Morgunblaðið - 13.01.2017, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.01.2017, Blaðsíða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2017 Patriots Day Patriots Day er þriðja myndin í röð þar sem Peter Berg leikstýrir Mark Wahlberg. Líkt og við á um fyrri myndirnar tvær, Lone Survivor og Deepwater Horizon, byggir Patriots Day á sönnum atburðum. 15. apríl 2013 sprungu tvær sprengjur með tólf sekúndna milli- bili við mark maraþonhlaupsins í Boston með þeim afleiðingum að þrír áhorfendur létu lífið og 264 slösuðust, margir mjög alvarlega. Myndin fjallar um það sem gerðist næst og næstu daga á eftir þegar árásarmannanna var ákaft leitað. Aðrir leikarar í aðalhlutverkum eru Michelle Monaghan, Kevin Ba- con og John Goodman. Rotten Tomatoes: 79% Metacritic: 71/100 Live by Night Bannárin í Bandaríkjunum sköp- uðu grundvöll fyrir arðbært svarta- markaðsbrask með áfengi sem um leið var vatn á myllur skipulagðra glæpasamtaka og margra einstak- linga sem langaði að efnast fljótt og mikið. Einn þeirra var Joe Coughlin sem Ben Affleck leikur, en hann leikstýrir jafnframt mynd- inni. Hún er gerð eftir einni af skáldsögum Dennis Lehane. Í öðr- um aðalhlutverkum eru Scott Eastwood, Zoe Saldana, Sienna Miller, Chris Messina, Elle Fanning og Chris Cooper. Rotten Tomatoes: 34% Metacritic: 49/100 Hjartasteinn Hjartasteinn er fyrsta kvikmynd leikstjórans Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd, en meðal fyrri verka hans eru verð- launastuttmyndirnar Ártún og Hvalfjörður. Myndin fjallar um vin- áttu drengjanna Þórs og Kristjáns, sem alast upp í fámennu sjávar- þorpi. Á kynþroskaskeiðinu breyt- ist líf þeirra þegar annar þeirra verður hrifinn af stúlku á sama tíma og hinn uppgötvar að hann ber ástarhug til vinar síns. Sagan í myndinni mun að hluta til sótt í reynslubanka Guðmundar Arnars. Hjartasteinn hefur þegar verið sýnd á fjölda hátíða erlendis við góðar viðtökur og sópað að sér verðlaunum. Hún var fyrsta ís- lenska kvikmyndin til að keppa á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum, þar sem hún vann Queer Lion- verðlaunin. Þeir Baldur Einarsson og Blær Hinriksson, sem fara með hlutverk Þórs og Kristjáns í mynd- inni, voru valdir bestu leikararnir á kvikmyndahátíðinni í Marrakesh í Marokkó. Í öðrum aðalhlutverkum eru Diljá Valsdóttir, Katla Njáls- dóttir, Jónína Þórdís Karlsdóttir, Rán Ragnarsdóttir, Nína Dögg Fil- ippusdóttir, Sveinn Ólafur Gunn- arsson og Søren Malling. Klám í Reykjavík Kvikmyndinni Klám í Reykjavík eða Reykjavík Porno er lýst sem norrænni rökkurmynd. Forvitinn nemandi lætur setja sig úr jafnvægi við að horfa á klám á netinu. Í framhaldinu leggur nemandinn, sem heitir Ingvar og ættaður er ut- an af landi, upp í hefndarför í myrkasta skammdeginu í Reykja- vík. Þá þrjá daga sem myndin ger- ist býður höfuðborgin upp á ískald- ar kringumstæður fyrir hefndina. Ingvar vélar Laufeyju, drykk- felldan leigusala sinn, til þátttöku í þráhyggju sinni um nýja foreldra- klámsíðu sem ungir táningar hafa komið á fót. Leikstjóri og höfundur er Graeme Maley. Í aðalhlut- verkum eru Ylfa Edelstein, Albert Halldórsson og Þuríður Blær Jó- hannsdóttir. Myndin er leikin á ís- lensku. Bíófrumsýningar Hryðjuverk, bannár, æskuást og klám Lögreglumaður Mark Wahlberg fer með aðalhlutverkið í Patriots Day. 18 ára dóttir Michaels Jackson heitins, Paris, segist óskaplega móðguð yfir því að hvítur leikari hafi verið fenginn til að leika föð- ur hennar í nýrri sjónvarpsmynd, Urban Myths, sem framleidd er af Sky Arts-sjónvarpsstöðinni og hef- ur að geyma nokkrar stuttar sög- ur sem allar eru sk. borgarmýtur eða flökkusögur úr þéttbýli. Leikarinn sem á í hlut er hinn enski Joseph Fiennes, en hann hefur m.a. leikið í kvikmyndunum Shakespeare in Love og Eliza- beth. Í myndinni fer Jackson í bíl- ferð með leikkonunni Elizabeth Taylor og leikaranum Marlon Brando frá New York til Los Angeles, í kjölfar hryðjuverka- árásanna á Tvíburaturnana í New York. Fiennes hefur sjálfur sagst hafa verið furðu lostinn þegar honum var boðið hlutverkið enda er fátt líkt með þeim Jackson. Paris skrifaði á samskiptavefinn Twitter að hana langaði mest að kasta upp eftir að hafa séð mynd- ir af Fiennes í hlutverki Jacksons. Fiennes olli Paris ógleði Afkáralegur Fiennes í hlutverki Jacksons í sjónvarpsmyndinni. Myndin gerist á bannárunum í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í Boston árið 1926, og fjallar um hóp einstaklinga sem lifir og hrærist í heimi skipulagðrar glæpastarfsemi. Metacritic 51/1010 IMDb 7,2/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.50 Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00, 22.40 Sambíóin Kringlunni 17.00, 20.00, 22.20, 22.50 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.50 Sambíóin Keflavík 20.00 Live By Night Rogue One: A Star Wars Story 12 Uppreisnarmenn fara í leið- angur til að stela teikning- unum af Helstirninu. Metacritic 66/100 IMDb 8,3/10 Laugarásbíó 22.25 Sambíóin Álfabakka 17.00, 20.00, 22.20, 22.50 Sambíóin Egilshöll 17.10, 20.00, 22.45 Sambíóin Kringlunni 17.00, 20.00, 22.50 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.50 Passengers 12 Aurora og Jim eru farþegar um borð í geimskipi sem er að flytja þau til annarra plánetu þar sem þau munu hefja nýtt líf. Skyndilega vakna þau í svefnhylkjunum, 90 árum á undan áætlun. Metacritic 41/100 IMDb 6,8/10 Smárabíó 17.10, 19.30, 22.30 Háskólabíó 20.50 Borgarbíó Akureyri 17.50 The Great Wall 16 Hann er einn af mögnuðustu afrekum mannkynsins. Það tók 1.700 ár að byggja þenn- an 8.800 km langa múr. Metacritic 36/100 IMDb 6,0/10 Laugarásbíó 20.00, 22.15 Sambíóin Keflavík 22.45 Smárabíó 19.50, 22.45 Borgarbíó Akureyri 22.20 Assassin’s Creed 16 Callum Lynch grípur inn í sögulega atburði á tímum spænska rannsóknarrétt- arins. Hann er afkomandi hins vígfima Aguilar sem ásamt félögum sínum barð- ist gegn óréttlæti. Metacritic 36/100 IMDb 6,7/10 Sambíóin Keflavík 22.45 Smárabíó 19.50, 22.10 Háskólabíó 21.10 Borgarbíó Akureyri 22.20 Monster Trucks 12 Tripp, miðskólanemi, dreym- ir um að komast í burtu úr bænum sem hann ólst upp í. Hann byggir sér Ofur Jeppa úr ýmsum dóti og gömlum bílum. Metacritic 37/100 IMDb 5,6/10 Sambíóin Álfabakka 15.20, 17.40 Sambíóin Egilshöll 17.40, 22.10 Sambíóin Akureyri 17.40 Sambíóin Keflavík 17.30 Fantastic Beasts and Where to Find Them Ævintýri Newt Scamander í leynilegu samfélagi norna og galdramanna í New York. Bönnuð yngri en 9 ára. Metacritic 66/100 IMDb 7,7/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 Sambíóin Egilshöll 20.00 Office Christmas Party 12 Metacritic 42/100 IMDb 5,7/10 Sambíóin Kringlunni 20.00 Allied Metacritic 60/100 IMDb 7,2/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.50 Patriot’s Day 16 Metacritic 70/100 IMDb 7/10 Patriots Day segir frá Ed Davis, yfirlögregluþjóni Boston borgar, og atburð- unum í kring um sprengju- tilræðið í Boston Maraþon- inu 2013. Sambíóin Keflavík 20.00 Háskólabíó 18.00, 21.00 Hjartasteinn Smárabíó 16.40, 17.00, 18.00, 20.00, 22.10 Háskólabíó 21.00 Why Him? 12 Metacritic 38/100 IMDb 6,5/10 Smárabíó 17.30, 20.00, 22.30 Collateral Beauty Sagan fjallar um mann, sem eftir mikinn harmleik í lífi hans, lendir í mikilli sálar- og tilvistarkreppu. Metacritic 24/100 IMDb 6,2/10 Sambíóin Álfabakka 17.40, 20.00, 22.50 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.40 Syngdu Kóalabjörninn Buster hefur mikið verið að spreyta sig í skemmtanageiranum. Metacritic 60/100 IMDb 7,3/10 Laugarásbíó 17.00, 17.00, 20.00 Sambíóin Álfabakka 15.00, 17.30 Sambíóin Keflavík 17.30 Smárabíó 15.15, 17.30 Borgarbíó Akureyri 17.50 Vaiana Metacritic 81/100 IMDb 8,3/10 Sambíóin Álfabakka 15.00, 17.30 Sambíóin Egilshöll 17.30 Sambíóin Kringlunni 17.40 Sambíóin Akureyri 17.40 Tröll Metacritic 45/100 IMDb 6,8/10 Smárabíó 15.30 Sjöundi dvergurinn Sambíóin Álfabakka 15.40 Embrace of The Serpent Metacritic 82/100 IMDb 8,0/10 Bíó Paradís 20.00 Gimme Danger Bíó Paradís 22.00 Lion Metacritic 68/100 IMDb 7,9/10 Háskólabíó 18.10 Bíó Paradís 17.30 Eiðurinn 12 Morgunblaðið bbbbb IMDb 7,7/10 Bíó Paradís 17.45 Captain Fantastic Metacritic 72/100 IMDb 8,1/10 Bíó Paradís 22.30 Fjallkóngar Háskólabíó 18.10 Graduation Bíó Paradís 17.30, 22.00 Klám í Reykjavík Bíó Paradís 20.00 Wayne’s World Bíó Paradís 20.00 Kvikmyndir bíóhúsannambl.is/bio Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.