Kiwanisfréttir - 01.10.1977, Page 43

Kiwanisfréttir - 01.10.1977, Page 43
Umferðarmál Erindi flutt á sumarfundi í Kiwanishúsinu, Reykjavík 14. júlí 1977. Kæru Kiwanisbræður. Ég mun hafa lofað athyglisverðu efni fyrir þennan fund hér í kvöld. Ykkar verð- ur að dæma um, hvort fundurinn verður athyglisverður á einn eða annan hátt. Kveikjan að efni því, sem hér verður flutt er sú, að ég og Arnór Pálsson, kjörforset- inn okkar í Eldey þetta starfsár, ókum Kiwanisbílnum eitt tiltekið kvöld, eins og margir hafa gert. Eitt verkefna okkar það kvöld var, að taka fjóra leikhúsgesti niðri í Iðnó og flytja þá að Grensásdeildinni. Allir fjórir voru í hjólastólum, svo sem við var að búast, allir voru þetta ungir menn. Ekki veit ég hvað hafði komið fyrir þá, það er að segja ég vissi ekki þá. Ekki þorði ég að spyrja og lái mér hver sem vill. Einum þessara ungu manna varð mér starsýnt á vegna þess, hve fjörmikill hann var, þrátt fyrir það, að hann var lamaður upp að hálsi. Nokkru seinna las ég viðtal við hann í einu dagblaða okkar og komst á raun um, að hann hafði slasast svona illilega í bifreið- arslysi fyrir nokkuð löngu síðan. Hann álítur sig eiga batavon og vona ég innilega að rétt sé. Nú, stuttu seinna varð ég þess aðnjóa- andi að vera með í Evrópuþinginu í Lond- on. Meðan ég dvaldi þar varð mér oft hugsað til þessara mála hér heima, umferð- armálanna, vegna þess hve sláandi ólík umferðin er í Englandi frá því sem við eig- um að venjast hér heima. Allir þeir, sem erlendis hafa verið, sérstaklega í Evrópu, K-FRÉTTIR taka eftir þessu sama. Hve snuðrulaus um- ferðin er að öllu jöfnu, hve tillitsemin er mikil, hve lítið virðist vera um umferðar- slys. Nú er ég ekki að bera á borð saman- burð á tíðni umferðarslysa hér á íslandi og í Englandi eða nokkru öðru Evrópu- landi. Til slíks skortir mig upplýsingar og samanburð. Hvað um það. Ég hygg þó, að efnið sé mjög aðkallandi, hvort sem tíðni á um- ferðarslysum hér heima er minni eða meiri en erlendis að öllu jöfnu. Raunar er mér tjáð af þeim, sem gerst vita um þessi mál, að tíðni umferðarslysa og dauðsfalla vegna slíkra slysa, sé lægri hér hjá okkur en víð- ast erlendis. Þrátt fyrir þetta eru umferðarslysin hér hjá okkur stórmál, sem mig langar til að reyfa lítillega. Síðan 1966 og fram að miðju þessu ári, 1977, hafa 233 Islendingar lát- ist af völdum umferðarsiysa. Þetta er svip- að og heildaríbúatala Búðardals, svo dæmi sé tekið. Á þessum sama tíma hafa hvorki meira né minna en tíu þúsund íslendingar slasast í umferðarslysum. 1159 færri en allir Hafnfirðingar eru nú. Fram að júnílokum þessa árs hafa 133 manns verið lögð inn á sjúkrahús vegna um- ferðarslysa. Meðallengd legutíma á sjúkra- húsum fyrir þetta fólk er þrjár vikur og þegar legudagurinn kostar 30 þúsund krón- ur gerir þetta um 84 milljónir króna í sjúkrahúskostnað vegna umferðarslysa ein- göngu, svo ekki sé minnst á annað og ómæl- anlegt tjón og kvöl þeirra slösuðu og að- standenda þeirra, sem ekki verður mælt í milljónum króna eða á annan hátt. Ef 43

x

Kiwanisfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.