Morgunblaðið - 13.01.2017, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2017
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
FráfarandiBanda-ríkja-
forseti, Barack
Obama, hélt
nokkurs konar
kveðjustund í
heimaborg sinni Chicago í
vikunni. Þar fór hann yfir
afrek sín í embætti með
þeim silkitón sem umheim-
urinn hefur vanist, bæði
innanlands og utan. Við-
spyrna Bandaríkjanna í
efnahagsmálum, bætt sam-
skipti við Kúbu og Íran,
heilbrigðismál og hjóna-
bönd samkynhneigðra voru
þar á meðal og eignaði
Obama sér þetta allt á listi-
legan hátt, hvort sem inni-
stæða var fyrir því öllu eða
ekki.
Umfram allt minnti hinsta
ræðan í forsetastóli áheyr-
endur á þá sem Obama flutti
á kosninganótt 2008, þegar
ljóst var að hann hefði náð
kjöri, eða jafnvel á fyrri inn-
setningarræðu hans, þar
sem hann fjallaði um verk-
efnin sem framundan væru.
En þrátt fyrir alla skrúð-
mælgina er þó erfitt að
horfa framhjá því, að spor
Obama í mannkynssöguna
verða líklega minni en von-
ast var til.
Obama náði kjöri á erf-
iðum tímum fyrir Bandarík-
in og Bandaríkjamenn, þar
sem sundrung milli repú-
blikana og demókrata virt-
ist vera í hámarki. Hann
ætlaði sér að binda enda á
það ástand, að hægt væri að
tala um „rauð“ ríki eða
„blá“, sem stæðu andspænis
hvor öðrum. Þrátt fyrir
þetta hefur sundrungin í
bandarískum stjórnmálum
aukist enn meir, svo að nán-
ast virðist hægt að tala um
að hatur ríki á milli fylk-
inga.
Að einhverju leyti krist-
allast það í breytingum
þeim í heilbrigðismálum
sem kallaðar eru Obama-
care í daglegu tali. Forset-
inn nýtti sér sterka stöðu í
upphafi kjörtímabilsins til
þess að knýja í gegn umdeilt
mál án samráðs við repú-
blikana. Um leið færði hann
þeim vopn í hendurnar, mál
sem þeir gátu notað til þess
að auka kjörfylgi sitt, og
hvorug fylkingin gat hugsað
sér nokkra málamiðlun. Og
Obama er ekki farinn úr
embætti þegar nýkjörin öld-
ungadeild er tekin til við að
nema Obama-
care-lögin úr
gildi að svo miklu
leyti sem mögu-
legt er.
Eftir löng og
erfið stríð í Mið-
Austurlöndum hafði ímynd
Bandaríkjanna erlendis
skaðast. Obama lappaði
vissulega upp á hana með
því einu að vera kjörinn, og
hlaut að launum friðar-
verðlaun Nóbels. Í ljósi
þeirrar óvissu og ólgu sem
ríkir í alþjóðamálum við lok
Obama-tímans er endanlega
staðfest að sú útnefning var
með öllu ótímabær og
óverðskulduð. Heimurinn er
hættulegri staður en hann
var árið 2008. Obama getur
ekki sloppið undan að bera
hluta af ábyrgðinni á því.
Í staðinn fyrir að tryggja
heimsfrið og stöðugleika
veikti Obama til lengri tíma
stöðu Bandaríkjanna sem
helsta stórveldis heimsins,
sér í lagi með því að taka
ekki af skarið í málefnum
Sýrlands. Þar stendur upp
úr hótun Obama gegn Assad
um alvarlegar afleiðingar
þess að beita efnavopnum,
sem síðan var ekki staðið
við. Bandamenn jafnt sem
andstæðingar Bandaríkj-
anna hlutu að spyrja, fyrst
ekkert var að marka orð
risaveldisins í þessu, hvað
væri að marka þau í öðrum
efnum?
Með orðum sínum og æði
skildi Obama eftir tómarúm
víða í alþjóðaskipaninni,
sem Rússar og Kínverjar
hafa reynt að fylla eftir
fremsta megni. Og afrek
hans á sviði alþjóðamála eru
léttvæg. Kjarnorkusamn-
ingurinn við Íran, sem
Obama hreykir sér svo mjög
af, er umdeildur heima fyr-
ir, þar sem klerkastjórnin
hefur sýnt lítið sem bendir
til þess að hún muni hlíta
honum að fullu. Þá er ekk-
ert víst um það hvort bætt
samskipti Bandaríkjanna
við einræðisstjórnina á
Kúbu muni halda áfram eft-
ir að Obama hverfur á
braut.
Það var svo sem ekki við
öðru að búast en að Obama
myndi valda vonbrigðum,
slíkar voru væntingarnar.
En fáir gátu ímyndað sér að
svo lítið myndi standa eftir
af öllum loforðunum þegar
Obama yfirgæfi Hvíta hús-
ið.
Væntingarnar voru
miklar fyrir átta
árum. Vonbrigðin nú
eru þeim mun meiri}
Arfleifð Obama
F
rjáls viðskipti eru meðal þess sem
ný ríkisstjórn hyggst leggja
áherzlu á í utanríkismálum, líkt
og allajafna hefur verið raunin til
þessa. Því ber að fagna. Bjarni
Benediktsson forsætisráðherra sagði í samtali
við mbl.is, eftir undirritun stjórnarsáttmálans
á þriðjudaginn, að hann gerði ráð fyrir að
áfram yrði haldið á sömu braut í þeim efnum.
„Við höfum verið að ná mikilvægum fríverzl-
unarsamningum tvíhliða og síðan höfum við
líka á vettvangi EFTA verið að þrýsta á fjöl-
þjóðlega samninga.“
Bjarni sagðist ekki sízt horfa til Bandaríkj-
anna í þessum efnum. „Ég held að það séu
tækifæri í því til dæmis ef við fengjum opnun
gagnvart Bandaríkjunum. Þá vil ég benda á
það að við höfum verið að fella niður tolla og að-
flutningshindranir og að því leytinu til ættum við ekki að
reynast viðsemjendum okkar mjög erfiðir.“ Beinir tollar
skipta vissulega máli þegar rætt er um fríverzlun en hafa
hins vegar haft minna vægi í seinni tíð, ekki sízt eftir til-
komu Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO).
Tilkoma WTO leiddi til þess að beinir tollar lækkuðu
verulega en fríverzlunarviðræður síðan hafa fyrst og
fremst snúizt um óbeinar viðskiptahindranir. Einkum
regluverk sem er ólíkt á milli ríkja eða markaðssvæða og
er oft á tíðum beinlínis hugsað til þess að vernda innlenda
framleiðslu gegn utanaðkomandi samkeppni. Ein helzta
hindrunin í viðskiptum á milli Íslands og Bandaríkjanna
er ekki beinir tollar heldur slíkar óbeinar við-
skiptahindranir. Einkum vegna EES-
samningsins.
Helzta viðfangsefni fríverzlunar-
viðræðnanna á milli Bandaríkjanna og Evrópu-
sambandsins, sem voru í andarslitrunum áður
en ljóst varð að Donald Trump yrði næsti for-
seti Bandaríkjanna, voru einmitt slíkar óbeinar
viðskiptahindranir. Til að mynda ólíkar reglur
um öryggisstaðla og innihaldslýsingar. Slíkar
hindranir í boði aðildar Íslands að EES-
samningnum hafa gert viðskipti á milli Banda-
ríkjanna og Íslands erfiðari og jafnvel að engu.
Fjölmörg dæmi eru um þetta.
Þannig eru dæmi um að fyrirtæki hér á landi
hafi dregið verulega úr innflutningi frá Banda-
ríkjunum og að erlend fyrirtæki hafi hætt við
að flytja inn vörur þaðan af sömu ástæðum.
Talsverð kaldhæðni felst í því að EES-samningurinn, sem
ætlað var að greiða fyrir viðskiptum við Evrópusam-
bandið, skuli reynast í vaxandi mæli hindrun í viðskiptum
við önnur markaðssvæði eins og Bandaríkin.
Tímabært er einfaldlega að skipta EES-samningnum út
fyrir nútímalegan og víðtækan fríverzlunarsamning sem
tekur ekki aðeins til vöruviðskipta, líkt og þeir samningar
sem voru í boði þegar hann var gerður, heldur þess sem
máli skiptir í alþjóðlegum viðskiptum í dag. Samning sem
tæki einungis til viðskipta við Evrópusambandið og væri
því ekki hindrun í viðskiptum við aðra heimshluta.
hjortur@mbl.is
Hjörtur J.
Guðmundsson
Pistill
Viðskiptafrelsi
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Bæjarstjórinn á Akranesisegir brýnt að hefjasthanda við breikkunVesturlandsvegar á
Kjalarnesi. Umferð hefur aukist
mikið síðustu ár og segir bæjarstjór-
inn að hann anni ekki umferðinni á
álagstímum kvölds og morgna auk
þess sem slysahætta sé vegna þess
og slæmra akstursskilyrða.
Umferðin um Vesturlandsveg
og Hvalfjarðargöng hefur aukist
mikið síðustu árin og hefur aldrei
verið meiri. Margir fara um þennan
veg daglega, Akurnesingar og Borg-
firðingar sem vinna á höfuðborgar-
svæðinu og starfsmenn verksmiðj-
anna á Grundartanga, sem koma úr
Reykjavík. Umferðin er sérstaklega
mikil snemma á morgnana og síð-
degis. Umferðin er hæg á þessum
tímum enda segir Regína Ásvalds-
dóttir, bæjarstjóri á Akranesi, að
vegurinn anni ekki umferðinni. Þá
skapast hætta vegna slæmra akst-
ursskilyrða; vegna rása í veginum,
dimmviðris og vindstrengja undir
Esjunni.
Óvissa um fjármögnun
Áform eru um að aðskilja akst-
ursstefnur á veginum úr norðan-
verðum Kollafirði og upp að Hval-
fjarðargöngum með breikkun
vegarins. Reiknað er með svoköll-
uðum 2 + 1 vegi á þessum kafla með
vegriði á milli. Framkvæmdin er inni
í tillögum að langtímaáætlun í sam-
göngumálum og í nýlega samþykktri
samgönguáætlun er gert ráð fyrir
700 milljóna króna framlagi til að
hefja framkvæmdir á árinu 2018.
Þessi áætlun er hins vegar ófjár-
mögnuð og þarf að auka mjög fjár-
veitingar til nýframkvæmda í ár og
næstu ár til þess að hægt verði að
ráðast í fjöldamargar nýfram-
kvæmdir sem áformaðar eru.
Í samgönguáætlun er einnig
gert ráð fyrir breikkun Vesturlands-
vegar í Mosfellsbæ og til þess ætl-
aðar rúmar 500 milljónir á árinu
2018. Vegurinn frá Þingvallavegi og
upp í Kollafjörð er í bið vegna óvissu
um Sundabraut sem áformað hefur
verið að fjármagna sérstaklega en
ekkert bólar á.
Með áframhaldandi aukingu
umferðar eru ekki nema tæp tvö ár í
það að umferðin um Hvalfjarðar-
göng nái því hámarki sem miðað er
við í neðansjávargöngum, eða 8.000
bíla umferð á dag. Þá verður að ráð-
ast í tvöföldun ganganna eða grípa
til annarra ráðstafana. Það verkefni
verður í höndum ríkisins því reiknað
er með að Spölur sem gróf göngin og
hefur rekið þau frá upphafi verði bú-
inn að greiða skuldir vegna fram-
kvæmdarinnar á næsta ári og af-
hendi ríkinu þá göngin.
Öryggi verði sett á oddinn
Fyrir nokkrum árum gerði
Spölur í samvinnu við Vegagerðina
rannsóknir og frumhönnun á tvö-
földun ganganna með nýjum göng-
um við hlið þeirra eldri. Upplýsing-
arnar voru settar saman í skýrslu
sem afhent var samgöngu-
yfirvöldum.
Framkvæmdin er ekki inni í
samgönguáætlun og eftir er að taka
pólitíska ákvörðun um það hvernig
eigi að fjármagna hana; með
áframhaldandi gjaldtöku
eða með því að smeygja
þeim inn í yfirfulla jarð-
gangaröð.
Regína bæjar-
stjóri kallar eftir
opinberri stefnumót-
un um framkvæmdir
í vegamálum á þessu
svæði þar sem umferð-
aröryggi verði sett á
oddinn.
Vesturlandsvegur
annar ekki umferð
Morgunblaðið/Ernir
Örtröð Umferðin um Hvalfjarðargöng mun með sama áframhaldi bráðlega
ná leyfilegu hámarki. Erfitt er að sjá til hvaða ráða þá er hægt að grípa.
,,Þar sem umferð um Hvalfjarð-
argöng er að aukast verulega
er ljóst að taka verður öryggis-
mál ganganna föstum tökum,“
segir í bókun sem bæjarráð
Akraneskaupstaðar samþykkti
á fundi sínum í gærmorgun.
Vísað er til þess að í reglu-
gerð frá árinu 2007 sem bygg-
ist á Evróputilskipun felst að
koma þurfi fyrir neyðargöngum
ef dagleg umferð um neðan-
sjávargöng nær 8 þúsund bíl-
um. Umferðin um göngin hefur
aukist hratt síðustu ár. Á mæli-
punkti Vegagerðarinnar við
göngin var meðalumferðin
6.400 bílar á dag. Bæjarráð
hvetur nýjan innanríkis-
ráðherra til að taka
þessi mál föstum tök-
um. Ráðið áréttar einnig
mikilvægi þess að hug-
að verði þegar að veg-
bótum á Vestur-
landsvegi og að
breikkun verði
flýtt.
Aðgerðir í ör-
yggismálum
BÆJARRÁÐ AKRANESS
Regína Ásvaldsdóttir