Kiwanisfréttir - 01.10.1977, Síða 41

Kiwanisfréttir - 01.10.1977, Síða 41
Samtals eru þetta 46 staðir — sumir c. t. v. nokkuð langsóttir, en alls staðar eru möguleikar fyrir hendi. 2. Umdæmisstjórn sendir lista yfir þá staði, sem í sigti eru sem væntanlegir Kiwanisstaðir, til allra klúbbforseta og óskar eftir upplýsingum um það, hvort einhverjir félaga eigi vini og kunningja á einhverjum staðnum, sem líklegir væru til þátttöku í stofn- un Kiwanisklúbbs. Vafalítið má finna meðal félaga hinna ýmsu klúbba ein- hverja meðlimi, sem eiga kunningja á flestum eða öllum þeim stöðum, sem til greina koma. Klúbbforsetar senda upplýsingar um kunningja til umdæmisstjómar. 3. Umdæmisstjórn vinnur úr fegnum upplýsingum og tekur ákvörðun um það, hvenær tímabært er að hefja til- raunir til klúbbstofunar á einhverjum staðnum og þannig myndast kjami, sem nauðsynlegur er til að fara af stað. 4. Umdæmisstjóm ásamt einum eða fleiri klúbbum, sem fúsir eru til að gerast stofnklúbbar, tekur nú málið að sér og fylgir því eftir. Efnt er til kynningafunda á hinum nýja stað og starf Kiwanishreyfingarinnar kynnt hugsanlegum stofnfélögum. LokaorS. Sú byggðaáætlun, sem ég hef sett fram hér á undan, er að öllum líkindum lítið umfangsmeiri eða ítarlegri en þær aðgerðir, sem umdæmisstjórnir hafa fylgt við út- breiðslustarfið á undanförnum árum. Ég er þó á því, að þessi liður starfseminnar hafi K-FRÉTTIR ekki alltaf verið mjög skipulagður og oftar en ekki hendingum háð, hvar niður var borið hverju sinni. Hér eftir verður þó að reikna með því, að mjög gaumgæfilega þurfi að undirbúa þetta starf, ef sami ár- angur á að nást og fram til þessa, og því hef ég lagt slíka áherslu á það í þessu spjalli mínu hér. Við verðum sem sé að taka hönd- um saman, ekki aðeins þeir, sem sitja í stjóm, heldur allir Kiwanismenn um allt land, og þá er ég ekki í minnsta vafa um það, að við náum settu marki. Það mark, sem ég vil setja okkur, er þetta: Á 20 ára afmœli hreyfingarinnar á íslandi (1984) verði Kiwanisklúbbar á íslandi ekki færri en þingmenn landsins, þ. e. 60, og dreifðir um hin ýmsu kjördæmi á svip- aðan hátt og þingmenn eru nú, þ. e. 1 þingmaður - 1 Kiwanisklúbbur. Þetta er það, sem ég vil kalla byggða- stefnu Kiwanis. Ég mun svo kannski á 20 ára afmælis- árinu líta aftur um öxl og gera úttekt á því, hvemig til hefur tekist. Seltjarnarnesi, 20. apríl 1977. Þorbjörn Karlsson 41

x

Kiwanisfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.