Morgunblaðið - 13.01.2017, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.01.2017, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2017 Skoðið úrvalið á dimmalimmreykjavik.is Laugavegi 53 | Sími 552 3737 Opið virka daga 10-18 og laugard. 10-17 DIMMALIMM Vinsælu útigallarnir og úlpurnar frá nú með 30% afslætti Úlpa kr. 15.5 5 nú kr. 10.916 Útigalli 17.8 5 nú kr. 12.527 Margir litir og gerðir Húfur, lambúsettur og lúffur 10% afsláttur Kolbrún Pálína Helgadóttir kolbrun@mbl.is Eigandi Transatlantic Sportsá til mín halda fyr-irlestur fyrir ungt fót-boltafólk og leitaði í kjöl- farið til mín með þessa hugmynd,“ segir Anna Sigurðardóttir, sálfræð- ingur og einn þriggja fararstjóra í glæsilegri heilsuferð til Ungverja- lands sem farin verður í maí. Með henni í för verða þær Melkorka Árný Kvaran, matvælafræðingur og íþróttafræðingur, og Sunna Guð- mundsdóttir, viðskiptafræðingur og líkamsræktarþjálfari. Vinkonur frá aldamótum Þær Anna, Melkorka og Sunna eru allar með tveggja tuga farsæla reynslu sem þjálfarar og hóptíma- kennarar en það er hinsvegar ekki það eina sem tengir þær því þær hafa einnig verið vinkonur um árabil. „Við Sunna kynntumst í Aerobic Sport fyrir mörgum árum og svo bættist Melkorka í hópinn þegar við kenndum allar í Planet Sport. Við höfum verið saman í saumaklúbbi síðan þá eða í um sautján ár og þekkjum því vel inn á hver aðra, sem kemur sér vel í svona verkefni.“ Vinkonurnar eru allar sammála um mikilvægi þess að rækta sál og líkama til að takast á við verkefni lífs- ins en það er einmitt þráður þessarar ferðar. Ævintýralegt umhverfi Umgjörð ferðarinnar sem er hugsuð fyrir konur á öllum aldri er hin glæsilegasta en gist verður á fimm stjörnu hóteli í fallegu sveita- þorpi rétt fyrir utan Búdapest. „Okkur langaði að fara á stað sem innihéldi í raun allt á svæðinu og að við þyrftum ekki að fara neitt annað til að láta okkur líða vel og okk- ur tókst svo sann- arlega að finna hinn fullkomna stað til þess, en spa og slök- unarsvæði hótelsins er um það bil 10.000 fermetrar og býður upp á 22 sundlaugar, heita potta utan sem inn- andyra og margar tegundir af sauna og gufubaði sem er mikil upplifun fyr- ir alla spa-unnendur. Einnig er um- hverfið í kringum hótelið ævin- týralega fallegt og því tilvalið til gönguferða, útiveru og sólbaða.“ Dekurvika fyrir pabbana Anna segir ferðina hugsaða sem hleðslu og dekur og að tímasetn- ingin sé engin tilviljun en hún verður dagana 29. maí til 5. júní. „Þetta er fullkominn tími til þess að hlaða batteríin áður en börnin ljúka skólagöngunni og púsl sumars- ins hefst sem er oft og tíðum afar krefjandi.“ Anna bendir á að það sé öllum mæðrum hollt að fá frí frá daglegu amstri, skyldum og störfum en að þær eigi það til að setja sig í síðasta sæti. „Þetta er oft svolítið skref fyrir mömmuhjörtun.“ Samtals eiga þær Anna, Mel- korka og Sunna 10 börn og því aug- ljóst að þetta er hægt. „Pabbarnir geta litið á þetta sem dekurviku fyrir sig og börnin sín og notið þess að hlúa að samböndum sín- um við þau. Í leiðinni dekra þeir við konuna sína og því óhætt að segja að allir græði. Í raun eru öll sambönd að ræktast; konan ræktar sjálfa sig, eig- inmaðurinn ræktar konuna og börnin rækta samband sitt við pabbann og þakklætið skilar sér í allar áttir.“ Sjálfskoðun og slökun Anna segir dagskrána ekki ein- vörðungu snúast um hreyfingu því að þetta verði heildræn ferð fyrir huga og líkama. „Þarna verður hreyfing fyrir bæði þær sem vilja krefjandi morgunsprikl til að starta deginum og hinar sem vilja fara hægar af stað en samt fá næringuna og vellíðanina sem fylgir hreyfingu. Einnig mun ég bjóða upp á sjálfstyrkinga vangavelt- ur ef svo má segja, og svolitla sjálfs- skoðun fyrir þær sem það kjósa. Svo verður gott úrval af mjúkri og góðri Þakklætið skilar sér í allar áttir Vinkonurnar og mæðurnar þær Anna Sigurðardóttir, Melkorka Árný Kvaran og Sunna Guðmundsdóttir hafa sett saman ferð fyrir konur á öllum aldri sem vilja rækta líkama og sál í fallegu umhverfi. Þær segja að á meðan móðirin stígi út af heimilinu sé kjörið tækifæri til að rækta öll sambönd innan fjölskyldunnar. Sálfræðingur Anna Sigurðardóttir er einn fararstjóra ferðarinnar. Dekur Á meðan konurnar láta dekra við sig í útlandinu, rækta feður barna þeirra samband sitt við börnin heima fyrir. Allir ættu því að vera ánægðir. „Pabbarnir geta litið á þetta sem dekurviku fyrir sig og börnin sín og notið þess að hlúa að samböndum sínum við þau.“ Ekki er það einvörðungu fullorðna fólkið sem skellir sér á hin ólíkustu námskeið í byrjun nýs árs, heldur er einnig margt í boði fyrir börnin. Ótrúlegur fjöldi ólíkustu námskeiða fyrir börn er sem betur fer í boði, bæði fyrir hvers konar hreyfingu en einnig sem tengjast andlegri iðkun, hvort sem það er tónlist eða eitt- hvað annað. Á vefsíðunni www.kli- fid.is kemur fram að hlutverk Klifs- ins sé að efla og hvetja einstaklinga til að tileinka sér skapandi hugsun og trú á eigin getu og þannig þróa með sér hæfni til þess að mæta þörfum framtíðarinnar. Námskeiðin eru bæði fyrir börn og fullorðna og þar hefst 17. janúar námskeiðið Fjársjóðsleitin, sem er sjálfstyrking- arnámskeið fyrir börn á aldrinum 7- 10 ára. Það leita þau að sínum innri fjársjóði og styrkleikum. Námskeið- inu er ætlað að styrkja sjálfsmynd barna og bæta líðan þeirra og vel- ferð. Skráning á klifid.is Vefsíðan www.klifid.is Morgunblaðið/Eggert Börn Öll börn ættu að vera full sjálfstrausts og gott að leiðbeina þeim í því. Til að styrkja sjálf barnanna Hljómsveitina Helter Skelter skipa nokkrir forfallnir Bítlaaðdáendur sem með spili sínu segjast heiðra hina goðsagnakenndu hljómsveit Bítlana, eða The Beatles, en hana segja þeir vera bestu rokkhljómsveit sögunar. Helter Skelter spilar tónlist Bítlanna og flytur heilar plötur meðfram því að spila tónleika með blönduðu efni. Helter Skelter skipa þeir Hlynur Ben, Ingvar Valgeirsson, Hannes Friðbjarn- arson, Brynjar Páll Björnsson, Birgir Þórisson og Þorgils Björgvinsson. Vegna mikillar eftirspurnar hafa þeir ákveðið að halda „Revolver“ tónleika á Hard Rock Café Reykjavik, Lækj- argötu 2A í kvöld föstudag kl. 22. Í tilkynningu kemur fram að þeir ætli þar að leika alla Revolver-plötuna frá upphafi til enda og segja sögur af þessu skringilega tímabili fjórmenn- ingana þegar hún kemur út, sumarið 1966. Einnig munu þeir spila lög sem spanna feril The Beatles. Helter Skelter spilar á Hard Rock Café Reykjavik í kvöld Ætla að flytja plötuna Revolver í heild sinni Reuters Bítlarnir Þessir kappar gerðu allt vitlaust á sínum tíma og ærðu marga stúlku. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Línudans er frábært fyrirbæri þar sem ekki er nauðsynlegt að hafa dansfélaga, því fólk stendur jú í línu og dansar slíkan dans. Þetta er hin besta leið til að stunda hreyfingu, njóta góðs félagsskapar og kántrí- tónlistarinnar sem dansað er við. Fyrir þá sem njóta þess að dansa línudans er aldeilis tækifæri til að dansa í kvöld, föstudag, því blásið verður til alvöru línudansleiks á skemmtistaðnum Spot við Bæjarlind 6 í Kópavogi. Dragið því fram kúreka- stígvélin, smellið ykkur í gallabuxur og setjið hatt á höfuð, svo stemn- ingin sé nú eins og hún á að vera. Ballið hefur yfirskriftina: Línudans með Jóa, því danskennarinn Jóhann Örn Ólafsson ætlar að leiða dansinn, en hann hefur verið ötull línudans- kennari. Ballið hefst kl. 20, allir eru velkomnir og kostar 2.900 kr. inn. Endilega … Morgunblaðið/Ómar Línudans Hann hentar fólki á öllum aldri og er frábær leið til hreyfingar. … skverið ykkur í kántrígallann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.