Kiwanisfréttir - 01.10.1977, Page 29
ferð fyrir 95 Norðmenn og var farið til
Hveragerðis, Skálholts, Gullfoss og Geysis
gegnum Laugarvatn og á Laugardalsvöll-
um tóku Heklufélagar á móti þessum hóp
og var boðið upp á ýmsar veitingar. Síðan
var haldið til Þingvalla og Reykjavíkur.
Ennfremur lánuðu Heklufélagar sumarbú-
staði og hjólhýsi sín til þessara norsku fé-
laga okkar.
Gefin voru nokkur hundruð endurskins-
merki til ungra og aldinna. Fangageymsl-
unum að Skólavörðustíg og Síðumúla voru
færð töfl og spil um jólin ásamt hælinu að
Vífilsstöðum. Jólagjafir voru gefnar til 54
bama á vegum Athvarfs.
Aðalstyrktarverkefni klúbbsins er við
Dvalarheimili aldraðra sjómanna að Hrafn-
istu og var haldin árleg skemmtun þar í
marzmánuði við mikla ánægju vistfólks og
Heklufélaga og nutum við þar aðstoðar
margra kunnra skemmtikrafta.
Flugeldasýning var haldin þar á þrett-
ándanum og jafnframt vom gefin þangað
spil og töfl á setustofur. Dagsferð var farin
með vistfólkið að Hrafnistu 19. maí og var
haldið sem leið liggur að Hvolsvelli þar
sem Dímonsfélagar ásamt eiginkonum
þeirra tóku á móti okkur með kaffi, en
eiginkonur Heklumanna lögðu til allt með-
læti og vil ég þakka öllum þeim sem gerðu
þennan dag svo ánægjulegan sem hann
varð.
Fyrstu helgi í júlí var farin ferð í sam-
vinnu við Esju með börnin í Reykjadal og
var farið að Þingvöllum, þar sem slegið
var upp tjaldborg fyrir bömin, grillaðar
pylsur og dmkkið gos, sungið og leikið.
Þessi ferð er orðin árlegt verkefni okkar og
verður vonandi þannig áfram.
Kiwanisklúbburinn Hekla afhenti 250.000
kr. til Kiwanisbílsins og jafnframt tóku
Heklufélagar að sér akstur á bíinum eins
og aðrir klúbbar gerðu. Enn fremur hafa
Heklufélagar haldið áfram gróðursetningu
á þeim lundi sem Heklu var úthlutað í
Heiðmörk.
Axel Bender,
forseti Heklu.
Hyggist þér selja, skipta, kaupa
EIGNAMARKAÐURINN
Austurstræti 6 - Sími 26933
K-FRÉTTIR
29