Morgunblaðið - 13.01.2017, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.01.2017, Blaðsíða 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2017 Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is 40 ára Stýrðu birtunni heima hjá þér OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18 Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Íslensk framleiðsla eftir máli Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku PLÍ-SÓL GARDÍNUR Frábær lausn fyrir hallandi og óreglulega glugga Jólatré hafa gegnt hlutverki sínuinnanhúss í bili og flest ef ekki öll sveitarfélög, nema það fjölmennasta, sjá sóma sinn í því að koma þeim á endurvinnslustöðvar. Borgarstjóri er samur við sig, þegar almenn þjón- usta við íbúa er til umræðu, og aug- lýsir að endurvinnslustöðvar Sorpu taki við trjánum endurgjaldslaust. x x x Flest ef ekki öll sveitarfélög, fyrirutan það fjölmennasta, annast sorphirðu samkvæmt sorphirðu- dagatali. Íbúar í Reykjavík, sem verða að vera með tunnur innan- húss, verða að vera á varðbergi og fylgjast með sorpbílum á hverjum degi í hverfinu ætli þeir að losna við sorpið. x x x Einhverjir hafa fylgt ráðleggingumborgarstjóra og haft tunnur úti í veðri og vindum í þeirri von að þær verði tæmdar áður en þær fjúka um koll og sorpið fýkur út um allt. Oftar en ekki verður þeim ekki að ósk sinni eins og ruslið um víðan völl ber með sér. Sumir hafa reyndar að- stoðað borgarstjóra með því að slá botninn úr ruslafötum við gangstíga, sem sýnir að líkur sækir líkan heim. x x x Eins og allir vita er borgarstjóri ámóti bílum og öllu sem þeim til- heyrir. Liður í útrýmingunni er að halda ekki við götum, hvað þá að hreinsa þær og næsta umhverfi. Ætla má að í huga borgarstjóra þríf- ist íbúarnir best í rusli og skít og því sé það hagur allra að aðlagast drull- unni. x x x Til þess að auðvelda aðlögunina ergötulýsing í höfuðborginni víða í lágmarki. Í gamla daga voru menn framsýnir og settu upp ljósastaura við götur. Þeir eru þar enn en borgarstjóri gætir þess að ekki sé kveikt á öllum perum. Með því dreif- ir hann flugum í einu feilhöggi, gest- ir og gangandi, að ekki sé talað um akandi, sjá illa út úr augum myrk- ursins vegna, skíturinn þrífst sem best hann getur og jólatrén fjúka stefnulaust um borgina. Það eru allt- af jólin hjá borgarstjóra. vikverji@mbl.is Víkverji Jesús svaraði: „Já, því sælir eru þeir sem heyra Guðs orð og varðveita það.“ (Lúk. 11:28) Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... taka frá fyrir hana bílastæði á rigningar- kvöldi. AF HVERJU ELTA HUNDAR HLUTI SEM ÞEIR VILJA EKKI NÁ Í RAUN OG VERU? HRÓLFUR, HALTU Í HÖNDINA MÍNA MEÐAN Á LEIKRITINU STENDUR! JÁ, ELSKAN… HVERS VEGNA SVONA ÞÉTT TAK? ÞVÍ AÐ SÍÐAST VARSTU HLAUPINN ÚT ÁÐUR EN FYRSTI ÞÁTTURINN ENDAÐI! „BREYTUM ÞESSU Í „AÐ EILÍFU“. „UM ALDUR OG ÆVI“ ER FULLÞUNGT Í VÖFUM OG DRAMATÍSKT.“ „ÉG VEIT EKKI HVERNIG ÞÉR TEKST AÐ BORÐA ALLT SEM ÉG ELDA OG ÞYNGJAST SAMT EKKI UM GRAMM.“ ÁI! RITSTJÓRI 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það getur reynst nauðsynlegt að leggja hlustir við því sem fólk segir, þótt ekki sé það fagurt. Sjálfstraust þitt mun verða öðrum innblástur og gæfan fylgir þér. 20. apríl - 20. maí  Naut Ekki vera of yfirþyrmandi í samskiptum þínum við smáfólkið í dag. Nýja tunglið í dag er ákjósanlegt tækifæri til að íhuga hvað þú getur gert til að gera heimilislífið dægilegra. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Tengsl myrkursins og ljóssins eru góð líking fyrir afturkippinn sem þú hefur fundið fyrir. Hristu upp í rútínunni. Allir sem eru í þínum innsta hring eru þar af tiltekinni ástæðu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Fólk virðist þrasgjarnt í dag en sýnir í raun bara ýtni. Sinntu þeim sem þú vilt halda en vertu óhræddur við að skera á önnur sem þér finnst lítið til koma. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Sestu niður, búðu til óskalista og láttu hann síðan verða að veruleika. Þú nærð ár- angri en færð ekki endilega viðurkenningu, enda er það ekki takmarkið núna. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Farðu eftir hugboði þínu í fjármálum en forðastu þó að taka óþarfa áhættu. Stundum ganga hlutirnir vel og stundum ekki. 23. sept. - 22. okt.  Vog Nú ferðu að uppskera árangur erfiðis þíns bæði í einkalífi og starfi. Láttu smámuni ekki eyðileggja fyrir þér daginn. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ef þú og félagi þinn eruð ósam- mála um hvernig eyða eigi peningunum skul- ið þið ræða málin til hlítar. Vertu á höttunum eftir betri aðstæðum, þannig kemstu að raun um það. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Hvað sem þú ert að reyna að framkvæma skiptir samkvæmnin mestu máli. Stuðningur ættingja getur reynst drjúg hjálp. Reyndu að létta undir með félaga þín- um. 22. des. - 19. janúar Steingeit Fjölskyldusamkomur gætu orðið fjörugar í dag. Ekki vera hræddur við að skemmta þér við eitthvað sem virðist ómerkilegt í upphafi. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Að kjósa peninga eða hluti fram yfir fólk veit aldrei á gott. Við þörfnumst öll uppörvunar ástríkra lærimeistara. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú vilt endilega vera nálægur ein- hverjum af yfirborðslegum ástæðum – að því er virðist vera. Vertu þolinmóður. Stjörnuspá Ármann Þorgrímsson varð 85 árasl. þriðjudag 10. janúar og sendir Vísnahorn honum bestu kveðjur af því tilefni og þakkar hon- um líflegan og góðan skáldskap. Ár- mann „horfði til baka“ á Leir á af- mælisdaginn: Hugur mig til baka bar bjartar lýsa minningar áttatíu árin þar eru og fimm til viðbótar. Sigmundur Benediktsson sendi Ármanni hamingjuóskir á Leir: Hugarþel til heilla fer heft í litla stöku. Bið að gæfan beri þér blóm á lífsins vöku. Virkjar jafnan vísan þín vandans mat og gaman, hógvær kerskni, háð og grín hrærð af snilli saman. Oft þú getur létt mér lund lipri stöku hlynur. Lifðu heill um langa stund Leirsins tryggi vinur. Ingólfur Ómar tók undir heilla- óskirnar: Þinn fær hróður angri eytt andansgróður seður. Slyngum ljóðabrandi er beitt bögur góðar kveður. Hann bætti við í gær: „Fullt tungl var í kvöld:“ Kylja næðir kraumar sær kögur rís á öldu. Mánaskini mildu slær á marardjúpin köldu. Og í gær sagði Ármann á Leirn- um: „Komið að viðhaldi… :“ Vandamálin virðast smá velt hef þyngri steinum en gangtruflanir greina má geng nú bara á einum. Hólmfríður Bjartmarsdóttir leik- ur sér hér undir limrulagi: Gunnar Benjamín átti ekki eina einustu krónuna neina Í happdrætti hann þessi hálfviti vann á miðann sem stal hann frá Steina Sömuleiðis leikur Páll Imsland sér þegar hann heilsar leirliði „svona rétt áður en stjórnin skellur á. Limra (ekki í tilefni þess), en vonum samt að ræður stjórnarinnar verði ekki brenndar marki Hermundar“: Hermundur Ljótsson á Læk, löngum hann hafði þann kæk, að ljúka upp kjafti og lúðra af krafti, en röddin var skrykkjótt og skræk. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Afmæliskveðjur til hag- yrðings og limruleikur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.