Morgunblaðið - 13.01.2017, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.01.2017, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2017 www.VBL.is REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 KEÐJUVIÐGERÐAREFNI OG KEÐJUTANGIR Keðjurnar eru til á allar gerðir vinnuvéla, vöru- og flutningabifreiða, dráttarvéla og lyftara FRAMÚRSKARANDI NORSKAR KEÐJUR Hlekkir • Keðjulásar • Krækjur • Krókar Krossbandakeðjur • Ferkantakeðjur • Þverbandakeðjur Mottukeðjur • Zik-zak keðjur • Zik-zak keðjur Keðjurnar eru til í mörgum gerðum og í öllum mögulegum stærðum Guttormur Sigbjarn- arson jarðfræðingur lést á hjúkrunarheim- ilinu Droplaug- arstöðum þriðjudaginn 10. janúar sl., 88 ára að aldri. Foreldrar Guttorms voru Sigbjörn Sigurðs- son bóndi og Jórunn Anna Guttormsdóttir húsfreyja í Rauðholti. Hann fæddist í Rauð- holti í Hjaltastaða- þinghá hinn 23. júní 1928. Guttormur varð stúdent frá Menntaskólanum á Ak- ureyri 1952 og lauk BA-prófi frá Há- skóla Íslands 1961. Hann var kenn- ari við Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1956-1963 en þá fór hann til fram- haldsnáms í Ósló. Hann lauk cand.- real. prófi í jarðfræði frá háskól- anum í Ósló 1967 en hafði þá dvalið eitt misseri við vatnafræðinám í Bandaríkjunum. Sem sérfræðingur í vatnafræðirannsóknum starfaði Guttormur hjá Raforkumálastofnun sem síðar varð Orkustofnun. Hann varð síðar forstöðumaður og deild- arstjóri jarðkönnunardeildar Orku- stofnunnar. Ásamt rannsókn- arstörfum starfaði Guttormur sem stundakennari við Menntaskólann við Hamrahlíð og síðar jarðfræðiskor Háskóla Íslands. Síðustu starfs- ár hans voru við Hið ís- lenska náttúrufræði- félag. Guttormur var virkur í félagsmálum og ritstörfum. Guttormur kvæntist Guðbjörgu Karls- dóttur 14. júlí 1956. Börn Guttorms og Guðbjargar eru Hjör- leifur, f. 3. nóvember 1955, vélfræðingur og Margret, f. 24. janúar 1957, leiklist- arfræðingur. Fyrir átti Guðbjörg soninn Karl Björnsson, f. 29. febrúar 1948, húsasmíðameistara. Guðbjörg lést 7. júlí 1971. Eftirlifandi eiginkona Guttorms er Áslaug Kristjánsdóttir, f. 17. ágúst 1936, frá Felli í Bisk- upstungum, þau giftust hinn 3. apríl 1977. Áslaug á eina dóttur, Þóru B. Hafsteinsdóttur, f. 14. október 1957, hjúkrunarfræðing. Barnabörn Guttorms eru 13 tals- ins og barnabarnabörnin 13. Guttormur verður jarðsunginn frá Háteigskirkju mánudaginn 16. jan- úar og hefst athöfnin kl. 13.00. Andlát Guttormur Sigbjarnarson Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Allir þeir sem leita þjónustu á bráðamóttöku geðsviðs Landspít- alans fá þar viðtal þar sem vandi og veikindi hvers og eins eru greind og beint í viðeigandi úræði. Hins vegar er aðeins í 20% tilvika þörf á innlögn á sjúkradeild. Allir sem metnir eru í bráðri sjálfsvígs- hættu, eða eru í bráðu geðrofi, eru lagðir inn þótt aðrar aðstæður geti líka ráðið. Fullyrðingar um að fólki sé vísað frá án þess að fá þar hjálp eru ekki réttar. Hins vegar fær fólk ekki alltaf þá þjónustu sem það hefur gert sér væntingar um, svo sem innlögn á deild, enda er fagfólks að meta slíkt. Þetta segja María Ein- isdóttir, framkvæmdastjóri geð- sviðs, og Hrönn Harðardóttir sem er teymisstjóri á bráðamóttöku geðsviðsins. Neita að viðurkenna vandann Tilefni samtals við Maríu og Hrönn er ályktun frá aðstand- endahópi samtakanna Hugarafls þar sem bornar eru brigður á að allir sem á bráðamóttökuna við Hringbraut Landspítala koma fái þar úrlausn sinna mála. Margir leiti ekki þangað fyrr en fokið sé í flest skjól. Dæmi séu um að fólk sem hefur ýmist reynt að taka eig- ið líf eða er með hugmyndir um slíkt sé vísað frá og þurfi því að gista fangageymslur lögreglu. Megi jafna þessu við að fólki með hjartaáfall sé vísað burt af bráða- deild. „Þegar yfirmaður geðdeild- arinnar neitar að viðurkenna það fyrir sjálfum sér og öðrum að þjón- ustustigið sé lakara en það er í raun og veru, flýtur hann sofandi að feigðarósi,“ segir Hugarafl. Innlögn er íþyngjandi inngrip Á degi hverjum koma á bilinu 10-30 manns á bráðamóttöku geð- deildar Landspítalans við Hring- braut. Fólk er misjafnlega á sig komið og veikindin misalvarleg. „Við höfum á undanförnum árum notað viðmið sem gilda þegar tekin er ákvörðun um þjónustu við sjúk- ling. Stundum er innlögn á deild óumflýjanleg, þó ekki sé nema í skamman tíma. Í öðrum tilvikum teljum við innlögn óþarfa eða að ástand fólks geti beinlínis versnað við slíkt því vist á lokaðri deild get- ur verið mjög íþyngjandi inngrip. Í þeim tilvikum bendum við fólki á aðrar leiðir sem bjóðast, svo sem heilsugæsluna, sérfræðilækna og sálfræðinga á stofum og fleira,“ segir María Einisdóttir sem telur aðgengi að bráðamóttökunni afar rúmt. Allir fái þar viðtöl, flestir innan tveggja klukkustunda. Til samanburðar má benda á að bið eftir tíma hjá heimilislækni getur verið nokkrar vikur. „Einstaklingar sem leita geð- sviðs með sjálfsvígshugsanir, eru metnir vandlega og alltaf lagðir inn ef þeir eru taldir í bráðri sjálfs- vígshættu, segir María. „Þeir sem ekki eru taldir í bráðri hættu eru endurmetnir daginn eftir eða næstu daga, byggt á áhættumati.“ Bæta áhættumat og auka eftirfylgni „Geðsjúkdómar geta líkt og önn- ur veikindi verið lífshættulegir,“ segir Hrönn Harðardóttir. „Sjálfs- víg er harmleikur sem snertir okk- ur öll og erfitt er að vinna úr. Stöð- ugt er leitast við að bæta áhættu- mat á sjálfsvígshættu og auka eftirfylgni með aukinni bráðaeft- irfylgd með þeim sem ekki eru lagðir inn brátt, en þurfa þjónustu innan viku. Er þetta eftirfylgd til skemmri tíma, þar sem fer fram mat á einkennum, stuðningur, meðferð og tilvísun í önnur úrræði. Öllum sem ekki er vísað í bráðaeft- irfylgd er beint í aðra þjónustu.“ Sú fullyrðing að á geðdeildinni sé fólki neitað um þjónustu er var- hugaverð að mati Hrannar. „Þessi málflutningur er til þess fallinn að skapa vantrú á heilbrigðiskerfið og óöryggi meðal sjúklinga. Umræða sem ekki byggist á staðreyndum fer hins vegar stundum af stað þegar fólk fer héðan ósátt eða hreinlega ef skjólstæðingur vill ekki nýta sér þá þjónustu sem býðst. Slíkt eru þó algjör und- antekningartilvik,“ Skapar bæði vantrú og óöryggi  Engum er vísað frá geðsviði Landspítalans, segja yfirmenn  Þjónustan er á stundum ekki sú sem sjúklingar vænta  Fólk sem er í bráðri sjálfsvígshættu eða bráðu geðrofi er alltaf lagt inn Morgunblaðið/Sigurður Bogi Landspítalinn Hrönn Harðardóttir teymisstjóri, til vinstri, og María Einisdóttir sem er framkvæmdastjóri geðsviðs. Á síðustu misserum hefur verið talsvert um að hælisleitendur og flóttafólk leiti til geðsviðs Land- spítalans. Fólk þetta kemur með- al annars frá Makedóníu, Afgan- istan og Sómalíu og hafa fulltrúar geðsviðs fundað með forsvarsmönnum Útlend- ingastofnunar, Reykjavík- urborgar og fleirum hvernig sinna megi því sem best. „Sumir þessara skjólstæðinga hafa verið í svelti eða sjálfsvígs- hættu og margir glíma við áfallastreituröskun. Oft er þetta fólk sem hefur upplifað hræði- lega hluti og bíður lengi í óvissu hvort það fái stöðu flóttamanns á Íslandi. Þessi hópur krefst sér- hæfðar þjónustu, þar sem vand- inn er oft flókinn og annar skiln- ingur á geðrænum vanda miðað við íslensk viðmið,“ segir Hrönn Harðardóttir sem telur mik- ilvægt að heilbrigðisþjónusta við þennan hóp verði efld. Það megi gera með því að setja á laggirnar sérhæft geðteymi. „Við höfum lent í vanda þegar enginn hérlendur túlkur talar þjóðtungu sjúklings. Nú erum við komin í samskipti við alþjóðlega túlkaþjónustu í Lundúnum þar sem starfar fólk mælt á flestar tungur heimsins. Sé hér Sómali er alltaf einhver mæltur á sómal- ísku á túlkastöðinni ytra sem á símafundi snarar af því máli yfir á enskuna sem við skiljum. Jú, það er sannarlega dýrt og tíma- frekt að sinna þessu fólki, en hjá slíku verður ekki komist í fjöl- þjóðlegu samfélagi,“ segir Hrönn Harðardóttir. Svelti og áfallastreita HÆLISLEITENDUR Í ÞÖRF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.