Morgunblaðið - 13.01.2017, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 3. J A N Ú A R 2 0 1 7
Stofnað 1913 11. tölublað 105. árgangur
JAFNRÉTTIS-
RÁÐHERRA
DANMERKUR KONUR Í HEILSUFERÐ
RAUNVERU-
LEGAR TIL-
FINNINGAR
DAGLEGT LÍF 12 HJARTASTEINN 38KAREN ELLEMANN 16
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Nokkrir ferðamenn léku sér við öldurnar og með
líf sitt í leiðinni í Reynisfjöru í Mýrdal í gær þeg-
ar blaðamaður Morgunblaðsins og ljósmyndari
komu þar við. Fjórir ungir ferðamenn frá Singa-
púr hlupu hlæjandi að sjónum og svo undan öld-
unum aftur upp í fjöru og virtust ekki gera sér
grein fyrir hættunni. Enda viðurkenndu þau fyrir
blaðamanni að hafa ekki lesið aðvörunarskiltin
sem blasa við þegar gengið er að fjörunni frá
bílastæðinu. Þau sögðust sjá að öldurnar væru
stórar og hefðu því hlaupið undan þeim til að
blotna ekki.
Fáir ferðamenn stoppa við skiltin, sem eru tvö,
að sögn starfsmanna á veitingastaðnum Svörtu
fjörunni en þeir hafa gott útsýni yfir það sem á
sér stað í Reynisfjöru. Þeir segja ferðamenn ekki
hafa virt lögregluborða sem voru settir upp í
fjörunni á mánudaginn eftir banaslysið sem varð
í Kirkjufjöru, þar rétt hjá. Þeir hafi klofað óhikað
yfir borðana til að komast inn í hellinn og nær
sjónum. Þá segjast þeir oft fá skít og skömm fyr-
ir þegar þeir vogi sér að vara þá við sem þeim
finnist fara glannalega í fjörunni, ferðamennirnir
ásaki þá um að reyna að skemma fríið sitt.
Bannað er að fara niður í fjöru í Kirkjufjöru í
Dyrhólaey. Lögregluborðar og gul bannskilti
ættu ekki að láta neina velkjast í vafa um það en
samt sáust nokkur fótspor í fjörusandinum í gær.
Háskaleikur í fjörunni
Morgunblaðið/Eggert
Aðvörunarskilti í Reynisfjöru virðast fara framhjá ferðamönnum Starfsfólk
í Svörtu fjörunni er sakað um að reyna að skemma fríið ef það varar fólk við
MFáir ferðamenn skoða skiltin »14
Jafnlaunavottun í fyrirtækjum með
25 starfsmenn eða fleiri, sem komið
verður á með breytingum á jafnrétt-
islögum og lögum um ársreikinga, er
tímabundin ráðstöfun til þess að út-
rýma launamun milli kynjanna, segir
Þorsteinn Víglundsson, nýr ráð-
herra félags- og jafnréttismála.
Votta þarf fyrirtækin á þriggja ára
fresti skv. frumvarpi til laga sem
verður væntanlega það fyrsta sem
ráðherrann leggur fram á Alþingi.
„Þetta er vissulega íþyngjandi að-
gerð, en við teljum hana nauðsyn-
lega,“ segir Þorsteinn í samtali við
Morgunblaðið. Hann bendir á að
hlutur kvenna í stjórnum fyrirtækja
hafi ekki verið jafnaður svo vel væri
fyrr en lög þar
um voru sett fyrir
nokkrum árum.
Væntanleg lög
um jafnlaunavott-
un hafi sama inn-
tak og markmið;
það er að jafna
stöðu kynjanna
varðandi kaup og
kjör. Jafnframt
verður á stórum
vinnustöðum skylt að gera sérstaka
jafnréttisáætlun.
Sannfæring Þorsteins er að kyn-
bundnum launamun verði ekki út-
rýmt nema með aðgerðum í hverju
fyrirtæki og stofnun fyrir sig. Því
geti það verið öflugt verkfæri að fá
vottun, sem til dæmis endurskoðun-
arfyrirtæki hefðu með höndum.
Ætla má að það kosti fyrirtæki um
hálfa milljón króna að fara í fyrstu
úttekt, en sá sem hana annast færi í
gegnum upplýsingar um laun,
ábyrgð og starfslýsingu hvers og
eins. Allt kallar þetta, segir Þor-
steinn Víglundsson, á ögun í launa-
setningu fyrirtækja, sem þurfi að
vera gegnsæ og vel skipulögð. Ráð-
herrann telur jafnframt að innan
ekki langs tíma myndist skilningur á
nauðsyn vottunar sem muni af
stjórnendum fyrirtækja þykja jafn
sjálfsögð og að þar sé algengur ör-
yggisbúnaður. » 4
Vottað á þriggja ára fresti
Jafnlaunavottun á að lögfesta Verður fyrsta frumvarp
félagsmálaráðherra „Vissulega íþyngjandi aðgerð“
Þorsteinn
Víglundsson
Í vöxt hefur
færst á síðustu
misserum að
hælisleitendur,
svo sem frá
Makedóníu, Afg-
anistan og Sóm-
alíu, leiti eftir
þjónustu á bráða-
móttöku geð-
sviðs Landspít-
alans. „Oft er
þetta fólk sem hefur upplifað
hræðilega hluti og bíður lengi í
óvissu,“ segir Hrönn Harðardóttir,
teymisstjóri á bráðamóttöku. Hún
telur mikilvægt að efla sérhæfða
geðheilbrigðisþjónustu við þetta
fólk og hefur verið fundað með
fulltrúum Útlendingastofnunar,
Reykjavíkurborgar og fleirum um
úrbætur í þá áttina.
Þjónusta við fyrrgreindan sjúk-
lingahóp er oft erfið og flókin, enda
er skilningur þeirra á geð-
sjúkdómum annar en sá sem viðtek-
inn er á Íslandi. Þá eru tungumál
oft þröskuldur í samskiptum heil-
brigðisstarfsfólks við þessa skjól-
stæðinga, en túlkaþjónusta í gegn-
um síma frá London er þó til bóta.
Talsverður kostnaður fylgir þessu
og þjónusta við umræddan sjúk-
lingahóp er dýr, en Hrund Harðar-
dóttir segir að ekki verði hjá slíku
komist í fjölþjóðlegu samfélagi.
sbs@mbl.is »10
Hælisleitendur
leita til geðdeildar
vegna áfallastreitu
Hrönn
Harðardóttir
Umferðin um
Vesturlandsveg
og Hvalfjarðar-
göng hefur auk-
ist mikið síðustu
árin og hefur
aldrei verið
meiri. Umferðin
er hæg á álags-
tímum enda seg-
ir Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri
á Akranesi, að vegurinn anni ekki
umferðinni. Þá skapist hætta vegna
slæmra akstursskilyrða. »22
Vesturlandsvegur
annar ekki umferð
Útboðsferli
hins opinbera
tekur allt of
langan tíma að
mati Ragnheiðar
H. Magn-
úsdóttur,
stjórnar-
formanns Sam-
taka upplýsinga-
tæknifyrirtækja. „Nú erum við
komin á fullt í fjórðu iðnbyltinguna,
með sýndarveruleika, gervigreind
og fleiru. Hlutirnir gerast alveg
gríðarlega hratt og því gengur það
ekki að útboðsferli hins opinbera
taki jafnvel eitt til tvö ár að klárast,
sérstaklega hvað tækniverkefni
varðar. Það er komin alveg ný
tækni á markaðinn þegar loksins er
búið að ljúka ferlinu,“ segir Ragn-
heiður. »18
Tæknin úrelt þegar
ríkisútboðinu lýkur
Fangar á Áfangaheimilinu
Vernd vilja breytingar á viðveru-
skyldu sem þeir hafa þar í húsi
um kvöldmatarleytið dag hvern,
það er milli kl. 18 og 19. Dvöl á
Vernd er aðlögun frá fangelsi til
frelsis og er það mat fanga að
kvöldmatarkvöðin raski leið þeirra
út í lífið, enda séu margir í vinnu
á þessum tíma eða við nám.
Óskir fanga um breytingar hafa
ekki fengið hljómgrunn hjá Vernd,
þar sem þetta er sagt skapa
ákveðna festu í starfsemi. Tryggi
jafnframt að hægt sé að hafa
eftirlit með mönnum, svo sem
hvort þeir séu í vímuefnaneyslu.
Hjá Fangelsismálastofnun er tekið
í svipaðan streng. Þar er sagt að
þessi regla hafi ekki valdið vanda
hingað til, enda megi alltaf fá
undanþágu frá henni ef rök eru
fyrir slíku. »6
Vilja ekki mæta
á kvöldmatartíma