fyrsta þingið var haldið 1968.
Markmiðið er þó enn, að ákveða verkefni,
sem fram eru sett af stofnskrá og lögum
Evrópusambands Kiwanis. í byrjun voru
þingin einnig til þjálfunar embættismanna
fyrir klúbbana, en vegna takmarkaðrar
reynslu embættismanna Evrópusambands-
ins á þessu sviði og vegna tungumálaerfið-
leika varð þessi hluti þingstarfanna aldrei
vinsæll. Eg vil minna ykkur á, að það er
einungis síðan 1971 að þingfulltrúar hafa
átt kost á þýðingum jafnharðan á þing-
fundum Evrópusambandsins. Það er eðli-
legt að þjálfun embættismanna klúbbanna
og upplýsingastarfsemi um Kiwanisstarfið
fari fram á þingum sambandsins eða á öðr-
um vetvangi sem hæfir innan hvers um-
dæmis, þar sem fulltrúar gátu ekki notið
að fullu upplýsingar framfærðum af mönn-
um á Evrópuþingum vegna tungumálaerf-
iðleika. Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun,
að þjálfunarstarf Evrópuþinganna geti
batnað með betri sipulagningu af hendi
manna með reynslu og með þýðingum jafn-
harðan á þrjú tungumál.
Fyrir nokkrum árum síðan framkvæmdi
Evrópusamband Kiwanis könnun meðal
Kiwanismanna sem höfðu sótt ein fimm
Evrópuþing og spurði, hvert álit þeirra
væri á skipulagi því, sem ætti að vera á
K-FRÉTTIR
slíkum þingum. Niðurstöður voru þær, að
mikill meirihluti æskti þinga þar sem þjálf-
un yrði í lágmarki og samband og kynning
meðal Kiwanismanna væri mikilvægasta
atriði þinganna.
Frá 30. mars og til 1. apríl á þessu ári
tóku kjörumdæmisstjórar Evrópusambands-
ins í fyrsta sinn þátt í þjálfunarráðstefnu
fyrir kjörumdæmisstjóra sem haldin var í
Ghicago og með mjög góðum árangri. Það
er von mín að þetta muni stórauka þjálf-
un embættismanna á öllum stigum innan
Evrópusambands Kiwanis.
Þeir fulltrúar, sem hafa verið í stjórn
Evrópusambandsins hafa verið kosnir af
fulltrúum allra Kiwanisklúbba á umdæmis-
þingum. Allir þessir menn hafa mikla
reynslu í Kiwanisstörfum í klúbbunum svo
og í umdæmisstjórnum.
Það er talin nauðsyn í dag, að klúbb-
forseti og umdæmisstjóri hafi minnst
þriggja ára reynslu í klúbbstörfum áður en
þeir taka við embættum sínurn. Á fyrsta
fundi Evrópustjómar þetta starfsár, lét ég
í ljós þá skoðun, að of lítil áhersla hefði
verið lögð á framkvæmdastjórn Evrópu-
sambandsins undanfarin ár. Ástæðurnar
eru margar, svo sem tíðar breytingar inn-
an Evrópustjómar, það er að rnenn starfa
of stutt á þeim vetvangi. Margir þeirra
manna, sem starfað hafa í Evrópustjóm
hafa verið afburðarmenn að reynslu og
og sem framkvæmdastjórar fyrirtækja eða
framkvæmdamenn og leiðandi menn á öðr-
um sviðum, en staðreyndin er sú, að hverj-
um þeim sem er í framkvæmdastjórn verð-
ur að gefast tækifæri til þess að kynnast
starfsemi þeirri sem í hlut á, ef reynsla
viðkomandi manns á að verða að notum.
Það eru einungis þrír Evrópustjórnarfundir
ár hvert. í byrjun starfsins í Evrópu höfðu
við Stofnendaráð, sem var ráð fulltrúa frá
19