Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.09.2004, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 16.09.2004, Blaðsíða 12
>* IPT ætlar að byggja á tveimur lóðum í Helguvík: Vonast til að byggingafram- kvæmdir hefjist í næsta mánuði International Pipe and Tube hyggst reisa verksmiðjur á tveimur lóðum í Helguvík. Önnur lóðin er staðsett við Helguvíkurhöfnina en hin lóðin er staðsett ofan við það svæði sem Reykjanesbær hefur sprengt vegna fyrirhugaðrar verksmiðju. Forsvjtfsmerin IPT vonast til að geta hafið byggingaframkvæmdir á efri lóðinni í október. Keyptar hafa verið vélar og tæki fyrir þá verksmiðju frá Kanada. Ljósmynd/OddgeirKarlsson. SÉHHléJ f r é t t i r Hús flutt sjóleiðis Hús sem vélsmiðjan Eldatl byggði fyrir Landhclgisgæsluna var tlutt sjóleiðis frá Kefla- víkurhöfn að Faxakambi í Reykjavík í síðustu viku. Húsið var híft um borð í Varðskipið Tý með stóreflis krana og gekk allt að óskum þrátt fyrir leiðinda slagviðris- rigningu sem var þann dag- inn. Ferðin gekk Ijómandi vel fyr- ir sig og var húsinu slakað niður á Faxakamb síðar um daginn, en þar rnun húsið standa framvegis. Húsið er einingahús af svip- aðri gerð og Eldafl hefur gert fyrir Orkuveituna og Víkur- fréttir flölluðu um ekki alls Bandaríska stálpípufyrir- tækið International Pipc and Tube hyggst liefja framkvæmdir við byggingu tæplega 9 þúsund fermetra stálgrindarhúss á nýrri lóð i Helguvík í lok október. í áætl- unum fyrirtækisins er gert ráð fyrir að verksmiðjan taki til starfa á ntiðju næsta ári. I verksmiðjunni, sem staðsett verður ofan við Helguvíkurhöfn- ina, verða framleidd mun stærri rör en framleidd verða í verk- sntiðjunni sem staðsett verður við höfnina. Er fyrirtækið að nýta sér ákvæði í lóðarsantningi þar sem kveðið er á urn rnögu- leika fyrirtækisins að stækka lóð þess á svæðinu. Fyrirtækið hefur sent útboðsgögn til verktaka á Is- landi og er gert ráð fyrir að fram- kvæmdir hefjist í lok október. IPT hefur þegar fest kaup á tækj- um og búnaði frá Kanada sem sett verða upp i verksmiðjunni. Á sama tíma og fyrirtækið hygg- st reisa verksmiðju ofan Helgu- víkur hefur fjármögnun verk- smiðjunnar sem verður staðsett við höfnina ekki verið kláruð. IPT hefur frest frarn til loka nóv- ember að ganga frá fjármögnun en samkvæmt heimildum Víkur- frétta er hún á lokastigi. Pétur Jóhannsson hafnarstjóri segir að IPT hafi frest til 20. nóv- ember að hefjast handa við bygg- ingu hússins á efri lóðinni. „Ef framkvæmdir verða ekki hafhar fyrir þann tírna á lóðinni þá rniss- ir fyrirtækið liana.” Fjármögnun IPT vegna stálpípu- verksmiðju í Helguvík hefur tek- ið mun lengri tíma en upphafleg- ar áætlanir gerðu ráð fyrir. Rúm tvö ár eru síðan skrifað var utidir samninga um verkefnið á veit- ingahúsinu Ránni þar sem m.a. Valgerður Sverrisdóttur iðnaðar- ráðherra var viðstödd. Sam- kvæmt upphaflegum áætlunum var gert ráð fyrir að verksmiðja IPT yrði gangsett í byrjun árs 2005 og er þá átt við verksmiðj- una niður við hölhina. Ljóst er að svo verður ekki og er nú gert ráð fyrir að sú verksmiðja taki til starfa á árinu 2006. Miklar væntingar eru gerðar til stálpípuverksmiðjunnar í Helgu- vik enda er gert ráð fyrir að á milli 200 og 240 manns starfi við verksmiðjuna. Vegna þeirra tafa sem orðið hafa á fjármögnun verksmiðjunnar gerast efasemd- araddir á Suðumesjum æ hávær- ari. I rúm tvö ár hafa verið fluttar fréttir af íjármögnun verkefnis- ins, lóðaframkvæmdum í Helgu- vík og öðrum þáttum er viðkoma stálpípuverksmiðjunni, enda mikilvægi málsins augljóst fyrir svæðið. Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar hefur sagt að ekki verði fagnað fyrr en fram- kvæmdir fyrirtækisins í Helguvík hefjast. Haustglaðningur 25% afsláttur fimmtudag til sunnudags* *Gildir í Keflavík og Kringlunni Opnunartími í Keflavík: Kl. 11-18 alla virka daga Kl. 11-16 laugardaga Opið í hádeginu Nýtt kortatímabil! Rollingar Hafnargötu 50 Sími421 8191 Kringlan4-12 Sími 568 6688 Ókyfír handlegg á barni og stakk af • • kumaður Patrol-jeppa ók yfir handlegg á harni á mótunt Skóla- vegar og Háaleitis í Keflavík þriðjudagskvöldið í síðustu viku og stakk af frá vettvangi. Lögreglan í Keflavík Iýsir nú eftir ökumanninum og vill hafa af honum tal. Málavextir eru þeir að sjö ára stúlka var að hjóla eftir Skólaveginum sl. þriðjudags- kvöld á tímabilinu kl. 20:00 til 20:30. Við gatnamót Háaleitis og Skólavegar missti stúlkan jafn- vægi á hjóli sínu og datt í götuna. I sörnu rnund var Nissan Patrol jeppa ekið um gatnamótin. Hjólbarði jeppans fór yfir hand- legg stúlkunnar. Sá sem ók jeppanum virðist hins vegar ekki hafa orðið þess var og ók á brott af vettvangi. Stúlkan hlaut áverka á handleggnum en er óbrotin. Samkvæmt frásögn stúlkunnar var jeppinn gylltur að lit með gráunt hliðum og svarta hlíf yfir varadekki. Vinkona stúlkunnar staðfestir að urn Patrol-jeppa hafi verið að ræða. Lögreglan i Keflavik vill hafa tal af ökumanni jeppans eða heyra frá hugsanlegum sjónarvottum eða aðilum sem vita um hvaða jeppabiffeið er átt. Samband við lögreglu fæst með því að hringja í sínta 420 2400 eða í Neyðarlinuna í sírna 112. Fjöldi fólks mætti í kólesterólmælingu Mikið annríki var á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á laugar- dag þar sem boðið var upp á kólesterólmælingu endur- gjaldslaust. Biðstofan á HSS var þéttsetin þegar ljósmynd- ara VF bar að garði, en gest- um var boðið upp á safa og ávexti á meðan beðið var. Fjöldi fólks var þegar mættur kl. 10 um morgunin þegar farið var að mæla með nýjum mælum, CardioChek, sem hafa reynst mjög vel, m.a. í Bandaríkjunum. Að mælingunum loknum færði lyfjafyrirtækið AstraZeneca Heilbrigðisstofnuninni Cardi- oChek-mæli að gjöf. Ekki þarf að fjölyrða um það hversu mikilvægt er að fylgjast vel með blóðfitu (kólesteróli) því fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að lækkun blóðfitumagns er mikilvægur þáttur í baráttunni við æða- og hjartasjúkdóma. Mælingamar voru skipulagðar af Félagi hjartasjúklinga á Suð- urnesjum og Landssamtökum hjartasjúklinga í samvinnu við HSS og AstraZeneca. Miðlun frétta og mynda Meö öflugri fréttavakt Víkurfrétta eru Ijósmyndarar og blaðamenn til taks allan sólarhringinn! FRÉTTA5ÍMINN |898 2222 f 12 VÍKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.