Morgunblaðið - 13.01.2017, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.01.2017, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2017 atriði þar sem hann gengur ber- serksgang á salerni og hágrætur að því loknu. „Ég ímyndaði mér að pabbi minn hefði dáið og þá varð ég alveg brjálaður og svo leiður að mér gat ekki verið meira sama um bað- herbergið. Á eftir bað ég gaurinn sem sá um leikmunina afsökunar og hann sagði að þetta væri allt í lagi,“ segir Baldur kíminn. Hann hafi ver- ið lengi að ná sér eftir þessar tökur. Blær hefur svipaða sögu að segja. Í einu atriði grætur hann sárt og seg- ist hann hafa rifjað upp andlát afa síns auk þess að ímynda sér aðstæð- urnar sem Kristján er í. Það reyndi mikið á drengina í tök- um því þeir þurftu að glíma við allan tilfinningaskalann, svo að segja. Þetta er mikil áskorun fyrir atvinnu- leikara, hvað þá tvo táninga sem litla reynslu hafa af því að leika. Var þetta ekki erfitt? „Jú, mjög erfitt. Eftir hvern vinnudag vorum við mjög þreyttir. Það er ekkert grín að taka upp svona mynd, margir halda að þetta sér bara létt og gaman. Vin- ir mínir héldu að þetta væri bara lúxus, að fá tveggja mánaða frí frá skóla. En kvikmyndagerð er mikill skóli,“ segir Blær. Hann segir þá hafa undirbúið sig vel og í myndinni sjái fólk raunverulegar tilfinningar. „Eftir tökur tók langan tíma að kom- ast út úr karakter og róa sig niður.“ Spunnið í tökum En fannst strákunum handritið lýsa því vel hvernig er að vera ung- lingur? Jú, þeir telja svo vera. „Það er smátilfinningarússíbani,“ segir Baldur um unglingsárin og Blær tekur undir það. „Það er svo mikið að gerast, tilfinningarnar sveiflast upp og niður,“ segir hann. Spurðir að því hvort þeir hafi bent Guðmundi á eitthvað sem þeim þótti ein- kennilegt eða ekki passa í handritinu segjast þeir hafa gert það og leik- stjórann hafa tekið tillit til þess. „Við tókum nokkrar senur í ólíkum út- gáfum,“ nefnir Baldur sem dæmi og Blær segir sumar senurnar hafa ver- ið spunnar í tökum. „Guðmundur sagði okkur að gleyma bara text- anum og byrja að spinna,“ segir hann. Baldur nefnir sem dæmi um spuna atriði þar sem köttur birtist óvænt og segist Baldur ósjálfrátt hafa hvæst á hann enda átti Þór að vera öskureiður. Vandræðalegt Í Hjartasteini eru nokkur atriði þar sem Kristján og Þór eru nánir, kyssast m.a. og snerta hvor annan. Spurðir að því hvort það hafi verið erfitt segir Blær að það hafi verið auðveldara en hann hafi átt von á. „Við erum ekki Blær og Baldur að kyssast heldur Kristján og Þór,“ bendir hann á og Baldur bætir því við að aðalatriðið sé að geta treyst mótleikaranum. Kristján og Þór kyssa líka stelpur í myndinni, þær Betu og Hönnu sem eru skotnar í þeim, leiknar af Diljá Valsdóttur og Kötlu Njálsdóttur. Var það kannski erfiðara? Drengirnir brosa og Bald- ur segist, ögn vandræðalegur, hafa kysst stelpu í fyrsta sinn á æfingu fyrir myndina og á þar við Diljá. „Það var örugglega það vandræða- legasta sem ég hef gert,“ segir hann og brosir. Og þá kannski sérstaklega fyrir framan aðra? „Já, og kyssist þið!“ segir Blær hlæjandi og bregð- ur sér í hlutverk leikstjórans. Upplýsandi kvikmynd Hjartasteinn fjallar ekki síst um hversu erfitt það er að koma út úr skápnum og hvað þá fyrir óharðn- aðan ungling. Telja Baldur og Blær að kvikmyndin muni hvetja til um- ræðu um þessi mál og vinna gegn fordómum? „Já, algjörlega. Við er- um að miðla ákveðnum upplýs- ingum. Þessi mynd gerir það,“ segir Blær og Baldur bætir því við að hún sýni hversu erfitt geti verið að op- inbera samkynhneigð sína. En hvernig fannst þeim kvik- myndin þegar þeir sáu hana í fyrsta sinn? „Það var æðislegt, betra en ég átti von á,“ segir Baldur. Hann sé hæstánægður með útkomuna og til í að leika aftur í kvikmynd. Blær tek- ur undir það en segist hafa verið mjög taugaóstyrkur á frumsýning- unni í Feneyjum. „Eftir sýninguna stóðu allir upp og klöppuðu, þetta var svakalegt,“ segir hann brosandi. Drengirnir eru spurðir að því hvort þeir stefni að því að verða at- vinnuleikarar og Baldur er snöggur til svars: „100%. Ég ætla að leggja allt undir.“ Blær segist líka stefna að því að verða leikari en bætir við að hann sé líka að æfa handbolta. Hann gæti því mögulega orðið fyrsti Ís- lendingurinn sem væri bæði at- vinnumaður í handbolta og atvinnu- leikari. En hvernig ætli öll þessi athygli leggist í drengina? Báðir segjast ætla að halda sér á jörðinni þó að þeir hafi verið skýjum ofar þegar þeir hlutu verðlaunin í Mar- okkó. „Shout out“ frá Aronmola „Við Blær fengum „shout out“ frá Aronmola í gær [þriðjudag, inn- sk.blm.] og ég held það séu 100 eða 150 búnir að „adda“ mér á Insta- gram,“ segir Baldur og blaðamaður hváir, enda kominn á fimmtugs- aldur. Aronmola? Shout out? „Hann er mjög frægur íslenskur snappari og hann var að segja að þetta væri besta, einlægasta og fallegasta mynd sem hann hefði séð,“ útskýrir Baldur og blaðamanni verður ljóst að átt er við vinsælan Snapchat- notanda sem heitir réttu nafni Aron Már Ólafsson en snappar undir nafninu Aronmola. Hvað gamall nemur, ungur temur! Hvíld Stund milli stríða við tökur á kvikmyndinni Hjartasteini árið 2015. Blær og Baldur með leikstjóranum Guðmundi Arnari Guðmundssyni. Ómkvörnin, uppskeruhátíð tónlist- ardeildar Listaháskóla Íslands, er haldin hátíðleg í níunda sinn í dag og á morgun í Kaldalóni Hörpu. Há- tíðin er haldin í lok hverrar annar þar sem tónverk eftir nemendur tónsmíðadeildar eru flutt af flytj- endum úr tónlistardeild. Alls verða flutt yfir 30 verk eftir 29 tónskáld úr bæði bakkalár- og meistaranámi, en nánast öll tónlist- ardeild tekur þátt í hátíðinni. Hátíðinni er skipt í ferna tónleika hverjum með sínu þemanu. Í dag kl. 18 verða leikin kammerverk eftir Ingu Magnesi Weisshappel, Sævar Helga Jóhannsson, Þorbjörgu Roach Gunnarsdóttur, Þorstein Gunnar Friðriksson, Þráin Þór- hallsson, Friðrik Guðmundsson og Pétur Eggertsson. Í kvöld kl. 21 eru flutt sólóverk eftir Hafstein Þráinsson, Árna Hall- dórsson, Björn Jónsson, Emilíu Ófeigsdóttur, Rögnvald Konráð Helgason, Gylfa Guðjohnsen, Krist- ján Harðarson og Magna Frey Þór- isson. Á morgun, laugardag, kl. 13 verða flutt raf- og tilraunaverk eft- ir Kjartan Dag Holm, Olgu Szym- ula, Pétur Eggertsson, Bjarka Hall, Reuben Fenemore, Jóhönnu Guð- rúnu Sigurðardóttur og Guðmund Óla Norland. Á morgun kl. 16 er komið að söngverkum eftir Katrínu Helgu Ólafsdóttur, Guðmund Óla Nor- land, Viktor Inga Guðmundsson, Ara Hálfdán Aðalgeirsson, Sofie Meyer, Björn Jónsson, Andrés Þór Þorvarðarson, Gunnhildi Birg- isdóttur og Birgit Djupedal. Aðgangur er ókeypis. Ljósmynd/Harpa Fjölbreytni Flutt verða 30 verk eftir 29 tónskáld í Kaldalóni Hörpu. Ómkvörnin haldin í Kaldalóni Hörpu Normið er ný framúrstefna er heiti sýningar sem verður opn- uð í Gerðarsafni í Kópavogi í kvöld, föstudag, kl. 20. Á sýningunni gefur að líta verk eftir 11 listamenn og er sýningin sögð hugleiðing um birtingarmyndir hversdagsleik- ans í íslenskri samtímalist. Sýning- arstjóri er Heiðar Kári Rannversson en listamennirnir sem eiga verkin eru þau Anna Hrund Másdóttir, Arna Óttarsdóttir, Arnfinnur Ama- zeen, Emma Heiðarsdóttir, Finnur Arnar Arnarson, G.Erla – Guðrún Erla Geirsdóttir, Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, Loji Höskuldsson, Sólveig Aðalsteinsdóttir, Sveinn Fannar Jóhannsson og Þorvaldur Þorsteinsson. Markmið sýningarinnar er sagt að skapa hugmyndalegar og sjón- rænar tengingar milli verka lista- manna af ólíkum kynslóðum, sem eiga það þó sameiginlegt að vísa í og vinna úr víðu merkingarsviði hvers- dagsins. Til grundvallar liggur sú tilgáta að finna megi snertipunkta milli myndlistar tíunda áratugarins og verka síðustu ára, sem verða sýnilegir ef verkin eru skoðuð í ljósi samtímahugmynda um hversdags- leikann, að því er segir í tilkynn- ingu. Hversdagsleikinn í myndlistarverkum Sólveig Aðalsteinsdóttir Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Lau 14/1 kl. 20:00 141. s Sun 29/1 kl. 20:00 147. s Lau 18/2 kl. 20:00 153. s Sun 15/1 kl. 20:00 142. s Lau 4/2 kl. 20:00 148. s Sun 19/2 kl. 20:00 154. s Lau 21/1 kl. 20:00 143. s Sun 5/2 kl. 20:00 149. s Fim 23/2 kl. 20:00 155. s Sun 22/1 kl. 20:00 144. s Fös 10/2 kl. 20:00 150. s Fös 24/2 kl. 20:00 156. s Fim 26/1 kl. 20:00 145. s Lau 11/2 kl. 20:00 151. s Lau 25/2 kl. 20:00 157. s Lau 28/1 kl. 20:00 146. s Fös 17/2 kl. 20:00 152. s Glimmerbomban heldur áfram! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Lau 14/1 kl. 13:00 26.s Sun 22/1 kl. 13:00 29.s Lau 11/2 kl. 13:00 32. s Sun 15/1 kl. 13:00 27.s Sun 29/1 kl. 13:00 30. s Sun 19/2 kl. 13:00 33. s Lau 21/1 kl. 13:00 28.s Lau 4/2 kl. 13:00 31. s Lau 25/2 kl. 13:00 34. s Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar Ræman (Nýja sviðið) Lau 14/1 kl. 20:00 2. sýn Mið 18/1 kl. 20:00 4. sýn Fös 20/1 kl. 20:00 6. sýn Sun 15/1 kl. 20:00 3. sýn Fim 19/1 kl. 20:00 5. sýn Mið 1/2 kl. 20:00 aukas. Nýtt verk sem hlaut Pulitzer-verðlaunin 2014! Hún Pabbi (Litla svið ) Fös 13/1 kl. 20:00 3. sýn Fös 20/1 kl. 20:00 5 sýn Lau 28/1 kl. 20:00 8. sýn Lau 14/1 kl. 20:00 4. sýn Lau 21/1 kl. 20:00 6. sýn Fim 2/2 kl. 20:00 9. sýn Fim 19/1 kl. 20:00 aukas. Fös 27/1 kl. 20:00 7. sýn Í samstarfi við leikhópinn Trigger Warning Illska (Litla sviðið) Fim 2/3 kl. 20:00 Fös 10/3 kl. 20:00 Fös 3/3 kl. 20:00 Lau 11/3 kl. 20:00 Samstarfsverkefni við Óskabörn ógæfunnar Vísindasýning Villa (Litla svið ) Fim 2/2 kl. 14:00 Fors. Sun 5/2 kl. 13:00 2. sýn Lau 18/2 kl. 13:00 5. sýn Fös 3/2 kl. 14:00 Fors. Lau 11/2 kl. 13:00 3. sýn Sun 19/2 kl. 13:00 6. sýn Lau 4/2 kl. 13:00 Frums. Sun 12/2 kl. 13:00 4. sýn Ferðalag fyrir börn um töfraheim vísindanna. Salka Valka (Stóra svið) Fös 13/1 kl. 20:00 3. sýn Þri 24/1 kl. 20:00 8. sýn Fös 3/2 kl. 20:00 13. sýn Þri 17/1 kl. 20:00 4. sýn Mið 25/1 kl. 20:00 9. sýn Mið 8/2 kl. 20:00 14. sýn Mið 18/1 kl. 20:00 5. sýn Fös 27/1 kl. 20:00 10.sýn Fim 9/2 kl. 20:00 15 sýn Fim 19/1 kl. 20:00 6. sýn Mið 1/2 kl. 20:00 11. sýn Sun 12/2 kl. 20:00 16.sýn Fös 20/1 kl. 20:00 7. sýn Fim 2/2 kl. 20:00 12. sýn Ein ástsælasta saga þjóðarinnar í leikstjórn verðlaunaleikstjórans Yönu Ross leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Djöflaeyjan (Stóra sviðið) Sun 15/1 kl. 19:30 34.sýn Fim 26/1 kl. 19:30 36.sýn Lau 11/2 kl. 19:30 38.sýn Fös 20/1 kl. 19:30 35.sýn Lau 4/2 kl. 19:30 37.sýn Lau 18/2 kl. 19:30 39.sýn Kraftmikill söngleikur um skrautlegt mannlíf í braggahverfum Reykjavíkur! Maður sem heitir Ove (Kassinn) Fös 13/1 kl. 20:00 Akureyri Fim 26/1 kl. 19:30 34.sýn Fös 10/2 kl. 19:30 38.sýn Lau 14/1 kl. 20:00 Akureyri Fös 27/1 kl. 19:30 35.sýn Lau 11/2 kl. 19:30 39.sýn Sun 15/1 kl. 20:00 Akureyri Lau 4/2 kl. 19:30 36.sýn Fös 17/2 kl. 19:30 aukasýn Sun 22/1 kl. 19:30 aukasýn Sun 5/2 kl. 19:30 37.sýn Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik! Óþelló (Stóra sviðið) Fös 13/1 kl. 19:30 4.sýn Fim 2/2 kl. 19:30 8.sýn Fim 16/2 kl. 19:30 aukasýn Lau 14/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 3/2 kl. 19:30 9.sýn Fös 17/2 kl. 19:30 11.sýn Fös 27/1 kl. 19:30 6.sýn Fim 9/2 kl. 19:30 10.sýn Lau 25/2 kl. 19:30 12.sýn Lau 28/1 kl. 19:30 7.sýn Fös 10/2 kl. 19:30 aukasýn Vesturport tekst á nýjan leik á við Shakespeare! Gott fólk (Kassinn) Lau 14/1 kl. 19:30 4.sýn Lau 21/1 kl. 19:30 6.sýn Sun 29/1 kl. 19:30 8.sýn Fim 19/1 kl. 19:30 5.sýn Lau 28/1 kl. 19:30 7.sýn Nýtt og ágengt íslenskt verk um ungt fólk, ástarsambönd, ofbeldi og refsingu Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 22/1 kl. 13:00 Frums Sun 5/2 kl. 13:00 3.sýn Sun 29/1 kl. 13:00 2.sýn Sun 12/2 kl. 13:00 4.sýn Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa! Gísli á Uppsölum (Kúlan) Fös 13/1 kl. 19:30 Mið 18/1 kl. 19:30 Sun 22/1 kl. 14:00 Sun 15/1 kl. 14:00 Fim 19/1 kl. 19:30 Mið 25/1 kl. 19:30 Einstakt leikverk um einstakan mann í uppfærslu Kómedíuleikhússins. Mið-Ísland að eilífu (Þjóðleikhúskjallarinn) Fös 13/1 kl. 20:00 2.sýn Lau 21/1 kl. 20:00 9.sýn Fim 2/2 kl. 20:00 16.sýn Fös 13/1 kl. 22:30 3.sýn Lau 21/1 kl. 22:30 10.sýn Fös 3/2 kl. 20:00 17.sýn Lau 14/1 kl. 20:00 4.sýn Fim 26/1 kl. 20:00 11.sýn Fös 3/2 kl. 22:30 18.sýn Lau 14/1 kl. 22:30 5.sýn Fös 27/1 kl. 20:00 12.sýn Lau 4/2 kl. 20:00 19.sýn Fim 19/1 kl. 20:00 6.sýn Fös 27/1 kl. 22:30 13.sýn Lau 4/2 kl. 22:30 20.sýn Fös 20/1 kl. 20:00 7.sýn Lau 28/1 kl. 20:00 14.sýn Fim 9/2 kl. 20:00 21.sýn Fös 20/1 kl. 22:30 8.sýn Lau 28/1 kl. 22:30 15.sýn Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 1/2 kl. 20:00 Mið 22/2 kl. 20:00 Mið 15/3 kl. 20:00 Mið 8/2 kl. 20:00 Mið 1/3 kl. 20:00 Mið 22/3 kl. 20:00 Mið 15/2 kl. 20:00 Mið 8/3 kl. 20:00 Mið 29/3 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Lofthræddi örninn Örvar (Kúlan) Lau 14/1 kl. 15:00 Hrífandi einleikur fyrir börn um hugrekki. Íslenski fíllinn (Brúðuloftið) Lau 4/2 kl. 13:00 Lau 11/2 kl. 13:00 Lau 18/2 kl. 13:00 Lau 4/2 kl. 15:00 Lau 11/2 kl. 15:00 Lau 18/2 kl. 15:00 Hrífandi brúðusýning fyrir alla fjölskylduna!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.