Kiwanisfréttir - 01.08.1995, Qupperneq 15

Kiwanisfréttir - 01.08.1995, Qupperneq 15
Evrópuþing Kiwanis Evrópuþingið í Reykjavík eftir Snorra Bjarnason, forseta Vífils Evrópuþing Kiwanis var haldið í Reykjavík dagana 2. og 3. júní sl. Kl. 14.30 áföstudeginum hófst óformlegur fundur þar sem stjórnarmenn KIE, verðandi heimsforseti o.fl. kynntu þingmál og ákvarð- anir stjórnar og farið var yfir ýmis mál til að greiða fyrir þinghaldinu sjálfu. Þingsetning hófst kl. 16.00 í Borgarleikhúsinu, með því að Ævar Breiðjörð Evrópuforseti setti þingið, síðan ávarpaði Grétar Jón Magnússon umdæmisstjóri þingið og á eftir honum flutti Halldór Ásgrímsson ávarp. Einnig ávörpuðu Ian Perdr- iau heimsforseti og Eyjólfur Sigurðsson þingið. Kór Langholtskirkju söng á milli ávarpa við hrifningu áheyrenda. Að lokinni setningarat- höfninni héldu þingmenn og fleiri Kiwanismenn í Ráðhús Reykjavíkur og þáðu veiting- ar í boði Guðrúnar Ágústs- dóttur forseta borgarstjórn- ar. Að loknu boðinu var haldið í Kiwanishúsið þar sem Kiwanismenn víða að hittust. Fjölmennastir auk íslendinganna voru þar Norðmenn. Þingstörfum var svo framhaldið á laugardeginum kl. 09.00 og gekk þinghaldið samk\'æmt áætlun. Engin erfið deilumál komu upp. Tillaga um að sleppa gala- balli í þingkostnaði kom fram á síðasta Evrópuþingi og á milli þinga hafði stjórnin tekið þá ákvörðun að svo skildi verða. Kosið var á milli tveggja manna til að setjast i Evrópustjórn en það voru Joachim F. Marx frá Þýskalandi og Sergio Bosia frá Ítalíu. Joachim F. Marx vann kosninguna. Nýju Evrópulögin sem Eyjólfur Sigurðsson og heimstjórnin höfðu samið og undirbúið voru samþykkt á þinginu. Kynntur var þingstaður næsta Evrópuþings en það verður haldið í Interlaken í Sviss 31. maí og 1. júní 1996. Galadinner þingsins var í Perlunni á laugardags- kvöldið. Húsfyllir var og var snæddur lambahryggur í aðalrétt auk annarra krása. Lítið var um ræðuhöld en Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) söng fyrir gesti. Hún gerði stormandi lukku og ætlaði fagnaðarlátum aldrei að linna enda söngkona á heimsmælikvarða. Evrópuþingið í Reykjavík 1995 þótti takast með því besta sem gerist og gengur um Evrópuþing og var Ævari Breiðfjörð og að- stoðarmönnum hans til hins mesta sóma. Snorri Bjarnason forseti Vífils. Á Calakvöldi í Perlunni. Diddú bregður á leik við heimsforsela Þingfulltrúar klappa Evrópuforseta lof í lófa fyrir vel heppnað þing Þinfulltrúar í Ráðhúsi Reykjavikur í boði borgarstórnar — —7 / ’****"’ Evrópuforsetahjónin ásamt Forseta íslands í boði á Bessastöðum KIWANISFRETTIR 15

x

Kiwanisfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.