Morgunblaðið - 13.01.2017, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 2017
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Meðalaldur ráðherra í ráðuneyti
Bjarna Benediktssonar er 48 ár.
Hækkar hann um þrjú ár miðað við
aldur ráðherra þegar ráðuneyti
Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar
tók við völdum vorið 2013, en þar
var meðalaldurinn 45 ár. Meðal-
aldur ráðherra í stjórninni þar á
undan, ráðuneyti Jóhönnu Sigurð-
ardóttur, var þó enn hærri en nú-
verandi ríkisstjórnar eða 54 ár við
upphaf ferils hennar.
Aldursforseti nýrrar ríkis-
stjórnar er Benedikt Jóhannesson
fjármálaráðherra sem er 61 árs.
Næstur honum í aldri er Jón Gunn-
arsson, samgöngu- og sveitar-
stjórnarráðherra, sem er 60 ára.
Yngsti ráðherrann er Þórdís Kol-
brún Reykfjörð Gylfadóttir, ferða-
mála-, iðnaðar- og nýsköpunar-
ráðherra, 29 ára. Hún er yngst
kvenna sem gegnt hafa ráðherra-
embætti. Yngstur karla á ráðherra-
stól fyrr og síðar er Eysteinn Jóns-
son sem varð fjármálaráðherra 27
ára gamall árið 1934.
Af 11 ráðherrum nýrrar ríkis-
stjórnar hafa 7 ekki áður setið í
ríkisstjórn. Þrír ráðherrar úr Sjálf-
stæðisflokknum hafa reynslu af
stjórnarsetu, Bjarni Benediktsson,
Guðlaugur Þór Þórðarson og Krist-
ján Þór Júlíusson, og einn úr Við-
reisn, Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir, sem reyndar var ráðherra
sjálfstæðismanna áður. Þorgerður
hefur setið lengst, tæp 6 ár, Bjarni
og Kristján Þór í tæp 4 ár og Guð-
laugur Þór í 2 ár. Ekkert þeirra
ógnar metum þeirra ráðherra sem
lengst hafa setið, þar er methafinn
Bjarni Benediktsson (eldri), afa-
bróðir núverandi forsætisráðherra,
en hann sat samtals í rúm 20 ár á
ráðherrastól. Geir H. Haarde, fyrr-
verandi forsætisráðherra, sem er í
16. sæti yfir ráðherra með lengstan
starfsaldur, gegndi ráðherraemb-
ættum samtals í tæp 11 ár.
Reynsluleysi ráðherra núverandi
stjórnar er þó ekkert met. Enginn í
ráðuneyti Sigmundar Davíðs Gunn-
laugssonar hafði áður gegnt ráð-
herraembætti þegar stjórnin tók
við völdum fyrir tæpum fjórum ár-
um. Það hafði þá ekki gerst síðan
1934 þegar Hermann Jónasson
myndaði „stjórn hinna vinnandi
stétta“. Elsta dæmið um nýliða í
ríkisstjórn er frá 1927 þegar ráðu-
neyti Tryggva Þórhallssonar tók
við.
Meðalaldur ráðherra hækkar um
þrjú ár við ríkisstjórnarskiptin
Meðalaldurinn er 48 ár Benedikt aldursforseti 7 af 11 ráðherrum ekki áður setið í ríkisstjórn
Lengstur starfsaldur í ríkisstjórn
1. Bjarni Benediktsson (eldri)
20 ár og rúman mánuð.
2. Halldór Ásgrímsson
19 ár og einn mánuð.
3. Eysteinn Jónsson
19 ár og nokkra daga.
4. Emil Jónsson
17 ár og tæpa 11 mánuði.
5. Ólafur Thors
16 ár og rúma 4 og hálfan mánuð.
6. Gylfi Þ. Gíslason
rétt tæp 15 ár (samfellt).
7. Ingólfur Jónsson
14 og hálft ár.
8. Davíð Oddson
14 ár og 5 mánuði (samfellt).
9. Hermann Jónasson
13 ár og 8 og hálfan mánuð.
10. Jóhanna Sigurðardóttir
12 ár og 11 og hálfan mánuð.
11. Gunnar Thoroddsen
12 ár og rúma 9 mánuði.
12. Björn Bjarnason
12 ár og rúma 6 og hálfan mánuð.
13. Steingrímur Hermannsson
12 ár og rúma 4 mánuði.
14. Ólafur Jóhannesson
11 ár og 6 og hálfan mánuð.
15. Þorsteinn Pálsson
rétt tæp 11 ár.
16. Geir H. Haarde
10 ár og 9 og hálfan mánuð (samfellt).
Morgunblaðið/Eggert
Ný stjórn Ráðuneyti Bjarna Benediktssonar með Guðna Th. Jóhannessyni,
forseta Íslands, á fyrsta ríkisráðsfundinum á Bessastöðum á miðvikudaginn.
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Björgólfur Jóhannsson, formaður
Samtaka atvinnulífsins, segir að sér
lítist vel á ýmis-
legt í stjórnar-
sáttmála hinnar
nýju ríkisstjórnar
Bjarna Bene-
diktssonar, en á
annað síður. Um
mörg verkefni sé
að ræða og spurn-
ing hvernig ríkis-
stjórnin ætli að
setja þau fram,
tímasetja þau og
forgangsraða.
„Það er margt í þessum sáttmála
sem er jákvætt, eins og það sem fram
kemur í honum sem lýtur að pen-
ingastefnunni og ég er mjög ánægð-
ur með að hún verður sett í forgang.
Það er eitthvað sem er mjög mikil-
vægt og brýnt,“ sagði Björgólfur Jó-
hannsson í samtali við Morgunblaðið
í gær.
Spyr um SALEK
Björgólfur kveðst velta því fyrir
sér hvernig ný ríkisstjórn ætli að
nálgast þann ágreining sem uppi hafi
verið varðandi SALEK-samkomu-
lagið sem snúi þá einkum að Alþýðu-
sambandi Íslands.
„Eitt er að vera með einhver áform
á blaði, en annað er hvernig verkefn-
in verða tímasett og hvernig þeim
verður forgangsraðað og þeim hrint í
framkvæmd. Auðvitað eru stjórnar-
sáttmálar oft almennt orðaðir, en
mér finnst að í þessum sáttmála sé
alla vega snert á flestum þeim verk-
efnum sem brýnt verður að ný rík-
isstjórn ráðist í,“ sagði Björgólfur.
Margt jákvætt
í sáttmálanum
Formaður SA kveðst ánægður með
áhersluna á breytta peningastefnu
Björgólfur
Jóhannsson
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Fyrsta frumvarpið sem nýr félags- og
jafnréttisráðherra, Þorsteinn Víg-
lundsson, mun leggja fram á Alþingi,
er að jafnlaunavottun verði innleidd
með lagabreytingum á jafnréttislög-
um og lögum um ársreikninga. Slík
vottunarskylda á
þriggja ára fresti
mun ná til allra
fyrirtækja og
stofnana sem hafa
fleiri en 25 starfs-
menn, þ.e. allra
fyrirtækja sem
þurfa að gera
jafnréttisáætlun,
samkvæmt jafn-
réttislögum.
„Þetta er vissu-
lega íþyngjandi aðgerð, en við teljum
hana nauðsynlega. Í okkar huga er
þetta sambærilegt við það sem gert
var með lagasetningu til þess að auka
hlut kvenna í stjórnum fyrirtækja.
Fyrir þá lagabreytingu náðist aldrei
neinn árangur í því að auka hlut
kvenna í stjórnum fyrirtækja og það
virtist alltaf kolómögulegt að finna
hæfar konur í stjórnir fyrirtækja, þar
til fyrirtækin með lagabreytingunni
voru skikkuð í það að jafna hlut karla
og kvenna í stjórnum. Þá var það allt í
einu ekkert vandamál lengur, að finna
mjög hæfar konur til þess að manna
stjórnirnar,“ sagði Þorsteinn í samtali
við Morgunblaðið í gær.
Skjótur árangur náðist fyrst
með lagabreytingu
Jafnréttisráðherra bendir á að með
lagabreytingunni hafi náðst mjög
skjótur árangur í að laga þann mikla
kynjahalla sem var í stjórnum fyrir-
tækja.
„Mörg fyrirtæki hafa lýst yfir
ákveðnum efasemdum um áform okk-
ar um skyldu um jafnlaunavottun og
viljað halda henni sem valkvæðu tæki.
Samkvæmt mælingum í mörg ár er-
um við að ná mjög takmörkuðum ár-
angri í að draga úr kynbundnum
launamun. Við lítum á þessa ráðstöf-
un sem tæki, vonandi aðeins tíma-
bundið, til þess að þrýsta á um breyt-
ingar. Það er mín sannfæring að
kynbundnum launamun verður aldrei
útrýmt öðruvísi en í fyrirtæki fyrir
fyrirtæki og stofnun fyrir stofnun.
Þetta er þannig mál að menn verða að
leysa þau innanhúss, hver fyrir sig og
skylda um jafnlaunavottun færir
þeim mjög öflugt og gott tæki til þess
að gera einmitt það,“ sagði Þorsteinn.
Hlutfallslega lítill kostnaður
Aðspurður hvort mikill kostnaður
fyrir fyrirtækin fylgdi jafnlaunavott-
un sagði ráðherrann: „Nei, hann er
ekki mikill. Við könnuðum þetta lít-
illega hjá fyrirtækjum sem eru með
jafnlaunavottun og lauslega áætlað
má reikna með að fyrsta úttekt kosti
um hálfa milljón króna. Auðvitað
fylgir þessu einnig ákveðin vinna fyrir
mannauðsstjóra, eða þann starfs-
mann fyrirtækisins sem heldur utan
um vottunina. Í öllu falli er kostnaður-
inn hlutfallslega mjög lítill samanbor-
ið við greidd laun í 25 manna fyrir-
tæki eða stofnun.“
Þorsteinn segir að svona vottun
krefjist ákveðinnar ögunar í launa-
setningu fyrirtækja, þannig að hún sé
byggð upp með gagnsæjum og skipu-
legum hætti. Starfslýsing þurfi að
vera skýr og sömuleiðis ábyrgðarlýs-
ing.
Mælanlegir kvarðar
„Sá sem kemur í fyrirtækið og ger-
ir úttektina, þarf bara að geta lesið sig
í gegnum launakerfið, einkunnagjöf,
ábyrgð og starfslýsingu, menntun og
reynslu hvers og eins starfsmanns.
Stuðst verður við mælanlega kvarða
og launin ákvörðuð út frá því,“ sagði
Þorsteinn.
Þorsteinn segir að miðað við þau
launakerfi sem mótuð hafi verið, eigi
sá sem gerir úttektina, að sjá af hvaða
sökum launamunur milli einstaklinga
innan viðkomandi fyrirtækis er, og
þannig eigi að vera tryggt að mun-
urinn sé ekki kynbundinn.
Þorsteinn bendir á að VR hafi verið
að gera svona úttektir og sömuleiðis
endurskoðunarfyrirtæki og úttektar-
fyrirtæki. Fyrirkomulagið við vott-
unina verði ekki ólíkt því að fá endur-
skoðanda inn í fyrirtækið. „Ég tel að
innan fárra ára muni stjórnendum
þykja þetta jafn sjálfsagt og reyk-
skynjarar eða slökkvitæki á vinnu-
staðnum.“
Íþyngjandi nauðsyn
Jafnréttisráðherra segir að jafnlaunavottun sé öflugt og
gott tæki til þess að draga úr kynbundnum launamun
Morgunblaðið/Rósa Björk
Jafnlaunavottun Jafnréttisráðherra bendir á að enginn árangur hafi náðst
í að auka hlut kvenna í stjórnum fyrirtækja, fyrr en með lagasetningu.
Þorsteinn
Víglundsson
Á félagsfundi sjálfstæðisfélaganna
í Árborg, sem haldinn var á Sel-
fossi í fyrradag, var harmað að
ekki hefði verið horft til góðs ár-
angurs Sjálfstæðisflokksins í Suð-
urkjördæmi í alþingiskosningum.
„Telur fundurinn að eðlilegt og
sjálfsagt hefði verið að forystu-
maður flokksins í kjördæminu
fengi sæti í ríkisstjórn, ekki síst
þar sem sex af ellefu ráðherra-
embættum féllu Sjálfstæðis-
flokknum í skaut,“ segir í ályktun
frá fundinum.
Er á það bent að virkt grasrót-
arstarf sé hjá sjálfstæðismönnum
á Suðurlandi og öflugt starf unnið
undir merkjum Sjálfstæðisflokks-
ins í sveitarstjórnarmálum í kjör-
dæminu. Skorað er á forystu
flokksins að í kjördæminu verði
tryggð veigamikil störf og emb-
ætti á vegum þingsins og þing-
flokksins á kjörtímabilinu. Þá
verði horft til þingmanna úr kjör-
dæminu verði breytingar gerðar á
ráðherraskipan nýrrar ríkis-
stjórnar. vidar@mbl.is
Telja ekki horft til góðs ár-
angurs í Suðurkjördæmi
Sjálfstæðismenn í Árborg álykta