Morgunblaðið - 13.01.2017, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2017
✝ GuðlaugurGíslason fædd-
ist í Reykjavík 18.
desember 1935.
Hann lést á Land-
spítalanum Foss-
vogi 1. janúar
2017.
Foreldrar hans
voru Gísli V. Guð-
laugsson, f. 16.
janúar 1905, d. 19.
september 1995,
og Kristjana Jónsdóttir, f. 26.
október 1908, d. 17. mars 1994.
Systkini hans voru: Snorri, f.
4. janúar 1934, d. 2. mars 2011.
Anna, f. 28. janúar 1944, Þor-
leifur, f. 15. júní, 1944, og Una,
f. 8. nóvember 1945.
Guðlaugur kvæntist 5. októ-
júní 1998, og Sverrir Haukur,
f. 11. apríl 2001. Barnabarna-
börn Guðlaugs eru fimm tals-
ins.
Seinni kona Guðlaugs er
Sjöfn Sigurgeirsdóttir, f. 15.
mars 1939. Þau gengu í hjóna-
band 27. janúar 1990.
Guðlaugur hóf skólagöngu
sína í Lauganesskóla og lauk
þar skólaskyldu áður en leið
hans lá í Vélskóla Íslands, þar
sem hann útskrifaðist sem vél-
stjóri og vélvirki árið 1957. Að
námi loknu hóf hann störf í
Vélsmiðjunni Héðni og árið
1959 tók hann við starfi verk-
smiðjustjóra hjá Síldarverk-
smiðju Vopnafjarðar, þar sem
hann starfaði til ársins 1970.
Árið 1972 stofnaði hann
Steinbock þjónustuna ásamt
fleirum og starfaði þar sam-
fleytt þar til hann lét af störf-
um 70 ára gamall.
Guðlaugur verður jarðsung-
inn frá Kópavogskirkju í dag,
13. janúar 2017, klukkan 13.
ber 1957 Rann-
veigu Guðnýju
Pétursdóttur, f. 4.
apríl 1936, d. 29.
september 1985.
Börn þeirra eru:
1) Kristjana, f. 1.
mars 1955, maður
hennar er Vilberg
G. Helgason, f. 22.
maí 1955. Börn
þeirra eru Rann-
veig, f. 13. júní
1974, Arnar, f. 2. maí 1981, og
Anna Kristín, f. 23. febrúar
1988. 2) Gísli, f. 22. nóvember
1960, kona hans er Björg
Steinarsdóttir, f. 10. mars
1961, börn þeirra eru Guð-
laugur Steinarr, f. 13. apríl
1984, Kristín Alexandra, f. 1.
Okkar yndislegi pabbi.
Okkur langar til að þakka þér
fyrir allar þær góðu og fallegu
stundir sem við höfum átt saman
í gegnum tíðina. Það eru forrétt-
indi að hafa átt pabba eins og
þig, þú varst ótrúlega hjartahlýr
og góður maður sem vildi allt
það besta fyrir sitt fólk. Fjöl-
skyldan öll fékk að njóta góð-
mennsku þinnar og umhyggju og
það var þitt hjartans mál að öll-
um liði vel.
Það er svo óskaplega sárt að
hugsa til þess að þú sért nú far-
inn frá okkur, en minningarnar
um þig, elsku pabbi, munu ylja
okkur um ókomna tíð.
Þó sólin nú skíni á grænni grundu
er hjarta mitt þungt sem blý,
því burt varst þú kallaður á örskammri
stundu
í huganum hrannast upp sorgarský.
Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga
og góða
svo fallegur, einlægur og hlýr
en örlög þín ráðin – mig setur hljóða
við hittumst ei aftur á ný.
Megi algóður Guð þína sálu nú geyma
gæta að sorgmæddum, græða djúp
sár
þó kominn sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Höf. ókunnur)
Hvíl í friði, elsku pabbi,
Kristjana og Gísli.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Það var mikill eldhugi sem út-
skrifaðist úr Vélskóla Íslands ár-
ið 1957. Hér var á ferð dugnað-
arforkur, en Guðlaugur,
tengdafaðir minn, var aðeins 23
ára þegar honum bauðst starf
verksmiðjustjóra hjá Síldarverk-
smiðju Vopnafjarðar. Hann upp-
lifði síldarævintýrið fyrir austan
og hafði frá mörgu að segja frá
þeim tímum. Það átti síðar eftir
að koma í ljós hversu lánsamur
hann var við val sitt á lífstíð-
arstarfi því hann hafði ávallt
mikla ánægju af því sem hann
starfaði við.
Fyrirtækið sem hann og fé-
lagar hans stofnuðu fyrir 45 ár-
um átti eftir að vaxa og dafna í
þeirra höndum. Gísli, sonur
hans, gekk til liðs við þá félaga
árið 1981 en feðgarnir Guðlaug-
ur og Gísli, ásamt öflugum hópi
starfsmanna, byggðu upp ein-
staklega farsæl fyrirtæki. Þess-
um fyrirtækjum var Guðlaugur
sérstaklega stoltur af og þakk-
látur sínu fólki.
Guðlaugur var glaðlyndur og
bjartsýnn að eðlisfari, duglegur
og nægjusamur. Hann naut þess
að vera umkringdur sínum nán-
ustu og afa- og langafabörn nutu
góðs af hlýju hans og umhyggju.
Hann átti mjög gott með að sam-
gleðjast öðrum og veita hvatn-
ingu og hrós. Hann hafði sterkar
skoðanir á hlutunum en bar
ávallt virðingu fyrir skoðunum
annarra.
Guðlaug og Rannveigu,
tengdamóður mína, hitti ég fyrst
á heimili þeirra í Kópavogi fyrir
fjörutíu árum en þar gengu þau
undir nöfnunum Bói og Agga.
Ég fékk þar hlýjar móttökur og
heimsóknin er mér minnisstæð
því Agga var einstaklega hlát-
urmild og skemmtileg kona.
Missir fjölskyldunnar var mikill
þegar hún féll frá aðeins 49 ára
gömul. Það var mikil gæfa þegar
Guðlaugur kynntist Sjöfn, seinni
konu sinni. Fallegt heimili þeirra
bar vitni um einstaka smekkvísi
hennar.
Guðlaugur hafði yndi af garð-
rækt og stundaði hana af mikl-
um áhuga í frístundum sínum.
Hann var fróður um ræktun og
var ávallt fullur af eldmóði gagn-
vart nýjum verkefnum. Hvergi
hef ég séð fallegri klifurrós eða
bóndarós en hjá Guðlaugi. Nú í
svartasta skammdeginu eru fal-
legu rósirnar hans á svölunum í
fullum blóma.
Það var gott að leita til Guð-
laugs þegar við Gísli eignuðumst
garð. Hann var þó ekkert sér-
staklega ánægður með val
tengdadótturinnar á fyrsta trénu
þegar hún birtist með kræklótta
hrísluna. Smekkur fólks er mis-
jafn en Guðlaugi þótti beinvaxin
tré mun fegurri. Hann horfði því
smástund á tréð og sagði með
vorkunnarsvip en fullur um-
hyggju: „Þetta tré jafnar sig
sennilega á nokkrum árum.“
Hann hafði skilning á mætti
orðsins og neikvæðni var ekki til
í hans huga.
Ég er þakklát fyrir að hafa átt
samleið með tengdaföður mínum
um fjörutíu ára skeið. Mér þótti
afar vænt um það þegar hann
kallaði mig uppáhaldstengda-
dóttur sína um leið og hlýleg
glettni birtist í andliti hans sem
var bæði yndisleg og smitandi.
Hann hafði hlýja og góða nær-
veru og hans er og verður sárt
saknað.
Björg.
Þegar kveðjustundin rennur
upp er erfitt að horfa á eftir
manni eins og Guðlaugi sem
hafði mikil og djúp áhrif í kring-
um sig.
Ég kynntist Guðlaugi snemma
á lífsleiðinni þegar ég kynntist
dóttur hans, Kristjönu. Þá var
Guðlaugur nýkominn frá Vopna-
firði, þar sem hann hafði verið
verksmiðjustjóri á síldarárunum.
Þangað hafði hann farið ungur
maður, beint úr Vélskólanum í
miklar framkvæmdir á nýrri
verksmiðju sem hann rak í 10 ár.
Það kom alltaf sérstakt blik í
augun á honum þegar hann var
að segja manni frá sínum æv-
intýrum þar.
Eins var með sögurnar þegar
hann var að alast upp í Laug-
arnesinu hjá sínum yndislegu
foreldrum, Gísla og Kristjönu á
Laugarnesveginum. Það hefur
verið ævintýrastaður fyrir at-
hafnadreng, að alast upp í hverfi
sem var í uppbyggingu og her-
námsliðið var nánast í bakgarð-
inum. Það var alltaf gaman að
hlusta á sögurnar hans frá ung-
lingsárunum, þegar hann var að
gera upp gamla bíla, þá fóru
menn ekki í kaupfélagið að ná í
varahluti, það þurfti að smíða
hlutina sjálfur. Þetta hefur
ábyggilega mótað tengdaföður
minn mikið því hann var maður
sem framkvæmdi hlutina án
vafninga. Hvort sem þurfti að
smíða hlutina eða lagfæra, þá
kom hans snilldarhandbragð í
ljós.
Okkar samband hófst á mín-
um unglingsárum og ég fann
fljótt hvaða góða mann hann
hafði að geyma því hann hafði
einstaklega mikla umhyggju og
hjálpsemi fyrir sínu fólki. Þegar
maður sjálfur byrjaði að gera
upp gamla bíla og koma sér upp
íbúð var hann alltaf tilbúinn að
aðstoða án þess að vera spurður.
Þegar maður kveður tengda-
föður sinn, sem var í senn vinnu-
félagi til margra ára og mikill
vinur, þá koma upp í hugann all-
ar góðu stundirnar, heimsókn-
irnar í sumarbústaðinn og sam-
veran í Ameríku þar sem við
áttum góðar stundir saman á
golfvellinum og spjölluðum um
lífið og tilveruna þar sem kom
skýrt í ljós hvað hann var
ánægður með sitt lífshlaup.
Elsku Guðlaugur, takk fyrir
samfylgdina, þín verður sárt
saknað. Megir þú hvíla í friði.
Vilberg Helgason.
Þitt hjarta geymdi gullið dýra og
sanna,
að gleðja og hjálpa stærst þín unun
var.
Því hlaust þú hylli Guðs og góðra
manna
og göfugt líf þitt fagran ávöxt bar.
Ég blessa nafn þitt blítt í sál mér
geymi,
og bæn til Guðs mín hjartans kveðja
er.
Hann leiði þig í ljóssins friðarheimi,
svo lífið eilíft brosi móti þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Elsku afi Guðlaugur, hjarta-
hlýjasti maður sem við höfum á
ævinni kynnst. Þú varst alltaf
hress og kátur með bros á vör og
hafðir ávallt trú á okkur sem og
stoltur af öllu því sem við höfum
tekið okkur fyrir hendur. Við er-
um afar þakklát fyrir þau ár sem
við höfum fengið að njóta með
þér og munu góðar minningar
okkar aldrei gleymast.
Kristín Alexandra og
Sverrir Haukur.
Elsku yndislegi afi minn.
Erfitt er að lýsa því í orðum
hvað ég sakna þín mikið og mik-
ið ótrúlega er ég þakklátur fyrir
allar frábæru minningarnar sem
við eigum saman. Traustari og
betri afa er ekki hægt að finna.
Þú varst mér svo sterk fyr-
irmynd og munt alltaf verða. Þú
kenndir mér svo margt fallegt
sem ég ætla að taka með mér
áfram inn í lífið.
Minningarnar sem við eigum
saman eru ófár, þegar maður
kom í Vallargerði var alltaf tekið
vel á móti manni, maður fann
alltaf frá unga aldri hvað maður
var velkomin og hvað þér fannst
gaman að hitta mann og dunda
þér með mér.
Þér fannst svo gaman að sýna
manni hvaða plöntur þú varst að
rækta og ég vona að ég verði
jafn klár og þú í því þegar ég
verð eldri.
Ég á svo margar ótrúlega
margar fallegar minningar sem
ég geymi í hjartanu mínu.
Að koma í heimsókn upp í bú-
stað til ykkar á sumrin eða kíkja
í kaffi um helgar eru stundir sem
ég gleymi aldrei. Bara að fá að
hitta þig og ömmu og spjalla um
lífið og daginn.
Ég kveð þig með ást og mik-
inn kærleik í hjarta, elsku afi.
Ég á ávallt eftir að sakna þín og
hugsa til þín.
Þinn
Arnar.
Elsku yndislegi afi minn.
Það er svo erfitt að setjast
niður og skrifa minningargrein
því það er svo erfitt að sætta sig
við að þú sért farinn, ég hélt ég
hefði miklu meiri tíma með þér.
En mikið er ég þakklát fyrir tím-
ann sem ég fékk og allar minn-
ingarnar sem ég á með þér.
Þegar ég lít yfir allar
skemmtilegu minningarnar úr
æsku eru nokkrar ofarlega í
huga. Ég man alltaf að ár hvert
sótti afi mig, Adda bróður og
Gulla frænda á gamlársdag og
við fórum og keyptum flugelda.
Þetta var alveg einn af hápunkt-
um ársins, það sem maður
hlakkaði alltaf til. Milli sætanna í
bílnum voru Victory-mintur, sem
afi virtist alltaf eiga, ég bað alltaf
um þótt mér fyndist þær ekkert
sérstakar, þetta var bara eitt-
hvert sport af því að afi átti þær.
Þegar ég kom í heimsókn í
Vallargerðið góða fór ég aldrei
tómhent heim, afi gaf mér nefni-
lega alltaf pening, og það var
svona krabbapeningur, sem ég
lærði þó síðar meir að væri 50
krónur. Hann dró mann alltaf
svona til hliðar og læddi að
manni aur og maður mátti eng-
um segja. Í seinni tíð var hann
enn að læða að manni smá aur
við og við, stundum krabbapen-
ingi jafnvel.
Jólin í æsku voru líka alltaf
svo skemmtileg því við fjölskyld-
an eyddum alltaf aðfangadags-
kvöldi í Vallargerðinu. Afi las
alltaf á pakkana og vorum við
krakkarnir alltaf alveg upp við
hann, að farast úr spenningi auð-
vitað. Hann þóttist stundum lesa
vitlaust á pakkana, eða svona:
„Nei, bíddu, þessi pakki er til
Önnu, við skulum geyma hann
aðeins.“
Afi var mikil fyrirmynd, hann
var svo duglegur og hefur gert
svo margt til að vera stoltur af,
og hef ég einhvern veginn alltaf
verið frekar montin þegar ég
segi frá honum eða talar um
hann. Hlutirnir sem hann hefur
gert og hvernig maður hann var,
svo ótrúlega flottur bara.
Ég verð afa ævinlega þakklát
fyrir allt sem hann hefur gert
fyrir mig, svo ótrúlega góður,
hjálpsamur og traustur.
Ég kveð þig, elsku afi minn,
með mikinn söknuð og ást í
hjarta.
Þitt barnabarn,
Anna Kristín.
Guðlaugur átti sér sérstakan
virðingarsess hjá okkur æsku-
vinum Gísla, sonar hans. Við vor-
um stór vinahópur stráka í vest-
urbænum í Kópavogi sem
tengdumst sterkum böndum.
Þegar sá fyrsti í hópnum fékk
bílpróf breyttist margt og sjón-
deildarhringurinn stækkaði svo
um munaði. Við vinirnir höfðum
sérstaklega mikla þörf fyrir að
vera alls staðar; á sveitaböllum, í
Keflavík allar helgar á tímabili,
eilíft á rúntinum, sáum allar bíó-
myndir og við fórum á allar
útihátíðir. Til þessara eilífu
ferðalaga þurftum við bíl og
hann lagði pabbi hans Gilla okk-
ur til með bros á vör. Pabbar
okkar hinna áttu bíla en það
voru Opel, Rússajeppi og Mosk-
vich sem sköpuðu lítinn kvenna-
ljóma. Mest brúkuðum við
reyndar vinnubílinn hans Guð-
laugs, sem slapp til, hin þokka-
legasta Cortina 1600 skutbíl,
sem rúmaði vel sex til átta
(skráður fyrir fimm). Mjög
praktískur bíll fyrir okkur
drengina. Eftir að Guðlaugur var
búinn að puða ótal vinnustundir
og gera upp klessta glæsivagna
gátum við strákarnir stundum
skartað þeim; flottum BMW, að
ég tali nú ekki um Range Rover-
inn. Þá var hakan sko uppi hjá
okkar mönnum. Því miður tókst
okkur að valda Guðlaugi tals-
verðum ama og óþægindum því
við vorum svo fjári óheppnir
stundum. Klesstum Cortínuna,
brutum drifið á BMW-inum,
veltum annarri Cortínu, misstum
landa ofan í miðstöðina og skil-
uðum bílunum oft það bensín-
litlum að Guðlaugur komst ekki
hjálparlaust í vinnuna. Synda-
listinn var talsvert lengri. Þau
gátu því stundum verið þung
sporin þegar við strákarnir hitt-
um Guðlaug „eftir enn eina
óheppnina“. Hann horfði oft
mjög brúnaþungur á okkur en
aldrei skammaði hann okkur
blessaður. Eflaust hefur hann
brosað inni í sér og verið þakk-
látur fyrir að þessir kjánar kom-
ust alltaf ómeiddir frá þessu öllu
saman.
Það hefur verið aðdáunarvert
að horfa á hið nána feðgasam-
band Guðlaugs og Gísla. Þeir
voru ekki bara nánir feðgar
heldur vinir. Þeir hafa byggt
saman upp fyrirmyndarfyrirtæki
með ósérhlífni, sem er ótvíræður
vitnisburður um dugnað þeirra.
Það er í raun magnað að fyr-
irtækið sem byrjaði í skúrnum í
Vallargerði 8 skuli vera þetta
glæsilega fyrirtæki í dag, sem
stendur svo reisulegt úti á Kárs-
nesi.
Fráfall Guðlaugs var ótíma-
bært. Hann var hjartahlýr og
sýndi það oft með verkum sín-
um. Það eru þung spor fyrir litla
samheldna fjölskyldu, þau Gísla
og Kristjönu, maka þeirra og
börn, að kveðja þennan mæta
mann. Hans verður sárt saknað.
Fyrir hönd okkar strákanna
vil ég þakka Guðlaugi fyrir að
eiga svo drjúgan þátt í skapa
okkur allar þessar óteljandi
gleðistundir. Guð blessi minn-
ingu hans og veiti þeim styrk
sem sakna.
Jóhann R. Benediktsson.
Elsku afi minn.
Það var ekki hægt að óska sér
glaðlyndari, hjálpsamari og
elskulegri afa. Þú hafðir einstaka
nærveru og sást jákvæðar hliðar
á öllu í tilverunni. Ein af eft-
irminnilegustu minningunum
sem koma upp í hugann eru jólin
í Vallargerði þegar þú fékkst það
mikilvæga hlutverk að útdeila
jólagjöfum til okkar barnanna,
sem var alltaf mikill hápunktur
og gleymist seint. Alla tíð síðan
hefur þú gefið svo margt af þér
og hjálpað öllum í kringum þig
með stórt og smátt. Þú varst
ávallt tilbúinn með eitthvað til að
gleðja okkur barnabörnin, ís í al-
vöru brauðformi sem maður fékk
annars bara í ísbúð eða stórt
safn af leikföngum sem maður
gleymdi sér með tímunum sam-
an. Þú gerðir upp minn fyrsta bíl
þrátt fyrir að vera kominn á efri
ár og varst alltaf tilbúinn að
veita aðstoð og hjálp til allra og
krafðist einskis á móti. Ég man
þegar þú komst í heimsókn til
mín í síðasta skiptið.
Þú komst færandi hendi með
stóran bakarofn með helluborði í
fanginu svo við gætum nú eldað
mat áður en við fengum eldhús.
Þetta er lýsandi dæmi um þína
einstöku góðvild, alveg sama
hvort heilsan bauð upp á það eða
ekki. Það var alltaf eftirminni-
legt að fylgja þér um garðinn í
Vallargerðinu eða upp í sum-
arbústað fyrir austan fjall þar
sem þú ræktaðir grænmeti og
plöntur af miklum móð. Þú áttir
nefnilega einstaklega gott með
að láta allt dafna í kringum þig,
hvort sem það voru jurtir og tré
í garðinum eða fjölskyldan sem
ég veit að var þér svo kær. Hún
var hluti af garðinum þínum og
átti hug þinn allan.
Ég mun aldrei gleyma þér og
hvernig þú beiðst veifandi í
dyragættinni með bros á vör í
hvert skipti sem við kvöddum
þig og þangað til við vorum búin
að keyra út götuna. Þannig mun
ég minnast þín. Takk fyrir allt,
elsku afi, ég vona að ég nái að til-
einka mér allt það frábæra sem
einkenndi þig alla þína ævi.
Guðlaugur Steinarr Gíslason.
Guðlaugur
Gíslason
ÚTFARARÞJÓNUSTA
Vönduð og persónuleg þjónusta
athofn@athofn.is - www.athofn.is
ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919
Inger Steinsson
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs
eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa
og langafa,
REYNIS JÓSEPSSONAR,
Miðengi, Grímsnesi,
áður til heimilis að Langagerði 126,
Reykjavík.
.
Ingibjörg Harðardóttir,
börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.