Kiwanisfréttir - 01.10.1977, Síða 34
Kiwanis í dag
Þýðing úr Kiwanis Magazine, september-
hefti 1977.
Enn eitt Kiwanis ár — stórkostlegt Kiw-
anis ár — er að renna sitt skeið til enda í
þessum mánuði. Enn mun nokkur tíma líða
áður en allt hefur verið talið saman, allar
skýrslur færðar og árangurinn sést í þjón-
ustu, fjáröflun, byggingu nýrra klúbba og
í fjölgun félaga í hreyfingunni, áður en
við getum kynnt árangurinn að fullu. Við
viljurn þó draga athygli ykkar að aðalatrið-
um þessa eintaks, sem tru að fyrstu Kiw-
anisklúbbamir voru tilkynntir í fjórum
löndum, sem ekki hafa notið Kiwanis áður.
Þetta eru Brasiiía, Indland, ísrael og Jórd-
anía, sem nú eru með í Kiwanisfjölskyld-
unni, en fyrstu klúbbarnir í þessum lönd-
um voru tilkynntir á heimsþinginu í Dall-
as og með þessum löndum eyks t fjöldi
nýrra landa í Kiwanis í níu frá fyrra heims-
þingi.
Eftir að hafa heimsótt opinberlega öll
þrjátíu umdæmin í Bandaríkjunum og
Kanada og tekið þátt í tíunda þingi Ev-
rópusambands Kiwanis í London í sumar,
eru Alþjóðaforseti Kiwanis, Stan Schneid-
er og kona hans Millie að ljúka viðamiklu
starfsári sínu með heimsóknum, til auk-
innar samvinnu og Kiwanis vináttu í mið-
austurlöndum, Afríku og austurlöndum
fjær. Hvaða árangur ber svo þetta mikla
starf Kiwanis um heim allan? Skoðun var
nýlega látin í ljósi um þetta af forseta
Bandaríkjanna Jimmy Carter, sem ritaði
í kveðju sína til heimsþingsins í Dallas:
„Vinátta og samvinna Kiwanismanna í
mörgum löndum mynda sterkan hlekk milli
leiðtoga þjóða um allan heim. Slíkir hlekkir
auka traust og skilning meðal þjóða og
styrkja því grundvöll friðar í heiminum.”
Táknrænt fyrir þessa þróun og vöxt al-
heims vináttu og samvinnu var sá viðburð-
ur, sem varð á heimsþinginu í Dallas þegar
Bjarni B. Ásgeirsson, forseti Evrópusam-
bands Kiwanis (KIE) færði óvenjufagran
skjöld til heimsforseta Kiwanis, Stan
Schneider. Þessi fagra gjöf var frá for-
ystumönnum Kiwanis í Evrópu „til þess
að tjá þökk okkar til stofnanda Kiwanis-
hreyfingarinnar í Evrópu, Kiwanis Inter-
national, fyrir að hafa fært Evrópu Kiw-
anishreyfinguna og fyrir að hafa gefið Kiw-
anismönnum í Evrópu tækifæri til vaxtar
og viðgangs með aðstoð Kiwanis Inter-
national, uns Evrópusamband Kiwanis er
orðið að hreyfingu alþjóða vináttu, skiln-
ings, góðvilja og þjónustu við samfélagið.”
í þessu eintaki Kiwanisfrétta eru einnig
einkunnarorðin og markmiðin fyrir starfs-
árið 1977—1978. Þessu efni ber þér að
kynnast og nýta til leiðsagnar fyrir klúbb
þinn og þig, sem Kiwanismanns, í störfum
komandi árs. Hér er hugmynd fyrir kom-
andi starfsár: Hvers vegna ekki að skipu-
leggja klúbbfundi, þar sem ræðumenn yrðu,
eða umræðuhópar, um hvert hinna merku
markmiða starfsársins 1977—1978?
David B. Williams, aSalritstjóri.
K-FRÉTTIR
34