Morgunblaðið - 13.01.2017, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.01.2017, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2017 ✝ SigurlínaKristjánsdóttir ljósmóðir fæddist í Bolungarvík 25. september 1927. Hún lést á Landa- koti 5. janúar 2017. Foreldrar Sig- urlínu voru Ingi- björg Kristín Guð- jónsdóttir, f. á Kirkjubóli, Val- þjófsdal, V-Ís., 25. júní 1893, d. 24. desember 1942, og Kristján Hálfdánarson, f. í Hvítanesi, Ögurhreppi, N-Ís., 29. október 1893, d. 14. október 1933. um, Ásgeiri Valhjálmssyni, f. 16. júní 1927. Foreldrar hans voru Ólöf Elínborg Jak- obsdóttir, f. 8. ágúst 1906 á Hesteyri, N-Ís., d. 10. október 1989, og Valhjálmur Guðmann Pétursson, f. 31. ágúst 1899, d. 12. mars 1942. Kjörfaðir Ás- geirs var Bæring Þorbjörn Þorbjörnsson, f. 12. apríl 1904, d. 16. mars 1999. Sonur Sigur- línu og Ásgeirs er Gísli Stefán Ásgeirsson, f. 6. júlí 1964, maki Þóra Karen Þórólfsdóttir, f. 15. mars 1965. Börn þeirra eru þrjú. Viktor Traustason, f. 10. apríl 1989, faðir Trausti Ív- arsson, Kristín Ingibjörg Gísla- dóttir, f. 8. mars 1998, móðir Álfhildur Guðmundsdóttir, og Óskar Hængur Atirut Gíslason, f. 9. ágúst 2009. Sigurlína verður jarðsungin frá Garðakirkju í dag, 13. jan- úar 2017, klukkan 15. Systkini hennar voru: Kristján Friðgeir, f. 9. júlí 1918, d. 3. júlí 1999, Daði Steinn, f. 23. júní 1920, d. 25. janúar 1982, Einar Hálfdán, f. 8. september 1921, d. 11. apríl 1992, Jónatan, f. 13. des- ember 1922, d. 20. apríl 2016, Guðjón Birkir, f. 3. ágúst 1925, d. 23. júlí 2012, og Jóhanna Erna, f. 10. júlí 1929, d. 31. ágúst 2004. 1. janúar 1955 giftist Sigur- lína eftirlifandi eiginmanni sín- Kær móðursystir okkar, Sig- urlína Kristjánsdóttir, er látin. Lína frænka, eins og hún var iðulega kölluð, var dóttir Krist- jáns Hálfdánarsonar, skipstjóra á Svölunni í Bolungarvík, og konu hans, Ingibjargar K. Guð- jónsdóttur húsmóður. Misstu systkinin foreldra sína þegar þau voru mjög ung. Lífsbarátta þeirra var erfið og setti mark sitt á sum þeirra. Móðir okkar var yngri systir Línu. Mjög kært var á milli þeirra og bræðranna fimm en þau eru nú öll látin. Gamall heimilisvinur foreldra Línu, Gísli heitinn Helgason sjó- maður, studdi Línu til náms, fyrst í Reykholti og síðan í Hús- mæðraskóla Reykjavíkur. Þá hjálpaði hann henni að stunda nám við Ljósmæðraskóla Ís- lands. Útskrifaðist hún þaðan árið 1951 og varð hún farsæl ljósmóðir. Eftir námið kynntist Lína Ás- geiri Valhjálmssyni. Árið 1957 fluttu þau til Þýskalands og Ás- geir fór þar í nám í vélatækni- fræði. Fluttu þau aftur heim til Ís- lands árið 1964 og þá búin að eignast son sinn Gísla Stefán. Þýskaland átti stóran sess í huga þeirra ætíð síðan og voru þau dugleg að ferðast um landið og víða um Evrópu. Voru þau í góðum samskiptum við þýska skólafélaga Ásgeirs og hittu þá annað hvert ár allt fram á þenn- an dag. Lína og Ásgeir fóru í eftir- minnilega ferð ásamt foreldrum okkar til Þýskalands árið 1985 og höfðu þær systur gaman af því að rifja upp þessa ferð. Þá var oft hlegið dátt. Lína var góð kona og hugsaði um Guð sinn. Síðasta ár Línu frænku var erfitt, þar sem heilsu hennar hrakaði mikið. Lá hún síðustu mánuði lífs síns á Landakoti og naut hún góðrar hjúkrunar þar. Aðdáunarvert var að fylgjast með hvað Ásgeir var natinn og góður við Línu sína. Var hann hjá henni alla daga allt þar til yf- ir lauk. Blessuð sé minning okkar kæru frænku. Við systkinin biðj- um Guð að hugga og styrkja Ás- geir, Gísla og Karen og litlu fjöl- skyldu þeirra. Sólin til fjalla fljótt fer að sjóndeildarhring tekur að nálgast nótt, neyðin er allt um kring. Dimmt er í heimi hér, hættur er vegurinn, ljósið þitt lýsi mér, lifandi Jesú minn. (Hallgrímur Pétursson) Kristjana, Gísli, Hafsteinn, Kristján, Freyja og Sigurlína. Sigurlína Kristjánsdóttir var föðursystir Ingu heitinnar, konu minnar, títtnefnd Lína frænka í okkar ranni. Alkomin heim eftir margra ára dvöl erlendis, annars vegar í Danmörku og hins vegar í Þýskalandi, tókst fljótlega góð vinátta með okkur Ingu og þeim heiðurshjónum Línu og Ásgeiri. Ekki spillti frændsemin fyrir því vandfundið er ættræknara fólk. Þegar ég fór að gera hosur mínar grænar fyrir bróðurdótt- ur Línu áttaði ég mig ekki á því í fyrstu að báðar voru þær frænkur stórættaðar, af þekktri ætt presta og biskupa. Fannst mér að þegar kærleikar tókust með okkur Ingu hefði vænkast stórlega minn hagur, því ég hélt lengi vel að ég væri ættlaus maður af Ströndum. Þegar ég sagði Línu frá þess- ari niðurstöðu minni um ætt- göfgi þeirra frænkna brosti hún hæversklega, en ekki laus við stríðni, því auðvitað vissi hún þetta allt saman löngu á undan mér. Sérstaklega þótti henni gaman að ræða hina merku bisk- upsætt Helga Hálfdanarsonar prestaskólakennara, eins mesta sálmaskálds sem þessi síyrkj- andi þjóð hefur átt, og sonar hans Jóns Helgasonar biskups, þegar Jónatan bróðir hennar hafði bæst í hópinn. Fátt kom þeim systkinum á óvart og var þeim greinilega skemmt að heyra frá viðbrögð- um séra Árna Þórarinssonar þegar hann hafði hitt fyrir á götu hér í bæ starfsfélaga sinn í prestastétt og sá ágæti guðs- maður spurt hann að því hvort hann ætlaði ekki að fylgja herra biskupi Jóni Helgasyni til graf- ar, en þá var biskup nýlátinn en ógrafinn, og því til svaraði séra Árni: „Þó fyrr hefði verið.“ Ísmeygilegt skopskyn þeirra systkina var í raun afskaplega hæverskt, en þau áttu það til að hugsa upphátt og nefna hlutina án allra málalenginga eins og einkennir allmarga Vestfirðinga. Lína hafði ákaflega gott minni allt til síðasta dags og þegar við Inga vorum að vandræðast með afmælisdaga eða brúðkaups- daga, jafnvel okkar eigin gifting- ardag, var alltaf haft samband við Línu því að hún mundi þetta allt saman. Þá var hún og ákaflega vel að sér í ættfræði þó að hún flíkaði því ekki. Það var alltaf gaman og gefandi að ræða við Línu. Ég veit að þau Ásgeir voru ákaflega samrýnd og treystu hvoru öðru fullkomlega. Þegar kona mín lá bana- leguna á Vífilsstöðum vitjuðu þau Lína og Ásgeir hennar aftur og aftur. Eftir að Inga hafði tap- að máli sat Lína hjá henni löngum stundum og hélt í hönd hennar meðan Ásgeir beið af mikilli þolinmæði. Ég þykist vita að þessar stundir með Línu frænku hjálpuðu Ingu mikið þegar henni var ljóst hvert stefndi. Fyrir þessa óendanlegu þol- inmæði og hjálpsemi langar mig til að þakka hér og nú og vona að það sé aldrei of seint. Ég er hálfhræddur um að Ásgeir sitji eftir með þá tilfinningu sem Steinn Steinarr lýsti vel í kvæð- inu Í kirkjugarði: „hvort er ég heldur hann sem eftir lifir, eða hinn, sem dó.“ Ég þykist þekkja þessa til- finningu og við hana fær fólk illa ráðið. Að lokum vil ég senda Ás- geiri, Gísla og Karen, barna- börnum, skyldfólki og vinum þeirra mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Leifur A. Símonarson. Sigurlína er dáin. Þessi duglega og kraftmikla kona varð að lúta í lægra haldi fyrir elli kerlingu. Við hjónin kynntumst Ásgeiri og Línu þeg- ar börnin okkar rugluðu saman reytum sínum. Margar ánægju- stundir höfum við átt með þessu góða fólki. Lína var hvílíkur dugnaðar- forkur að þótt hún ætti við ýmsa kvilla að stríða stoppaði það ekki að hún framkvæmdi það sem hún ætlaði sér. Hún hafði gaman af að ferðast bæði innanlands og utan. Ég hafði mikla ánægju af að fá þau í heimsókn og sína þeim umhverfi okkar. Samverustund- irnar á Ljótsstöðum eru líka ógleymanlegar og þar var ým- islegt brallað. Þýskalandsferðin með fjöl- skyldunni stendur þó upp úr. Þar deildum við saman íbúð og kynntumst en betur. Elsku Ásgeir, Gísli, Karen og börn. Okkar innilegustu samúð- arkveðjur til ykkar. Góð kona er gengin. Blessuð sé minning hennar. Ingigerður (Inga) og Baldur. Sigurlína Kristjánsdóttir Magnea Gestrún Gestsdóttir er fall- in frá. Æskuminn- ingar mínar tengj- ast margar hverjar Gestrúnu og fjölskyldu hennar. Gestrún var gift Guðbrandi (Braga) móðurbróður mínum sem lést fyrir rúmum átta árum. Það var ætíð mikill samgangur á milli fjölskyldnanna. Kíkt var í kaffi í Lyngbrekkuna og Máva- hlíðina, farið var í stuttar ferð- ir, og eru þá minnisstæðastar allar þær ferðir sem farnar voru til Þingvalla í lautina „okkar“ og nesti tekið með. Þau hjónin, ásamt börnum þeirra tveimur, Eygerði og Gesti, voru dugleg að ferðast og njóta náttúrunnar og varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að Magnea Gestrún Gestsdóttir ✝ Magnea Gest-rún Gestsdóttir fæddist 18. ágúst 1928. Gestrún lést 3. janúar 2017. Útför Gestrúnar fór fram 12. janúar 2017. vera af og til boðið með í þessar ferð- ir. Stundum voru það stuttar ferðir innanlands að sumri til og að vetrarlagi var farið á skíði í Bláfjöll. Gestrún var glæsileg kona, vel gefin og myndarleg í alla staði. Alin upp af einstæðri móður ásamt þremur systkin- um. Hún gekk í Kvennaskólann og vann eftir það í mörg ár í verslun Jóns Sigmundssonar á Laugavegi. Gestrún var heima- vinnandi á meðan börnin voru lítil en vann svo í mörg ár í versluninni Kosta Boda. Hún hafði næmt auga fyrir fallegum hlutum og bar heimili hennar þess glöggt vitni. Nú seinni ár- in hrakaði heilsu hennar og bjó hún á hjúkrunarheimilinu Mörk. Hún undi sér vel við lestur og hafði mjög góða frá- sagnargáfu hvort sem það var um æsku hennar, bókina sem hún var að ljúka við eða önnur hugðarefni. Hún var stálminn- ug og hafði áhuga á því sem fólkið í kringum hana var að fást við. Ég er þakklát fyrir að hafa verið samferða Gestrúnu í gegnum tíðina. Minning um góða konu lifir. Ásgerður Káradóttir. Það er með hlýhug sem ég minnist Magneu Gestrúnar Gestsdóttur, vinkonu minnar og samstarfskonu til fjölda ára. Leiðir okkar Gestrúnar lágu fyrst saman í Kvennaskólanum þegar við vorum á þrettánda aldursári þar sem með okkur tókst mikil og góð vinátta sem varað hefur alla tíð síðan. Gestrún var bæði traust og trygglynd vinkona. Hún var hlý og ráðagóð en líka hreinskilin og lá ekki á skoðunum sínum. Hún var fagurkeri og bjó sér fallegt heimili með Guðbrandi Ásmundssyni, eiginmanni sín- um. Þau voru glæsilegt par, höfðu bæði áhuga á listum og menningu, stunduðu útivist og ferðalög og voru samstíga í flestu því sem þau tóku sér fyr- ir hendur. Það var mikill fengur fyrir mig að fá Gestrúnu til liðs við mig í gjafavöruversluninni Kosta Boda, sem ég rak ásamt Má Egilssyni eiginmanni mín- um um margra ára skeið, enda hafði hún gott auga fyrir fal- legum listmunum. Hún var frá- bær í samstarfi og var umhug- að um að verslunin gengi sem best. Hún reyndist okkur hjónum afar vel, var framúrskarandi starfsmaður og lykilmanneskja í góðu gengi verslunarinnar en einnig stoð og stytta þegar á reyndi í rekstrinum. Í seinni tíð héldum við Gestrún góðu sambandi og þrátt fyrir veikindi og erfið- leika sem þeim fylgdu var hún alltaf jafn hlý, ráðagóð og áhugasöm um alla í kringum hana. Ég votta börnum Gestrúnar og fjölskyldum þeirra innilegr- ar samúðar. Guð geymi Gest- rúnu Gestsdóttur. Guðrún Steingrímsdóttir. Ekki er sjálfgefið að eignast góða nágranna en árið 1971 flutti Gestrún, sem við kveðjum hér í dag, í næsta hús við mig og tókst strax með okkur góður vinskapur sem varði alla tíð. Lóðir húsanna lágu saman og fyrsta sumarið tókum við Gestrún okkur skóflu og haka í hönd, grófum skurði, tíndum steina og gróðursettum tré. Flestir sem þekktu Gestrúnu sjá hana ekki fyrir sér með skóflu í hönd því hún fékk í vöggugjöf óvenjumikinn glæsi- leika og hefði hún sómt sér vel í tískuhúsum Evrópu. En hún valdi sér það hlutskipti að vera heimavinnandi húsmóðir í Kópavogi meðan börnin uxu úr grasi. Á þeim tíma voru konur heima í flestum húsum og drukkum við margan kaffisop- ann saman, bæði innandyra og utan. Og í minningunni var allt- af sól í Lyngbrekku. Einnig voru haldnar eftirminnilegar grillveislur, áramótapartí og fleira. Alltaf var jafn skemmtilegt að heimsækja Gestrúnu í Mörk. Þá dró hún upp sérríflösku og Kosta Boda-glös og við skál- uðum og spjölluðum um allt milli himins og jarðar. Gestrún var mikill fagurkeri, alltaf vel tilhöfð, í smekklegum fötum og hafði fallegt í kring- um sig. Verslunarstörf urðu starfsvettvangur hennar utan heimilis og naut hún þess að selja fallega hluti og vera í samskiptum við fólk. Guðbrandur maður Gestrún- ar lést fyrir nokkrum árum og viljum við fjölskyldan þakka þeim hjónum allar góðu stund- irnar og vináttu sem aldrei bar skugga á. Eyju, Gesti og fjöl- skyldum þeirra sendum við innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Gestrúnar. Svanlaug Torfadóttir (Svana). Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæru eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTJÖNU KRISTJÁNSDÓTTUR frá Hnífsdal, Grænumörk 2, Selfossi. Starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Selfossi, færum við hjartans þakkir fyrir góða og hlýlega umönnun. . Jens Hjörleifsson, Sigríður Jensdóttir, Bárður Guðmundsson, Elísabet Jensdóttir, Rúnar Hjaltason, Hjörleifur Jensson, Ólöf Jóna Þórarinsdóttir, Aðalheiður Jensdóttir, Halldór Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. Með þakklæti kveð ég Diddý. Ég var svo heppin að fá að kynn- ast henni og við áttum margar samverustundir síðustu misserin. Hún tók mér strax opnum örm- um, þegar við Lárus sonur hennar fórum að rugla saman reytum. Hún sýndi mér og börnum mínum kærleika frá fyrstu tíð. Í stóru sorginni minni huggaði hún mig: „Kristín mín, lífið heldur áfram.“ Já, hún vissi það þessi kona. Diddý hafði góða nærveru, hún var glettin og skemmtileg, auðvelt að flissa og hlæja með henni. Enda gerðum við það óspart þeg- ar við vorum tvær að skutlast eitt- hvert. Djúp og varanleg vinátta er dýrmætari en veraldlegar viðurkenningar, og allt heimsins gull og silfur. Henni þarf ekki endilega alltaf að fylgja svo mörg orð heldur gagnkvæmt traust og raunveruleg umhyggja. Kærleikur, sem ekki yfirgefur. (Sigurbjörn Þorkelsson.) Sigfríð Lárusdóttir ✝ Sigfríð Lárusdóttir fæddist11. ágúst 1938. Hún lést 30. desember 2016. Útför Sigfríðar fór fram 11. janúar 2017. Elsku Diddý, minning þín verð- ur mér „alltaf hrein og skír, og vekur hjá mér löngun til að vera öðrum góður og vaxa inn í him- ininn þar sem kærleikurinn býr“. Þín Kristín. Elsku amma okkar. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Takk fyrir allt sem þú hefur verið okkur. Nikulás, Hafdís og Lárus. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.