Kiwanisfréttir - 01.10.1977, Síða 21
það fyrir augum að stofna í þeim Kiwanis-
klúbba og um eitt þúsund Kiwanismenn
unnu að þessu starfi. Þótt árangur þessa
starfs sé ekki kominn í ljós að fullu enn
er ég viss um að árangurinn kemur í ljós
seinna á þessu starfsári. Þrátt fyrir þrótt-
mikið starf að stofnun nýrra klúbba víða
í Evrópu, þá eru þar viss svæði þar sem
tilraunir til stofnunar nýrra klúbba hafa
ekki verið reyndar og ég get aðeins vonað,
að Kiwanismenn í þessum svæðum komist
að þeirri niðurstöðu, fyrr en seinna, að tími
sé kominn til þess að bæta starf sitt á þessu
sviði.
Fjárhagsaðstoð látin í té af Kiwanis-
klúbbum hefur numið, í Svissneskum frönk-
um, 594.560 alls og vinnustundir Kiw-
anismanna í þjónustu og velferðarstörfum
hafa numið 14.538 stundum á tímabilinu
1. október 1976 til 31. mars 1977.
Þegar við athugum þá staðreynd, að
þessar tölur eru byggðar á svörum frá 37%
af öllum Kiwanisklúbbum í Evrópu og að-
eins yfir sex mánaða skeið, hygg ég ekki
ofætlað, að fjáröflun til velferðarmála af
hálfu allra klúbbanna á ársgrundvelli nemi
um 2 milljóna Svissneskra franka og að
þjónustustarf Kiwanismanna sé um það bil
50 þúsund vinnustundir á ári.
Hvaða gagn er af öllum þessum upplýs-
ingum? Kiwanishreyfingin byrjaði starf sitt
í Evrópu fyrir 14 árum síðan. Fyrstu árin
og jafnvel enn í dag, höfum við stöðugt
barist gegn mótbárum innan hreyfingar-
innar, þegar við ræðum vaxtarmöguleika
Kiwanishreyfingarinnar, svo sem að mögu-
leikar vaxtar séu takmarkaðir, vegna mikils
fjölda annarra þjónustuklúbba. Þrátt fyrir
þetta eigum við í dag yfir 300 Kiwanis-
klúbba í Evrópu, með yfir 8000 virkum
félögum, sem allir vinna mikið starf undir
merkjum Kiwanishreyfingarinnar. Starf
Kiwanismanna er að BYGGJA. Höldum
áfram þessu starfi með því, að vera virkir
byggjendur innan klúbba okkar, innan um-
dæma okkar og innan allrar Evrópu. Á
þennan veg vinnum við best að sterkari
Kiwanishreyfingu sem alþjóðlegri hreyf-
ingu byggjenda.
H AFNFIRÐIN GAR!
EFLUM HAFNFIRSK VIÐSKIPTI
EFLUM OKKAR EIGIN LÁNASTOFNUN
5PARIBJDÐUR
HAFNARF J AR-QAR
K-FRÉTTIR
21