Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.09.2004, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 16.09.2004, Blaðsíða 23
stuttar f r é t t i r Fjölgun farþega um Flugstöð Leifs Eiríks- sonar í ágúst ■ Farþegum um Flugstöð Leifs Eirikssonar fjölgaði um tæplega 17% í ágústmánuði miðað við sama tíma í fyrra, úr rúmlega 189 þúsund far- þegum árið 2003 i rúmlega 221 þúsund farþega nú. Fjölgun farþega til og írá ís- landi nemur tæplega 15% milli ára. Farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlantshafíð flölgarþó hlutfallslega enn meira eða um rúm 31 %. Alls hefur farþegum um Flugstöð Leifs Eirikssonar flölgað um rúmlega 21% það sem af er árinu miðað við sama tíma árið 2003, eða úr tæplega 963 þúsund farþeg- um í rúmlega 1.167 þúsund farþega, að því er fram kem- ur í tilkynningu frá Flugstöð Leifs Eirikssonar. íslendingur til Vest- mannaeyja ■ Islendingur hefiir nú lok- ið tökum í Bjólfskviðu sem fóru fram við Jökulsárlón og bíður nú effir því að vera dreginn til Vestmannaeyja þar sem tökur fara fram í lok mánaðarins. Tökur við Jökulsárlón tóku einn dag en að sögn Böðvars Gunnarssonar aðstoðar- manns Gunnars Marels Egg- ertssonar skipstjóra Islend- ings tók fimm daga að gera skipið klárt fyrir tökur. Þeir félagartóku jafnifamt að sér hlutverk staðgengla sem Gautar í liði Bjólfs. Mikið vandaverk var að flyt- ja íslending landleiðina til Jökulsárlóns og munaði oft ekki nema sentimetrum að það tækist t.d. þegar farið var yfír brúna yfir Jökulsá. Is- lendingur var settur í sjó i Þorlákshöfn og hélt þaðan til Eyja. > Helga Margrét Guðmundsdóttir skrifar um Suðurnesjamenn, skólamál ogfleira: Öðruvísi mér áður brá að verður seint sagt um Suðurnesjamenn að þeir séu metnaðarlausir eða að þeir sætti sig við neðstu sæt- in eða meðalmennskuna yfir- leitt. Því eins og alþjóð veit erum við mestir og bestir í flestu og eigum okkar góðu stuðningsmenn og klapplið sem fagnar og baular þegar það á við. Stolt héldum við heim á leið eftir velheppnaða og glaesilega Ljósahátíð.Við vissum að við vorum fjandi góð. Þvílík menningarhátíð, já hér er sko ekki fiskur undir steini eða hvað? Nei aldeilis ekki - við erum sigurvegarar. Við erum bestir! Eigum Hljóma, Gullaldarliðið, nýupp- gerða Hafnargötuna með flott- ustu bflana og svo öll fínu hús- in í bænum. Við höldum keppnir í öllu mögu- legu og höfum verið þekkt fyrir að ríða á vaðið með ýmsar teg- undir keppnisgreina t.d. í hnefa- leikum og jólaljósaskreytingum. 1 lífsgæðakeppninni höfum við verið á verðlaunapalli. Sumir segja að þar séum við á sannköll- uðum „heiðurslista”. Hvort sem sá listi hefur verið birtur opinber- lega skýrt og skorinort eða ekki. Þá er það bara þannig. En öll höfum við okkar Akkilesarhæl og á undanfomum árum höfum við Suðurnesjamenn þurft að horfast í augu við það itrekað að i samanburði við aðra staði á landinu hafa grunnskólanem- endur okkar verið aftarlega á merinni hvað námsárangur á samræmdum prófum varðar. Þessu er erfitt að kyngja og sú staðreynd hefur hleypt kappi í surna en aðrir neita að trúa. Bara ef prófað væri í íþróttum eða tón- list á samræmdu prófunum, þá værum við sko bestir. Yfirvöld hafa lagt ríka áherslu á skóla- málin og hafa sýnt vilja til að bæta ástandið. „Best greidda hárið“ Á þessu kjörtímabili hafa skóla- mál enn verið í brennidepli og ekki síst fyrir tilstuðlan núver- andi bæjarstjóra Áma Sigfusson- ar en hann er jafhframt formaður fræðsluráðs. Árni hefur sýnt skólamálum og samstarfi heimila og skóla mikla alúð og hvatt til aukinnar skólaumræðu. Ég þori að fullyrða að með heitum mál- tíðum í öllum gmnnskólum bæj- arins og nú síðast með tilkomu frístundskólans, í þeirri mynd sem hann er hér, stöndum við skrefi ffamar en önnur bæjarfé- lög svona ef við höfum þörf fyrir þann samanburð. Við getum lika státað af góðu skólahúsnæði og nú síðast höfum við tekið sér- staklega fyrir öryggismál skóla- barna í umferðinni. Samstarf heimila og skóla er til fýrirmynd- ar hér og ekki síst fyrir þann stuðning sem fræðsluyfirvöld hafa sýnt því. Fólk er hvatt til að rýna til gagns og kom með tillög- ur að úrbótum. Á fundum með foreldrum grunnskólanema hefur bæjarstjóri kallað eftir ábending- um um það sem betur má fara. Ekki hefúr fólk þar lagt mikið til málanna og því er nú Bleik brugðið þegar allt ætlar vitlaust að verða vegna birtingar heiðurs- lista yfir þá nemendur sem skar- að hafa framúr í grunnskólum bæjarins sem er tilraun til að hvetja nemendur til dáða og bæta námsárangur, sem er eitt af því sem við virkilega þurfum að ein- beita okkur að. Siguijón Kjartansson ryðst fram á völlinn og spyr hvaða brenglun sé komin í skólastjórnendur og hvort ekki eigi að keppa líka um „flottustu skóna” og „best greid- da hárið”. Höfum við ekki gert nóg af því hér suður með sjó kæri Siguijón og þurfiim við ekki að skoða það nánar frá uppeldis- legu sjónarmiði? Við erum þekkt fýrir fegurðarsamkeppnir okkar, útlit og skreytingar. Sigur- jón talar einnig urn hugarfarið að baki slíkum heiðurslista sem hann telur eiga skylt við einelti. Hvemig hefði þá konu einni átt að líða þegar fyrir misskilning heimilisfang hennar var birt í staðarblöðunum yfir kandidata i jólaljósasamkeppninni og hún sem skreytir ekki. Átti þá öllum hinum sem ekki fengu nafhbirt- ingu i jólaljósasamkeppninni að finnst þeir búa í hreysum og frnnast þeim refsað að ósekju? - Ég skora hér með á Siguijón að kynna sér einelti í gmnnskólum bæjarins og bendi ég honum á Olweusverkefnið sem nú fer fram t.d. í Njarðvíkurskóla og Heiðarskóla því einelti varðar okkur öll og mættu fleiri láta rnálið til sín taka. Ég held að það leiki ekki nokkur vafi á því að hugmyndin að baki þessum lista er hvatning en ekki tilraun til að flokka böm og refsa þeim að ósekju, eins og Siguijón heldur fram. Vitaskuld er allt slíkt mat vandmeðfarið og vísa ég á grein Árna Sigfússonar í síðasta tbl. Vf. Ég hvet Siguijón til að setja fram sinar hugmyndir um það hvernig við getum bætt líðan bama í skólum, árangur á samræmdum prófum og hvemig við getum spomað við því brott- falli sem er hjá ungu fólki á framhaldsskólastigi eða var ekki skólasókn ungmenna á aldrinum 16-29 ára áberandi slökust á Suðurnesjum skv. tölum Hag- stofu árið 2001? Hæfileg samkeppni, hvatn- ing og jákvæð umbun 1 skólastefnu Reykjanesbæjar segir: „Leggja ber rækt við af- burðahæfiieika á sem flestum sviðum með einstaklingsmiðuðu nám.“ Hæfileg samkeppni, hvatning og jákvæð umbun, er af hinu góða, án þess að ýtt sé undir meting og oflæti. Hrós og já- kvæðar strokur er eitthvað sem allir þurfa á að halda og í vinnu- samfélagi nútímans skipar sá þáttur sífellt stærri sess. Umbun eða viðurkenningar eru taldar sjálfsagðar og nú síðast veittum við verðlaun til tveggja fjöl- skylduvænna fyrirtækja í Reykjanesbæ. Við heyrum talað um mannauð, hvetjandi starfs- umhverfi og hámarks árangur í fyrirtækjum. Hvers vegna skyldi þessi siður ekki ná til námsárang- urs í skólum? Höfum við ekki stærðfræðikeppni, upplestrar- keppni, ljóðasamkeppni og þess háttar sem tengist námi barna okkar? Uppalendur og þeir sem vinna með börnum gegna miklu ábyrgðarhlutverki og vissulega er erfitt og vandmeðfarið að meta námsárangur. Að baki liggur sú siðferðilega spuming út ffá hver- ju eigi að meta nemendur og hvað er yfírhöfuð nám og hver sé hinn raunverulegi árangur nem- enda sem ekki em fullþroska og auðvitað skal aðgát höfð sérstak- lega hjá yngstu nemendunum hvað samanburð varðar. I skólum hefur lengi vel verið lögð mikil áhersla á bóklegt nám. Þó hefur sú nýbreytni orðið að nú er prófað i fleiri fogum en ís- lensku, stærðfræði og tungumál- um á samræmdum prófiim. Sum- ir skólar hafa einnig um árabil veitt sérstakar viðurkenningar fyrir mestu framfarir, góða ástundun, íþróttir og ýmsar sér- greinar. Með innleiðingu ÞORS gefst ungu fólki nú kostur á ár- angursvottun í félagsmiðstöðvar- störfum og er það vel að börn sem taka þátt i félagsstarfi í skól- um fái það metið. Kannski mætt- um við taka þær þjóðir til fyrir- myndar sem leggja ekki svo mik- ið upp úr prófum á fyrstu árum grunnskólans en til þess þurfum við að breyta grunnskólalögun- um. Miðað við það fall sem nú er í ýmsum deildum á háskólastigi hér á landi er það þó viss undir- búningur að læra að taka mótlæti í skólakerfinu. Við erum jú að undirbúa bömin undir lifið eða nám fyrir lífið að loknum grunn- skóla og ffamhaldsskóla. Að fara holu í höggi Það er allra hagur að börnunum líði vel í skólunum og velgengni bama kemur okkur öllum við. í raun ættu allir nemendur grunn- skólanna að vera á heiðurslista og hafa forgang sem slík í lífi fullorðina. Við ættum líka að geta gengið út frá því vísu að þöm fái þá uppörvun og hvatn- ingu sem þau þurfa bæði ffá for- eldrum sínum, umsjónarkennara og öðrum sem hafa með þau að gera. Við gætum líka tekið það upp að birta heiðurslista kennara! Það var um tíma við lýði a.m.k. í einhveijum skólum að nemendur völdu besta kennarann í lok skólaársins. Mér finnst hug- myndin að heiðurslistunum góð en alltaf má gott bæta. Væri ekki jákvætt að stefha ein- nig að því að á heiðurslistum skólanna verði nemendur sem tekið hafa framforum bæði hvað varðar bóklegt nám, ýmsar sér- greinar og ekki hvað síst í því sem við köllum lífsleikni. Þeir sem vinna vel í hópi, þeir sem sýna hjálpsemi eða hvatningu. Þeir sem eru jákvæðir, kurteisir. Þeir sem geta tjáð tilfinningar sínar og hafa skapandi hugsun. Þeir sem hafa gagnrýna hugsun en ekki síst þeir sem leggja sig ffam og hafa unnið sigur á sjálf- um sér. Ég hvet skólafólkið okk- ar til að finna góða leið til trygg- ja að allir nemendur fái þá til- finningu að þeir séu á heiðurs- lista og fái að njóta sín áður en þeir ljúka grunnskólanámi. Sum- ir telja að mikilvægasta veganest- ið úr grunnskólanum ætti að vera heilbrigð sjálfsmynd eða hvemig er að fá allar sínar óskir uppfyllt- ar einn á eyðieyju eða vera einn á golfvellinum þegar við forum holu í höggi. Maðurinn er ekki eyland og það sannast hið fom- kveðna að maður er manns gam- an. Helga Margrét Guðmundsdóttir VlKURFRÉTTIR I 38.TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN16. SEPTEMBER 2004 I 23

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.