Kiwanisfréttir - 01.10.1977, Side 44
við höfum í huga, að fari svo sem farið
hefur undanfarin ár, mun þessi upphæð
þrefaldast til áramóta — að kostnaðurinn
einn, sá mælanlegi mun verða um 250
milljónir króna, þá er þetta sannast að
segja hrikalegt ástand. Enn má bæta við.
Aðeins árin 1975, 76 og77 til og með júní,
hefur þjóðin borið 625 milljón króna kostn-
að vegna slasaðra í umferðarslysum.
Og enn hrikalegra verður ástandið, þeg-
ar við er bætt mælanlegu eignartjóni sem
síðastliðið ár var, varlega áætlað um 2500
milljónir. Við berum kostnað af umferðar-
slysum, sem nemur Kröfluverði hver þrjú
ár eða svo.
Er þetta þolandi fyrir okkur? Ég hygg
að við getum verið sammála um, að hér
bcr að vinna að endurbótum. Ekki er svo
að skilja, að ekkert sé að gert. Lögreglan
vinnur mikið starf, fyrirbyggjandi umferð-
arfræðslu og annað. Umferðarráð vinnur
einnig mikilvægt starf á sama sviði.
Samt er þróunin svona hrikaleg og öll
á verri veg. Það er til dæmis athygli vert,
að árið 1968 þegar við skiptum frá vinstri
til hægri, var umfangsmikill áróður hafður
í frammi, vegna skiptanna. Það ár létust
samt sex íslendingar í umferðarslysum en
höfðu verið 20 árið áður og urðu 12 næsta
ár á eftir. Þetta virðist vera vísbending um,
að þeim 14 milljónum króna, sem varið
var til umferðar áróðurs árið 1968 hafi ver-
ið mjög vel varið. Því er það hryggilegt til
að vita, að árið 1977 er ætlunin að verja
19 milljónum til fyrirbyggjandi áróðurs og
betri umferðar, þrátt fyrir verðbólguna síð-
an 1968. Líklega ættu um hundrað milljón-
ir að vera sambærileg tala í dag.
Spurningin er hvort Kiwanishreyfingin
geti eitthvað gert. Jú, það getum við Kiw-
anismenn. Við getum tekið til starfa á þess-
um vettvangi, við getum unnið, ckki endi-
lega til að safna fé, heldur til að virkja
Kiwanismenn og aðra, sem áhuga hafa, til
starfs gegn þessum bölvaldi.
Við getum til dæmis unnið að því að fá
aðrar þjónustuhreyfingar í samstarf. Ég
veit, að Lionshreyfingin er tilbúin til sam-
eiginlegs átaks og aðrir mjög líklegir einn-
ig. Hvernig væri að þið létuð í té álit ykkar,
og þið rædduð þennan hrikalega vanda
þjóðarinnar ykkar á meðal og í klúbbum
ykkar, að við tökum höndum saman um að
virkja Kiwanishreyfinguna til starfs á þess-
um vetvangi. Slíkt verkefni er mjög í anda
hinna sex markmiða Kiwanishreyfingarinn-
ar, sérstaklega þess síðasta — að vinna sam-
an að myndun heilbrigðs almenningsálits,
byggðu á góðvilja, réttsýni og skyldurækni.
ímyndið ykkur augnablik, hve mikið
starfsafl mun varðveitast ef vel tekst til, hve
miklu fé yrði bjargað til nota á þeirn rnörgu
öðrum sviðum sem við vinnum á nú þegar.
Munum, að Kiwanishreyfingin hefur lyft
Grettistökum á ýmsum sviðum og enn get-
um við gert svo á þessu sviði.
Ræðum málið, orð eru til alls fyrst.
Þökk fyrir.
Ingvar Magnússon, forseti
Eldeyjar Kópavogi.
44
K-FRÉTTIR