Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.09.2004, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 16.09.2004, Blaðsíða 18
 BWTRM LÍF umsjón: asdís ragna einarsdóttir EIL 1. Nafn? Haraldur Magnússon B.Sc. (hons) 2. Starf? Osteópati, sem hefur verið þýtt á íslensku sem hrygg- og liðskekkjufræðingur. 3. Hvað er osteópati og hvernig starfar þú? vandamál, ef einhver óskar eftir að fara í nudd til að slappa af þá er það ekki fyrir okkur. Svo til gamans þá er ég fara til Belgíu í mánuðinum að nema meðhöndlunarfræði sem ég er búinn að vera fylg- jast lengi með sem hefur það orðspor á sér að vera öfl- ugusta aðferðin til að vinna á vefjagigt sem til er í dag. Osteópati er 4-5 ára háskólanám sem endar með B.Sc. (hons) gráðu og er í sambland hefðbundin læknisfræði og óhefðbundin meðhöndlunarfræði. Segja má að við störfum eins og hefðbundinn læknir sem hefur nægan tíma til að greina líkamlega vandamálið og athuga hvort það sé viðeigandi fyrir meðhöndlun og svo notum við margskonar aðferðir til að vinna á því eins og nudd, hnykki og teygjur auk margra annarra aðferða. Einnig hef ég menntað mig á sviði æfinga og næringu til að styrkja meðferðina. Osteópatía er sérhæfð til að leysa líkamleg sársauka- gÆJIEFNIÐ Hörfræolía: Fallegur gylltur litur og mildur hnetukeimur tekur á móti manni þegar opnuð er flaska af hör- fræolíu. Þessi afurð náttúrunnar er okkur lífs- nauðsynleg þar sem hún hefur að geyma rétta sam- setningu á hollum fjölómettuðum fitusýrum, þ.e. omega 3 og omega 6. Þessar fitusýrur verðum við að fá úr fæðunni þar sem við getum ekki framleitt þær en hver einasta fruma líka- mans þarf á þeim að halda til þess að starfa eðlilega. Hörfræolían inniheldur m.a. ýmis steinefni og vítamín s.s. fosfór, magnesíum, kalíum, kalk, sínk, járn, E vítamín (í miklu magni), betakarótín, Bl, B2, og C vítamín. Einnig hafa fundist um 27 krabbameins- ham- landi efni í hörfræjum. Bæði omega 3 og 6 gegna mikilvægu hlutverki í að koma jafnvægi á og mynda prostaglandína (PCE3 og PCE1) sem eru hormónalík efni sem taka m.a. þátt í æxlun, ónæmissvörun, bólgum, útvíkkun slagæða og efnaskiptum frumnanna. Þessar fitusýrur geta hjálpað okkur að minnka of mikið magn blóðfitu s.s. slæmt kólesteról (LDL) og tríglýseríð fitusýrur, halda æðunum mjúkum og koma í veg fyrir blóðsegamyndun með því Iað stöðva of mikla myndun á thromboxín. Þær eru því þörf viðbót í ýmsum hjarta- og æðasjúkdómum, s.s. of háum blóðþrýstingi, hjartaöng, og kransæðastíflum. Tauga- og hormónakerfi þurfa einnig sinn skerf af fitusýrum en heilinn samanstendur t.d. af um 60% fitu- magni! Húð okkar þarf einnig verulegt magn af fitusýrum til þess að haldast mjúk og er hörfræolían mikið notuð í meðferð á exemi og psoríasis. Önnur til- felli þar sem hörfræolían getur hjálpað er t.d. við hægðatregðu og bólgusjúkdómum í meltingarvegi, ásamt fleiru. Hörfræolían endist aðeins í um 6 vikur eftir opnun og verður að geymast í kæli eða frysti til að koma í veg j fyrir þránun. Hæfilegur dagskammtur er 1 msk fyrir mat eða 2 msk ef um kvilla er að ræða (1 á morgnana, 1 á kvöldin). Cott er að nota hana í næringardrykki (sjeika), í salat dressingar, hella yfir gufusoðið grænmeti eða hýðishrísgrjón. $ ) 7. Hvernig slakar þú á? Fara upp í sumarbústað með áhugaverða bók, safaríka nautasteik og Rioja rauðvín. Sem gerist því miður alltof sjaldan. 4. Hvernig hugsar þú um líkamann? Ég reyni að halda mér í formi og velja frekar næringar- ríkari mat en tilbúinn skyndibita- eða pakkamat. 8. Hvað kemur þér í gott skap? Létt stund í góðra vina hópi. 5. Uppáhaldsheilsumatur? Hvað er heilsumatur? Mér líður best af venjulegum próteinríkum heimilismat og ef ég fer út að borða þá verða annað hvort nautalundir í hrárri kantinum með salati fyrir valinu eða fiskur. Ég takmarka mikil kolvetni, sykur og hveiti og ekki séns að transfitusýrur, MSC (þrið- ja kryddið) og aspartam (sætuefni) fái að koma inn fyrir 9. Hvað hvetur þig áfram? Mig langar að vita „svarið" við því af hverju svona mikil heilsufarsleg og líkamleg vandamál herja á nútíma-man- ninn. Það líður varla sá dagur sem ég les ekki eitt-hvað varðandi líkamann og svo fer ég reglulega út á námskeið til að komast nær svarinu og verða betri í starfi. 10. Hvar finnst þér best að vera? Heima er best, sérstaklega ef Díana er heima. minar varir. 6. Hvernig nærir þú sálina? Reyni að vera í sátt við hlutina í kringum mig. 11. Hollráð? Farðu vel með þig andlega og líkamlega, settu sjálfan þig ' forgang. . Ö » % Spíruð fræ hafa verið notuð frá örófi alda allt ^ aftur að 3000 árum fyrir krist og þá notaðar sem lyf við ýmsum kvillum. Undanfarin ár hefur áhugi } á spíruðum fræjum aukist til mikilla muna og eru margir farnir að rækta sínar eigin spírur til matargerðar og heil- subóta, sem er einmitt það sem þið lærið núna! Þetta verður að teljast með einfaldari aðferðum sem fyrirfinnast því það sem til þarf er eftirfarandi: spírubox, dagsbirta, stofuhiti, vatn, ýmis fræ/korn/baunir, kærleikur og umhyggja :). Jafnvel sá sem býr í blokk í miðbænum getur breytt eldhúsi sínu í lítið gróðurhús með lítilli fyrirhöfn og fengið nýja uppskeru vikulega allt árið um kring. Fræ/korn/baunir eru sett í glerkrukku að kvöldi og látið standa yfir nótt, skolað morguninn eftir og sett í spírubox. Fræin eru skoluð morgna og kvölds 30 sek í senn þangað til spírurnar eru orðnar grænar og spengilegar (misjafnt eftir tegund en oftast milli 5-10 dagar). Lokið á spíruboxinu er tekið af á ca 3 degi til að hleypa sólarljósi inn til að mynda blaðgrænu. Gott er að fjarlægja hýðið með því að skella þeim í stóra plastskál fulla af vatni, spírurnar falla á botninn og hýðið flýtur á yfirborðinu. Hýðið veitt af og vatnið hrist af spírunum og þær loks settar í box með þéttu loki, inn í ísskáp og tilbúnar til notkunar (geymast í 1-1 1/2 viku). Engin mold, skordýraeitur, pöddur, eða illgresi!!! Spírun er ákaflega merkilegt ferli en við það að spíra fræ losnar úr læðingi gríðarleg orka þar sem mikil efnaskipti eiga sér stað innan fræsins. Öll næringarefni margfaldast og brotna niður í auðmeltanlegt form, kolvetni breytast í ein- sykrur, prótein í amínó sýrur, og fitur í fitusýrur. Ensímvirkni nær hámarki á 2 til 7 degi spírunar, en spírur veita okkur þetta mikla magn af lifandi ensímum til viðhalds og viðgerðar í hinum ýmsum líffærakerfum, ekki síst mikilvægt þegar nútíma mataræði okkar er nánast snautt af ensímum . og næringarefnum. Endilega verið dugleg að prófa ykkur áfram með því að j spíra ýmsar tegundir fræja, korns og bauna, s.s. alfalfa fræ, linsubaunir, sólblóma/graskersfræ, kjúklingabaunir, mung baunir o.fl. Spírun er mjög ódýr leið til þess að fá sneisafulla lifandi fæðu þar sem fræin margfalda þyngd sína. Spírunar ‘ má síðan nota í staðinn fyrir kál eða út í salat, á brauð, í næringardrykki (sjeika), í brauðbakstur, léttsteikt með græn- meti, eða bara hreinlega sem snarl milli mála! Klóelfting (Equisetum arvense): Nýttir plöntuhlutar: Öll jurtin, að rótinni undanskilinni. Söfnun: A vorin. Áhrif: Samandragandi, ön/ar blóðstorknun, vatnslosandi, styrkjandi og græðandi fyrir lungu, nýru og liði, bólgueyðandi, hreinsandi (fjar- lægirýmis eiturefni úr líkamanum s.s. þungamálma). Notkun: Blæðingar innvortis sem útvortis, bjúgur, þvagblöðru- og nýrnasjúkdómar, illa gróin sár (biæðandi), legslímuflakk, bólgur í legi og eggjastokkum. A /i 3BB ATH! Stundum spírast ekkert ef maður er ekki með lífrænt hráefni. (Spírubox og Iffræn alfalfa fræ nú fáanleg í Samkaupum Njarðvík). Cangi ykkur vel og njótið. <■ UPPSKRiEFlM^ Græna próteinbomban % Alveg einstaklega næringaríkur drykkur (sjeik) sem hleður okkur dýrindins orku fyrir annasaman dag. 2 dl möndlumjólk/sojamjólk/hrísgrjóna- mjólk 2 dl spírur (t.d. alfalfa / mung / kjúklinga- I baunaspírur) , 1 msk hörfræolía 1/2 avokadó 1/2 banani 1 msk carobduft (gefur súkkulaðibragð!) . smá engifer krydd og cayenne pipar Aðferð: öllu blandað saman í 30 sek, nema banana og avokadó sem bætt er út í síðast þangað til kekkjalaust. z 3D SPEKI MÁNAÐARINS: „Ef þú gefur sjál- fum þér aldrei þá gjöf að hlusta á þögnina, þá ferðu á mis við þá reynslu að tala við sál þína" 3EM Haraldur Magnússon starfar að Hafnargötu 35, Keflavík. Upplýsingar og tímapantanir: 846 3380, ----------------m i.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.