Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.09.2004, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 16.09.2004, Blaðsíða 14
BLENDITREND Skókaupmaður- inn Hermann Helgason í Skó- búðinni hefur fært út kvíarnar og opnað tískuverslunina TREND á Hafnargöt- unni við hlið Skóbúð- arinnar.Trend mun eingöngu hafa á boðstólnum tískuvör- ur frá Blend og Blend she sem fást í verslun- unum Blend sem rekn- ar eru í Kringlunni og Smáralindinni. Her- mann hefur einnig selt skó frá sama merki í Skóbúðinni. Að sögn Hermanns er um einstakan samning að ræða sem gefúr möguleika á að taka inn nýjar vörur í hverri viku og ætti fólk alltaf að sjá eitthvað nýtt reglulega. Blend merkið hefur verið á boðstólnum i 10 ár fyrir herra en kemur nú með nýja línu fyrir dömur undur merkinu Blend She sem ætlað að sinna þörfiim þeir- ra sem vilja hátískufatnað á mjög góðu verði. Boðið verður upp á gallabuxur í mörgum sniðum og þvottum, bolum, peysum, sÍQTt- um og jökkum sem allt passar saman ásamt aukahlutum. > Aðsend grein um skólamál: „Þarfég þá ekki að gera heimavinnuna?" Eg og dóttir mín áttum undarlegar samræður um daginn er ég reyndi að útskýra að eftir nokkra daga gæti hún Iíklega ekki far- ið í skólann eins og venjulega. „En hvað er verkfall?”, segir sú stutta.Af hverju koma kennararnir ekki í skólann? „Ja,... það er sko af því að.. það eru nefnilega ekki til nógir peningar til að borga þeim nógu vel fyrir vinnuna sína... eða...sko... hmm” og beindi umræðunni á önnur svið. En málið var geymt en ekki gleymt því stuttu síðar spyr sú litla: „en þarf ég þá ekki að gera heimavinnuna?”, og var harla kát yfir þessu óvænta „fríi”. Móðirin reyndi að koma stubbulínu í skilning um að hún þyrfti samt að læra, og hún ætti ekki að gleðjast þó kennarar færu hugsanlega í verkfall, og hún færi ekki í f=í Suðurnesjafólk athugið! Lág bilanatíðni, kröftugt fjórhjóiadrif og sígilt útlit Subaru eru meðal ástæðna fyrir einni mestu tryggð við vörumerki sem um getur á íslandi. Á veturna þegar allra veðra er von eykur traustur bíll elns og Subaru öryggl þitt til muna. Umboðsaðili Ingvars Helgasonar á Suðurnesjum sendir Suðurnesjafólki öllu hlýjar haustkveðjur. Beinskiptur Sjálfskiptur Impreza Sedan GX 2.160.000 kr. 2.250.000 kr. Impreza Station GX 2.195.000 kr. 2.295.000 kr. Impreza Station WRX 2.995.000 kr. Umboðsaðili Ingvars Helgasonar á Suðurnesjum Bílar GS Sport Brekkustíg 38 260 N|arðvík 421-8808 Ingvar Helgason www.ih.is „frí” þó hún kæmist ekki í skólann. „En hvernig á ég þá að læra þcgar það er enginn skóli”, „nú... við lesum heinia og svona” sagði móðirin harla örvæntingarfull yfir þessu spurningaflóði því svo sannar- lega átti hún ekki svörin við svo einföldum spurningum. Börn svipt rétti til skóla- göngu Hvemig er hægt að útskýra fyrir bami að það sé svipt rétti til skólagöngu því að forystusveit kennara og Launanefhd sveitar- félaga geta ekki samið um kaup og kjör? Það er nógu erfitt fyrir fullorðna að skilja þetta ástand sem orðið er. Kjaraviðræðumar em svo flóknar í eymm hinna al- mennu foreldra, að flestir hvorki vilja né geta sett sig inn i þessa umræðu um kennsluskyldu, yfir- vinnutíma, undirbúningstíma, þróunarstarf, viðtalstíma. o.s.frv. Né vilja flestir foreldrar taka afstöðu með öðmm aðilan- um því vissulega hafa allir sem koma að samningunum eitthvað til sins máls. Enginn aðili er „vondi kallinn” hér eins og böm, og stundum fúllorðnir, vilja gjaman stilla því upp, en staðan er samt algjörlega óásættanleg. I allri ijölmiðlaumijölluninni hefúr lítið farið fýrir þeim sem mestra hagsmuna eiga að gæta, þ.e. bömunum sjálfúm og foreldrum þeirra. Hvers eiga bömin að gjada? Er skólaganga 45.000 bama það litils virði að við emm virkilega að tala um mögulegt tveggja mánaða verkfall? I sam- tölum mínum við fólk erlendis frá, er mér tjáð að þeirra ríkis- stjóm yrði að segja af sér ef skól- ar rnyndu lamast í nokkra daga. Emm við, með þvi að láta það viðgangast að skólastarf lamist vikum saman, að segja bömun- um að nám skiptir máli, og bera eigi virðingu fyrir skólanum? Kennararaverkfall sendir þveröf- ug skilaboð. Hvað eigum við að segja bömum okkar þegar þau spytja hvort þau þurfi nokkuð að læra? Metnaður í menntun barna okkar En dóttir mín er þó heppnari en ungmennin okkar í 4.,7. og lO.bekk, því þau eiga vemlega á hættu að standa illa að vígi þegar að samræmdu prófúnum kemur, og það getur haft áhrif á alla þeir- ra skólagöngu. Svo ég tali nú ekki um hvað verkfall sem þetta hefúr áhrif á almenna líðan bam- anna okkar. Bömin eiga ekkert nema það besta skilið. Við fúll- orðna fólkið bemm skyldu til að sjá þeim fyrir þeirri þjónustu sem þeim er tryggð í lögurn og trygg- ja að þetta óvissuástand skapist ekki aftur í menntamálum bam- anna okkar í framtiðinni. FFGÍR-Foreldrafélög og for- eldraráð grunnskólanna í Reykja- nesbæ, vilja því þrýsta á alla samningsaðila að semja sem fyrst og afstýra verkfalli. Foreldr- ar hafa þá einföldu ósk að böm þeirra hljóti það nám sem þau eiga rétt á. Eigi kost á góðu og ffiðsælu vinnuumhverfi, með stoltum og metnaðarfúllum kennumm sem em ánægðir í starfi, svo ekki komi til þessa ástands að ég og aðrir foreldrar þurfa að útskýra fyrir litlum koll- um af hveiju kennarar mæti ekki til vinnu. Það er ekki vænleg hvatning til bamanna okkar um að leggja metnað í skólagöngu Ingibjörg Ólafsdóttir verkefnastjóri FFGIR-Foreldra- félög og foreldraráð grunnskól- anna i Reykjanesbœ, og móðir barns i grunnskóia Þetta er bara orðin hluti af haustverkunum í minni fjöl- skyldu,” sagði Lydía Ósk Ómarsdóttir sálfræðinemi þar sem hún týndi ber af myndarlegum rifsberjarunna í garð- inum hjá ömmu sinni og afa í Sandgerði um helgina. Rifsberin notar Lydía í rifsbcrjahlaup. „Þegar búið er að verka berin er hlaupið alveg hrikalega gott,” segir Lydía. Hún segir nauðsynlegt að sjóða stilkana með því þeir eru hleypirinn. En hvemig er uppskriflin að góðu rifsbeijahlaupi? „Berin em soðin í vatni og það em 3 dl af vatni notað á móti einu kílói af beijum. Berin em soðin í vatninu í um 20 mínútur án þess að hræra. Vökvinn er síðan sigtaður i gegnum tusku. Þá er einu kílói af sykri blandað á móti einum lítra af vökvanum og þetta látið sjóða í um 5 mínútur án þess að hræra. Hlaupinu er þá hellt í kmkkur og það látið kólna,” sagði Lydía i samtali við Vikurfféttir. 14 VfKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.