Morgunblaðið - 13.01.2017, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2017
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Kuldinn beit fast í kinnar fólks í gær og í höfuð-
borginni fór frostið alveg niður í sjö stig. Ferða-
menn sem voru á rölti í miðborginni í gær voru
því vel búnir, rétt eins og þeir fylgdu hollráðum
íslenskra foreldra til barna sinna um að vera
með húfu og vettlinga. Í dag verður fimbulkuldi
víða um land en þegar kemur fram á helgina lin-
ast tökin og þá verður hiti um og yfir frostmarki
og væta um vestanvert landið.
Morgunblaðið/Ómar
Allir voru með húfu og vettlinga
Erlendir ferðamenn í kuldanum í Reykjavík í gær
Kuldakast hefur
gengið yfir land-
ið. Í gær gerðist
það að hámarks-
hiti sólarhrings-
ins náði hvergi
upp fyrir frost-
mark á landinu
öllu.
Slíkt gerðist
síðast fyrir rúm-
um þremur árum
eða nánar tiltekið 6. desember 2013,
samkvæmt upplýsingum Trausta
Jónssonar veðurfræðings.
En tæpt stóð það því á Steinum
undir Eyjafjöllum mældist hitinn
mínus 0,1 gráða. Á Önundarhorni
mældist hitinn -0,2 gráður og -0,3 á
Vattarnesi.
Tveggja stafa frosttölur sáust víða
landinu í gær samkvæmt yfirliti
Veðurstofunnar. Á Dyngjujökli
mældust -24,4 gráður og -19,8 gráð-
ur á Hveravöllum kl. 20 í gærkvöldi.
Á láglendi mældist mest frost á
Brúsastöðum í Húnaþingi eða -16,9
gráður. Á Austurárdalshálsi, sem er
á svipuðum slóðum, mældist frostið
-15,6 gráður. sisi@mbl.is
Frost
mældist á
öllu landinu
Gerðist síðast
í desember 2013
Kuldinn Bítur
hressilega.
18 ára stúlka lést í bílslysi sem varð
á Grindarvíkurvegi, norðan við af-
leggjarann að Bláa lóninu, á níunda
tímanum í gærmorgun. Einn maður
er alvarlega slasaður og er á gjör-
gæsludeild. Tildrög slyssins eru til
rannsóknar hjá lögreglunni á Suð-
urnesjum. Þetta kemur fram í til-
kynningu frá lögreglunni.
Kemur þar fram að klukkan
08:56 hafi lögreglunni borist til-
kynning um harðan árekstur
tveggja bifreiða. Veginum var lokað
í um þrjár klukkustundir eftir slys-
ið en allt tiltækt lið lögreglunnar á
Suðurnesjum var sent á slysstað.
Vegurinn var svo opnaður á ný á
hádegi í gær.
Stúlkan sem lést í slysinu var bú-
sett í Grindavík. Körfuknattleiks-
samband Íslands tilkynnti í gær að
leikjum hjá Grindavík sem fram
áttu að fara í gærkvöldi hefði verið
frestað vegna banaslyssins.
Átján ára stúlka
lést í bílslysi
Einn maður er alvarlega slasaður
Vogunarsjóðunum Autonomy Capi-
tal LP, Autonomy Master Fund
Limited, GAM Trading (Nr. 37) og
Autonomy Iceland Two S.á.r.l., hef-
ur verið heimilað að leggja fimm
spurningar fyrir dómkvadda mats-
menn, án þess þó að eiginlegt mál
hafi verið höfðað gegn íslenska rík-
inu.
Þetta kemur fram í dómi Hæsta-
réttar, sem kveðinn var upp í gær,
en beiðni sjóðanna hljóðaði í fyrstu
upp á ellefu spurningar. Óskuðu
þeir eftir að þeim yrði beint til
matsmanna, með það að markmiði
að leggja grunn að kröfugerð sinni
og málatilbúnaði í komandi dóms-
máli.
Í Héraðsdómi Reykjavíkur var
beiðnin tekin að hluta til greina, að
undanskildum 2., 3. og 5. spurn-
ingu, þar sem þær þóttu tilgangs-
lausar til sönnunarfærslu í málinu.
Íslenska ríkið kærði þá úrskurð-
inn, sem nú hefur verið staðfestur,
fyrir utan það að Hæstiréttur hafn-
ar öðrum þremur spurningum af
þeim ellefu sem bornar voru fyrir
héraðsdóm.
Matsspurningar nr. 9, 10 og 11
verða því ekki heldur lagðar fyrir
dómkvadda matsmenn, til viðbótar
við hinar þrjár, að því er segir í
dómnum. Þannig fékkst heimild
fyrir aðeins tæpum helmingi spurn-
inganna.
Leyft að spyrja
fimm spurninga
Beiðnin var ellefu spurningar
Hæstiréttur Spyrja má 5 spurninga.
Viðar Guðjónsson
Þorvaldur Birgir Arnarsson
Konráð Alfreðsson sem situr í
samningnefnd sjómanna í kjaravið-
ræðum við Samtök fyrirtækja í
sjávarútvegi segir að menn nálgist
hvorir aðra í öllum málum viðræðn-
anna. Fundað hefur verið alla daga
vikunnar og boðað er til annars
fundar í dag klukkan 11. „Menn eru
að reikna sig fram og til baka og
reyna að finna lausnir. Þegar menn
eru komnir í botn hvað eitthvert at-
riði varðar þá er það lagt til hliðar
og farið yfir að nýju þegar búið er
að fara yfir alla þætti,“ segir Kon-
ráð.
Vilhjálmur Birgisson sem einnig
situr í samninganefndinni gaf í skyn
í færslu á Facebook í vikunni að
enginn árangur væri í viðræðunum.
Konráð telur þó svo ekki vera. ,,Ég
hef ekki þessa skoðun. Við (samn-
inganefndir) nálgumst hvorir aðra í
öllum þessum málum. Allt sem við
gerum er til góðs fyrir sjómenn og
útgerð til að skilja sjónarmið hvorir
annarra. Á meðan við erum að tala
saman þokast hlutirnir í rétta átt,“
segir Konráð. Hann á von á því að
fundað verði um helgina og áfram
svo lengi sem þurfa þykir.
Skaði á hverjum degi
Jens Garðar Helgason, formaður
Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi,
segir að skotið hafi verið á að fjár-
hagslegur skaði þjóðarbúsins í heild
af verkfallinu sé á bilinu 500-600
milljónir króna á dag. „Það segir
sig sjálft að skaðinn er meiri þegar
dögunum fjölgar,“ segir Jens. Hann
segir að þegar litið er yfir lands-
lagið á mörkuðum sé skaðinn mest-
ur þegar horft er til þess hve Norð-
menn eru að styrkja stöðu sína á
mörkuðum. „Norðmenn eru að
koma sterkir inn og það er vont að
vera ekki með neinn íslenskan fisk
þegar svona er. Maður heyrir það á
söluaðilum að þeir eru orðnir
stressaðir,“ segir Jens. Hann telur
að báðir samningsaðilar geri sér
grein fyrir því að verkfalli fylgi
mikið tjón fyrir alla aðila. Hvort
sem það er fyrir sjómenn, fisk-
verkafólk eða sjávarútvegsfyrirtæk-
in sjálf.
Sjómenn á Austurvöll
Boðað hefur verið til samstöðu-
fundar sjómanna og fiskvinnslufólks
á Austurvelli mánudaginn 16. jan-
úar kl. 18 og eru fundargestir
hvattir til að koma með sjógalla,
trommur og skilti.
Á Facebook-síðunni Sjómenn á
Íslandi hefur skapast mikil umræða
um kjaramál sjómanna og eru fé-
lagar nú hartnær 2.000 manns. For-
sprakkar hópsins efndu til sam-
stöðufundar á dögunum við
húsakynni ríkissáttasemjara á með-
an samninganefndir sjómanna fund-
uðu með fulltrúum útgerðanna um
gerð nýs kjarasamnings.
Ekki bjartsýnn
Vélstjórar eru einnig í samninga-
viðræðum. Guðmundur Þ. Ragnars-
son, formaður VM, segir á vefsíðu
Félags vélstjóra og málmiðnaðar-
manna að hann sé ekki bjartsýnn á
lausn. „Það er best að fullyrða sem
minnst. Ég er ekki bjartsýnn, stað-
an er viðkvæm. Sem ég segi, þá á
eftir að reyna á hin eiginlegu deilu-
mál. Fundirnir síðustu daga hafa
farið í annað en stóru málin. Þetta
tekur fyrst á sig eiginlega mynd
þegar stóru málin koma á borðið,“
segir Guðmundur
Deilendur eru að
nálgast í öllum málum
„Maður heyrir það á söluaðilum að þeir eru orðnir stressaðir“
Morgunblaðið/Golli
Fundað Boðað hefur verið til annars fundar í dag. Konráð Alfreðsson á von
á því að fundað verði um helgina og fram í næstu viku ef þurfa þykir.