Morgunblaðið - 13.01.2017, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.01.2017, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2017 www.gilbert.is SJÓN ER SÖGU RÍKARI ! Dagur B. Eggertsson borgarstjóriog Hjálmar Sveinsson, formað- ur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, tjáðu sig einum rómi í gær um að svo virtist sem litlu munaði á skoðunum nýs samgönguráðherra og þeirra sjálfra um Reykjavíkurflugvöll.    Þetta er umhugs-unarvert og full ástæða fyrir ráð- herrann að velta þess- um viðbrögðum meiri- hlutans í Reykjavík fyrir sér.    Jón Gunnarsson sam-gönguráðherra hefur talað með allskýrum hætti um að Reykjavík- urflugvöllur verði í Vatnsmýrinni í næstu framtíð og að þar þurfi að hefja uppbyggingu. En orð ráðherrans hafa bersýnilega ekki verið nægilega skýr fyrir meirihlutann í Reykjavík. Hver skyldi skýringin vera á því?    Ekki þarf að efast um vilja Dagsog Hjálmars til að misskilja Jón á þennan veg, en fleira kemur til.    Það þarf að tala enn skýrar.    Nauðsynlegt er að ríkisvaldið takiaf skarið um að í Vatnsmýrinni verði flugvöllur og að ekki standi til að breyta því.    Þá þarf að liggja fyrir að flugvöll-urinn eigi að vera í fullri starf- semi og verði ekki lokað að hluta. Þetta felur í sér að neyðarbrautin verði opnuð á ný.    Ekki er ástæða til að efast um aðráðherrann sé þessarar skoð- unar. Nú er tímabært að eyða óviss- unni. Nauðsynlegt að eyða misskilningi STAKSTEINAR Dagur B. Eggertsson Jón Gunnarsson Veður víða um heim 12.1., kl. 18.00 Reykjavík -6 skýjað Bolungarvík -6 alskýjað Akureyri -11 léttskýjað Nuuk 0 skýjað Þórshöfn -1 snjóél Ósló 1 léttskýjað Kaupmannahöfn 2 léttskýjað Stokkhólmur 1 snjókoma Helsinki -3 snjókoma Lúxemborg 3 alskýjað Brussel 5 rigning Dublin 2 léttskýjað Glasgow 1 skúrir London 5 rigning París 6 rigning Amsterdam 5 skúrir Hamborg 3 léttskýjað Berlín 3 skýjað Vín 2 skýjað Moskva -7 snjóél Algarve 17 heiðskírt Madríd 11 heiðskírt Barcelona 14 heiðskírt Mallorca 16 léttskýjað Róm 6 rigning Aþena 7 heiðskírt Winnipeg -18 alskýjað Montreal 3 rigning New York 12 heiðskírt Chicago -4 snjókoma Orlando 23 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 13. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:59 16:15 ÍSAFJÖRÐUR 11:32 15:52 SIGLUFJÖRÐUR 11:16 15:34 DJÚPIVOGUR 10:35 15:38 Sóknarprestur og formaður sóknar- nefndar Hafnarfjarðarkirkju harma að þjófnaður í kirkjunni hafi verið tengdur við tiltekna aðila, eins og AA-fólk sem sækir fundi í Góðtempl- arahúsinu sem er skammt frá kirkj- unni. Í Morgunblaðinu í gær var haft eftir Ottó R. Jónssyni, staðarhaldara í Hafnarfjarðarkirkju, að fólk af ýmsu sauðahúsi sækti fundina og tengdi hann þjófnaðina jafnvel við „óprúttna aðila“ í þeim hópi. Í sömu frétt var það haft eftir Helga Gunn- arssyni, lögreglufulltrúa í Hafnar- firði, að ekkert samband væri á milli fólksins sem sækir fundina og þjófn- aðanna. Í yfirlýsingu frá Jóni Helga Þór- arinssyni, sóknarpresti Hafnarfjarð- arkirkju, og Magnúsi Gunnarssyni, formanni sóknarnefndar kirkjunnar, segir: „Vegna ummæla kirkjuvarðar Hafnarfjarðarkirkju sem birtust í Morgunblaðinu 12. janúar harma undirritaðir að kirkjuvörðurinn tengi þjófnað í Hafnarfjarðarkirkju við ákveðna aðila, eins og AA fólk sem sækir fundi í Góðtemplarahús- inu, sem er í nágrenni kirkjunnar. Slík ummæli eru særandi og óviðeig- andi og biðjum við hlutaðeigandi af- sökunar á þeim. Í samræmi við boð- skap Jesú Krists styður Hafnar- fjarðarkirkja uppbyggilegt starf AA samtakanna enda starfa slíkir hópar m.a. í Hafnarfjarðarkirkju.“ Segja AA-fólk ekki tengjast þjófnaði  Sóknarprestur og formaður sóknarnefndar biðjast afsökunar á ummælum Morgunblaðið/Ómar Hafnarfjarðarkirkja Þjófnaðir þar eru sagðir ótengdir AA-fundum. Verðið á fyrsta minkaskinnaupp- boði ársins hjá Ko- penhagen Fur var heldur lægra en var í lok síðasta sölu- tímabils en þó að- eins yfir meðtaltali ársins. Megnið af framboðnum skinn- um seldist. Íslensk- ir minkabændur selja skinn sín á danska uppboðinu. Janúaruppboðið er ekki stórt og oft hefur verið óvissa með árangurinn þar. Forstjóri danska uppboðshúss- ins telur verðið ásættanlegt í upphafi sölutímabils. Minnir Jesper Ugger- høj á að offramleiðsla hafi verið á minkaskinnum síðustu ár og verðið lágt. Ennþá sé offramboð á mark- aðnum og þess vegna sé ekki mikil samkeppni um skinnin. Hann leggur áherslu á að byrjunin á söluárinu sé samt sem áður talsvert betri en á síð- asta ári. Reiknað er með að 26 milljón minkaskinn verði boðin upp hjá Kopenhagen Fur í ár og að staðan skýrist betur í næsta mánuði. helgi@mbl.is Slök byrjun á sölutíma- bili skinna Minkur Skinnin eru seld til Kína.  Verðlækkun á minkaskinnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.