Morgunblaðið - 13.01.2017, Blaðsíða 31
eyða í návist þessa fræðimanns
og fagurkera og hvernig hann
auðgaði tilveru mína um stund.
Ari Kr. Sæmundsen.
John Benedikz vinur minn er
allur. Það er erfitt að þurfa að
kveðja vini sína, ekki sízt þá
sem hafa verið lengi samferða
og eru manni kærir. John var
skarpgreindur, vel lesinn og vel
að sér í fræðunum, hafði frá-
bæra kímnigáfu, var skemmti-
legur og gefandi en hafði jafn-
framt hlýja nærveru. Hann var
heimsmaður og áhugamaður
um mat og vín og hafði góða
þekkingu á þeim geira. Hann
hafði sitt eigið lag á að gera sér
lífið notalegra og litríkara og
við vinir hans nutum oft góðs af
því. Hvar sem hann var stadd-
ur í heiminum fann hann til
dæmis sinn eigin kaffibar og
þar kynntist hann ævinlega
þjónum og öðru starfsfólki,
varð aufúsugestur og fékk per-
sónulega þjónustu vegna and-
rúmsloftsins sem skapaðist í
kringum hann. Sem læknir var
hann flinkur við greiningar á
sjúkdómum, ekki einvörðungu
á taugasjúkdómum. Hann var
lengi helzti sérfræðingur Ís-
lands í MS-sjúkdómnum og var
um árabil fulltrúi og baráttu-
maður þess hóps. Hann reynd-
ist sjúklingum sínum vel; marg-
ir þeirra hringdu heim til hans
á hvaða tíma dags sem var
vegna tilfallandi vandamála á
meðan hann vann enn klíníska
læknavinnu.
Við John áttum samferð yfir
langan tíma bæði sem sam-
starfsmenn og vinir. Hann tók
mig að sér sem stúdent; að elta
hann um ganga Landspítala var
upphafið að mínum læknisferli í
taugasjúkdómum. Síðar urðum
við vinnuvinir, stofnuðum mat-
arklúbb, skiptumst á skoðunum
um sjúkdóma og einkenni og
vináttan entist og entist í gegn-
um nær fjóra áratugi, lifði af
makaskipti og fjarvistir erlend-
is við nám og störf. Vinátta
okkar Johns var kannski sterk-
ust síðustu 10 ár á Íslandi áður
en ég flutti til Lundúna, þau ár
vorum við í Vínbarsklúbbnum
sem hittist reglulega á téðum
bar og var þá almennt glatt á
hjalla meðal okkar klúbbfélag-
anna. Systir mín og mágur
gengu í klúbbinn og héldu sam-
bandinu við John og aðra fé-
laga klúbbsins eftir að ég flutti
af landinu en taugin var áfram
sterk á milli okkar þótt endur-
fundir yrðu strjálli. Rósa eig-
inkona hans varð líka vinur
okkar og hennar er missirinn
mikill.
Henni og börnum hans sendi
ég samúðarkveðjur. Ég syrgi
John vin minn og sakna hans
en þakka um leið fyrir
skemmtilega og litríka sam-
fylgd í nær fjóra áratugi, lífið
er fátækara án hans.
Sigurlaug Sveinbjörns-
dóttir.
Í gamalli íslenskri lækninga-
bók sem sett var saman um
1500 af Þorbirni Jónssyni á
Kálfanesi, forföður Jóns lærða
Guðmundssonar, standa þessi
orð „Ypocras [þ.e. Hippocrates]
hét maður.
Hann var spekingur að viti
og spakastur lækna. Hann bauð
virktavinum sínum á andláts-
degi hans að þeir skyldi leggja
undir höfuð honum bækur hans
er leyndar lækningar voru á.“
Þessi klausa kemur mér jafnan
í hug, þegar ég heyri Johns
Benedikz getið. Mér er að vísu
ljóst að hann hafði ekki í hand-
raða leyndar lækningabækur,
en hann var einatt trúr hinum
forna en heiðna eiðstaf og líkn-
aði sjúkum og læknaði eftir
bestu getu allt til dauðadags
þegar sá sjúkdómur sem hann
hafði lengst barist við lagði
hann sjálfan að velli.
Ég kynntist John Benedikz
fyrst fyrir um það bil tveimur
áratugum. Mér hafði verið reik-
að eftir vinnu í vínstúku nokkra
rétt við dómkirkjuna. Þar sat
John út í horni einu með sitt
rauðvínsglas. Þá hvíslaði maður
nokkur að mér þessi lágvaxni
snaggaralegi maður væri sonur
Eiríks Benedikz, sendifulltrúa í
London, sem ég hafði kynnst
þar þegar ég var við nám og
störf í University College og
þar sem Eiríkur vann að ensk-
íslenskri orðabók. Eiríkur var
sjór sagna um hégómaskap og
aðra lesti íslenskra sendiherra
og kunni líka margt að segja
frá íslenskum sérvitringum sem
höfðu ílenst þar á 3. og 4. ára-
tug síðustu aldar. John Bene-
dikz var ekki líkur föður sínum
í sjón en ég varð fljótt var við
að frásagnarkætin var sú sama.
Við urðum brátt hinir mestu
mátar. John hafði setið við
enska menntabrunna, var raun-
ar hálfur Breti því að móðir
hans var ættuð úr Jórvíkur-
skíri. Og hugur Johns var ein-
att staddur einhvers staðar í
því landi. Honum var allt kært
sem var enskt; hann var jafn
vel að sér um krikket, ruðning
og enska osta- og matargerð.
Hann þekkti og gat lýst ensk-
um sportbílum frá stríðslokum.
Sjálfur hafði hann átt einn slík-
an og hafði ekið honum nær
bremsulausum um þrönga
sveitavegi á Suður-Englandi.
John Benedikz hafði numið
mestan part læknisfræða á
Englandi. Hann saknaði jafnan
þeirrar fræðilegu orðræðu sem
hann hafði þar vanist við og til-
einkað sér. Hann dró enga dul
á honum fannst lítið til um ís-
lensk vísindaleg skoðanaskipti
og honum þótti menn taka hér
gagnrýni um of persónulega.
Hann lagði ríka áherslu á að
heyra sérhvern sjúkling segja
frá sínum veikindum, e.t.v. voru
það hans leyndu lækningabæk-
ur.
John Benedikz var tvíkvænt-
ur. Fyrri kona hans var Ás-
gerður Hannesdóttir og áttu
þau saman fjögur börn. Seinni
kona hans er Rósa Kristín
Marinósdóttir og lifir hún
mann sinn. Síðustu misserin
sinnti hún honum af ástríki og
alúð. Nú er þessi öðlingur og
mannvinur allur. Ég þykist
þess fullviss að árnaðarmaður
þess sem öllu ræður muni beina
honum á þá braut sem færir
hann til æðri veralda.
Sverrir Tómasson.
Kveðja frá Tauga-
læknafélagi Íslands
„Ef þið eruð að drukkna í
þykkri sjúkraskrá sjúklings
með áratuga langa flókna sjúk-
dómssögu, ásamt útskýringum
sjúklings á því hvaða læknir
sagði hvað við hvern og hve-
nær, þá skuluð þið spyrja sjúk-
linginn: Hvernig voru allra
fyrstu einkennin þín?“
Þetta er eitt af mörgum gull-
kornum, sem John Benedikz
taugalæknir kenndi hópi
læknanema haustið 1978, en
flestir eldri læknar þekkja
John sem kennara og nutu
visku hans og þekkingar. Þetta
var okkar sannarlega gott veg-
arnesti.
John stundaði sérnám í
taugalækningum hjá einum
þekktasta kenniföður í tauga-
læknisfræði þess tíma, prófess-
or W.B. Matthews í Manchest-
er, og lærði þar breska
lækningahefð eins og hún ger-
ist best. Á Íslandi var John
frumkvöðull í rannsóknum á
MS og umönnun sjúklinga með
þann sjúkdóm.
John átti sér íslenskar og
breskar rætur. Bar hann ætíð
með sér sinn breska uppruna í
fasi, framkomu, kurteisi og
tungutaki. Nærvera hans ein-
kenndist af velvild, hlýju og
kímni. John umgekkst alla sem
jafningja og var dáður fyrir
umhyggju af sjúklingum sínum.
John var dyggur félagi í
Taugalæknafélagi Íslands, en
elstu félagar muna ekki eftir
fundi þar sem John mætti ekki,
berandi bindið með merki
MRCP (Member of the Royal
College of Physicians), en hann
hafði staðist inngöngupróf í fé-
lagið á námsárunum í Bretlandi
1967. Hann var kosinn Fellow
of the Royal College of Physic-
ans 1991. John kom síðast á að-
alfund félagsins vorið 2016,
með aðstoð ættingja. Hans
verður sárt saknað á fundum
okkar.
Hárbeitt enskuskot, ásamt
íslensku þar sem einbeittur
brotavilji virtist liggja að baki,
því John neitaði að beita ís-
lenskum málfræðireglum í hví-
vetna, gerðu hnitmiðaðar at-
hugasemdir hans enn beittari.
Oftar en ekki sáum við fé-
lagarnir fyrirlesarana gjóa aug-
unum að John á efri árum á
fremsta bekk á fræðslufundum
félagsins, með svip sem greini-
lega gaf í skyn miklar áhyggjur
af heilsu og líðan þessa aldraða
félaga. Þeim mun meiri varð
svo undrun þeirra þegar John í
lok erindis ræskti sig og kom
með skörpustu spurninguna,
sem með „no-nonsense“ orða-
lagi hitti beint í mark!
En John kenndi okkur yngri
félögum ekki bara taugalækn-
ingar. John var heimsborgari.
Með honum lærðum við að
meta ljúffengan mat, eðalvín og
stöku vindil. Hótel Holt kom
sér á sínum tíma upp fjöl-
breytilegu bragðsafni gæða-
viskí-tegunda. Sagt er að
bragðsafn þetta hafi til komið
eftir hugmynd og áeggjan fé-
laga okkar Johns.
Góðs vinar, kennara og
læknis verður minnst með virð-
ingu, þökk og söknuði. Tauga-
læknafélag Íslands vottar að-
standendum Johns Benedikz
innilega samúð sína.
Fyrir hönd félaga Johns í
Taugalæknafélagi Íslands,
Páll E. Ingvarsson
formaður.
Á köldum desemberdegi fyr-
ir 17 árum gekk vingarnlegur
læknir inn í sjúkrastofu, lagði
hönd sína þétt á handlegg og
sagði hughreystandi: „Ég heiti
John og ég mun fylgja þér alla
leið.“ Lítið vissi ég þá að þessi
hlýlegi og brosmildi maður ætti
eftir að hafa mikil áhrif á mig
og verða hluti af framtíð minni
í starfi og leik. Það voru mikil
forréttindi að njóta færni Johns
og visku á sviði læknavísind-
anna, fyrst sem sjúklingur og
síðar sem aðstoðarkona hans
við rannsóknir á MS-sjúkdómn-
um.
Ég lærði svo ótal margt af
elsku John sem þroskaði mig til
betri vegar en upp úr stendur
hlý vinátta sem var það dýr-
mætasta sem hann gaf mér.
Það er mikil gæfa að hafa
kynnst manni eins og John.
Hann var einstaklega góð og
djúpvitur manneskja sem skilur
eftir sig stór spor í hjarta
margra. John var og verður
ávallt ein af mínum helstu fyr-
irmyndum í lífinu. Hann stóð
við allt sem hann sagði við mig
fyrir 17 árum, hann mun fylgja
mér alla leið, nú í hjarta og
huga.
Hver minning dýrmæt perla að liðn-
um lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Elsku Rósa, við Kjartan
Haukur og fjölskyldan mín öll
sendum þér og fjölskyldunni
hugheilar samúðarkveðjur.
Megi Guð blessa minninguna
um einstakan mann.
Guðrún Þóra Jónsdóttir.
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2017
✝ Helga Björns-dóttir fæddist í
Kolgröf í Lýtings-
staðahreppi 11.
febrúar 1944. Hún
lést á Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja
29. desember 2016.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Þor-
björg Guðrún
Bjarnadóttir, f.
1919, d. 2008, og
Björn Jóhann Jóhannesson, f.
1905, d. 1970. Börn Þorbjargar
og Björns auk Helgu eru: Sigríð-
ur Hrefna, f. 1936, d. 1974, Rík-
arð Bjarni, f. 1939, Alda Snæ-
björt, f. 1946, d. 1994,
Ragnheiður Erla, f. 1947, Marinó
Björgvin, f. 1956, Efemía Guð-
björg, f. 1958. Fyrri maður Helgu
var Sigurður Kristinsson, f. 1939.
1985. Hann er kvæntur Ásdísi
Ingu Helgadóttur. Dóttir þeirra
er Ariel Arna. Langömmubörnin
eru orðin sex. Helga fluttist ung
frá Kolgröf í Skagafirði að Fjós-
um í Svartárdal í Austur-Húna-
vatnssýslu. Hún fluttist 17 ára
með fyrri manni sínum til Hólma-
víkur og stofnaði þar heimili. Þar
eignaðist hún þrjú elstu börnin
sín. Síðar flutti fjölskyldan til
Sauðárkróks og bjuggu þau þar
um nokkurt skeið. Eftir að þau
hjónin skildu flutti Helga til
Reykjavíkur og eignaðist þar
yngri syni sína. Fyrir u.þ.b. 25
árum flutti hún til Njarðvíkur
með seinni manni sínum og bjó
þar allar götur síðan. Þegar
Helga var barn að aldri greindist
hún með flogaveiki. Á meðan
heilsan leyfði vann hún aðallega
við umönnunarstörf.
Útför Helgu fer fram frá Ytri-
Njarðvíkurkirkju í dag, 13. jan-
úar 2017, og hefst athöfnin kluk-
an 13.
Þau skildu. Þau
eignuðust þrjú
börn: 1) Helga
Björk, f. 1962, gift
Kára Friðrikssyni.
Synir þeirra eru
Kári Snær og Mar-
íus Baldur. Dóttir
hennar af fyrra
hjónabandi er Jónea
Haraldsdóttir. 2)
Kristinn Sveinn, f.
1963. Börn hans eru
fjögur: Tinna Hrund, Lilja
Bjarklind, Sigurður og Kristinn.
Sambýliskona Kristins er Hjördís
Búadóttir. 3) Jóhannes Björn, f.
1966. Árið 1983 eignaðist Helga
soninn Hrafn, faðir hans er Helgi
Lárusson, f. 1936, d. 1997. Með
seinni manni sínum Jóhannesi
Björnssyni, f. 1925, d. 2002, eign-
aðist Helga soninn Einar Örn, f.
Ég horfi í gegnum gluggann,
á grafhljóðri vetrarnóttu,
og leit eina litla stjörnu,
þar lengst úti í blárri nóttu.
Hún skein með svo blíðum bjarma,
sem bros frá liðnum árum.
Hún titraði gegnum gluggann,
sem geisli í sorgartárum.
(Magnús Ásgeirsson)
Að leiðarlokum er margs að
minnast og margt að þakka. Ég
dáðist alltaf að því hvað þú varst
hörð af þér og jákvæð, hafðir ein-
stakt lag á að gera það besta úr
hlutunum. Ég er þakklátur fyrir
þá ljúfu samverustund sem við
áttum síðasta aðfangadagskvöldið
þitt. Þá óraði mig ekki fyrir
hversu stutt væri í kveðjustund-
ina. Takk fyrir allar góðu stund-
irnar, hjartahlýjuna og umhyggj-
una við börnin mín.
Þegar æviröðull rennur,
rökkvar fyrir sjónum þér,
hræðstu eigi, hel er fortjald,
hinum megin birtan er.
Höndin, sem þig hingað leiddi,
himins til þig aftur ber.
Drottinn elskar, Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
(Sigurður Kristófer Pétursson)
Þinn sonur,
Kristinn Sveinn.
Helga Björnsdóttir hefur lokið
vegferð sinni hér á móður jörð yfir
í annan heim þar sem hún dvelst
meðal ástvina sinna.
Helga var elskuleg kona og
segja má að léttlyndi og jákvæðni
einkenndu hana. Stundum er talað
um að tiltekin manneskja hafi
sterka persónueiginleika, hún sé
gömul sál.
Helga Björnsdóttir var gædd
þessum persónutöfrum og útgeisl-
un hennar og glaðværð snerti alla
sem umgengust hana.
Helga var sambýliskona pabba
okkar, Jóhannesar Björnssonar,
til margra ára og bjuggu þau í
Ytri-Njarðvík. Þau áttu einn son
saman, Einar Örn, en fyrir átti
Helga eina dóttir, Helgu Björgu,
og þrjá syni, Jóhannes Björn,
Kristin Svein og Hrafn. Börnin,
barnabörnin og hagur þeirra var
ávallt í fyrirrúmi hjá Helgu og eft-
ir að pabbi dó gat hún oft ekki far-
ið að heiman, ef svo kynni að æxl-
ast að börnin kæmu óvænt í
heimsókn.
Helga var fædd og uppalin í
sveit og var sannkallað náttúru-
barn, Skagafjörður og Svartárdal-
ur var sveitin hennar. Að ferðast
um fornar slóðir og hitta vini og
vandamenn voru hennar helstu
áhugamál og strax að vori komst
ekkert annað að en að fara norður.
Helga var ekki heilsuhraust og
jukust veikindi hennar með árun-
um, en um þau vildi hún sem
minnst tala og stóð keik eftir sér-
hvert áfallið, brosti og sló á létta
strengi. Í minningunni var Helga
ávallt glöð, mátti ekkert aumt sjá
og vildi öllum gott gera.
Öllum sem fæðast er gefið að
deyja. Í dag minnumst við Helgu
með sorg og söknuð í huga en jafn-
framt í gleði yfir því að nú sé hún
laus við sjúkdóma og mein.
Við vottum börnum hennar og
systkinum samúð okkar.
Guðs blessun fylgi henni.
Kristján Jóhannesson,
Oddný Sigrún Jóhannesdóttir,
Jón Már Jóhannesson, Berg-
hildur Jóhannesdóttir Waage.
Elsku amma, þetta er allt svo
óraunverulegt. Ég er ennþá að
bíða eftir símtali frá þér, þar sem
þú varst að athuga hvernig ég
hefði það. Þú varst alltaf svo góð
og umhyggjusöm, góð við alla,
vildir engum illt. Ég sakna þess að
geta komið til þín, fundið fyrir
nærveru þinni, sest niður í róleg-
heitunum, það var alltaf svo mikil
ró í kringum þig. Þú þurftir ein-
ungis að brosa til að manni liði bet-
ur. Ég mun sakna þess að koma til
þín í kakó og kex eða kjöt í karrý.
Borða með þér góða ömmumatinn
sem þú töfraðir fram.
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
Leiddu svo ömmu góði guð
í gleðinnar sælu lífsfögnuð,
við minningu munum geyma.
Sofðu svo amma sætt og rótt,
við segjum af hjarta góða nótt.
Það harma þig allir heima.
(Halldór Jónsson frá Gili)
Minning þín lifir í hjarta mínu
og allar góðu stundirnar okkar.
Takk fyrir allt saman, elsku
amma. Þinn sonarsonur
Kristinn.
Við kynntumst Helgu þegar við
fluttum á Hjallaveginn í Njarðvík
1992. Hún var fyrsta konan sem
ég mætti í stigaganginum þegar
ég var að bera dót í íbúðina og
bauð mig velkomna í blokkina, og
íbúðin var við hliðina á henni. Síð-
an voru kynnin meiri og við urðum
góðar vinkonur, og strákarnir
okkar kynntust líka og voru sam-
an í skóla og íþróttum. Helga
passaði líka fyrir okkur hana Al-
dísi mína á meðan ég var að vinna
um tíma. Helga kom hreint fram
og sagði nákvæmlega það sem
henni fannst, sem er góður kostur.
Hún bakaði bestu kleinur sem
til eru og voru þær afar vinsælar
hjá mínum börnum. Við nutum
góðs af því að búa við hliðina á
Helgu, alltaf kíkti hún reglulega
inn til að athuga hvort ekki væri
allt í lagi hjá okkur og kaffiboll-
arnir voru margir sem við drukk-
um saman, og spjölluðum um allt
og ekkert og alltaf var hún tilbúin
að aðstoða okkur ef á þurfti að
halda.
Núna síðastliðin ár urðu sam-
skiptin minni, en við hittumst á
förnum vegi og þá var tekið spjall
og alltaf spurði hún um börnin mín
og sérstaklega Aldísi mína sem
býr í Bandaríkjunum, henni þótti
svo vænt um hana. Síðast hitti ég
Helgu í búð í Njarðvík og mér brá,
fannst mjög af henni dregið en
alltaf stóð hún upp teinrétt.
Elsku Helga, takk fyrir góð
kynni og allt sem þú hjálpaðir
okkur með í gegnum árin og þessa
yndislegu vináttu, minningin lifir
með okkur.
Því miður getum við ekki verið
við útförina þar sem við verðum
erlendis en sendum börnum,
tengdabörnum og barnabörnum
innilegar samúðarkveðjur. Guð
styðji ykkur og styrki í sorginni.
Ég vil gjarnan lítið ljóð
láta af hendi rakna.
Eftir kynni afargóð
ég alltaf mun þín sakna.
(Guðrún V. Gísladóttir)
Hvíl í firði, elsku Helga.
Ragnheiður og Magnús.
Mig langar að minnast Helgu
með nokkrum orðum. Það var allt-
af gott að koma til hennar, hún tók
alltaf vel á móti öllum, fannst gam-
an að fá gesti, sá alltaf það góða í
öllum.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Þín vinkona,
Halldóra Gunnarsdóttir
(Dóra).
Helga Björnsdóttir
Hugheilar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, vináttu og hlýju við andlát og útför
elskulegrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
ELÍNBORGAR JÓHÖNNU
BJARNADÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsmanna hjúkrunar-
heimilisins Eirar sem sýndu henni hlýhug og önnuðust hana af
alúð. Með ósk um farsæld á nýju ári,
.
Margrét I. Kjartansdóttir, Sigmundur Einarsson,
Ólafur Kjartansson, Nanna Bergþórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.