Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.09.2004, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 16.09.2004, Blaðsíða 17
EI LS U viðtah 1. Nafn: Elísabet Doris Eiríksdóttir 2. Hvernig hugsar þú um líkamann: Með því að ganga eða hjóla og gera smá leikfi- mi. 3. Uppháldsheilsumatur: Spíruð korn, spíraðar baunir og jurtafæði úr góðu hráefni. 4. Hvernig nærir þú sálina: Með því að lesa Orð Guðs. 5. Hvernig slakar þú á: Með því að leggjast útaf, lesa góða bók eða tala í síma við góða vini. 6. Hvað kemur þér í gott skap: Félagsskapur góðra vina. 7. Hvar finnst þér best að vera: Heima er best og e.t.v í Hveragerði t.d á heilsuhælinu. 8. Hvað hvetur þig áfram: Tímaþröng 9. Hollráð: Allavega fyrir líkamann er t.d að borða ung fíflablöð sem meðlæti með mat eða sem álegg ofan á brauð. En hjálpræði sálarinnar er mikilvægast... „jesús Kristur er svarið". BÆTIEFNIÐ Bíoflavóníðar: Kallast einnig P vítamín og eru vatnsleysanleg bætiefni sem fyrirfinnast oftast í samfloti með C vítamíni. Dæmi um algenga bíoflavoníða eru t.d. sítrín, hesperidín, rútín og kersetín. Bíoflavoníða er aðallega að finna í innanverðu hýði ýmissa ávaxta s.s. sítrusávaxta (sítrónum, grape, appelsínum), einnig í apríkósum, kirsuberjum, vínberjum, plómum og papaya. Grænar paprikur, brokkolí og tómatar eru ríkustu grænmetistegundirnar. Bókhveiti er komteg- und sem inniheldur mikið magn af rútfni. Bíoflavoníðar hafa öfluga andoxunarvirki og verja þar með frumur líkamans fyrir sindurefnum (free radi- cals). Meginhlutverk þeirra er þó að styrkja háræðar og stjórna gegnumflæði súrefnins, koltvísýrings og næringaefna um háræðar. Ásamt C vítamíni heldur það m.a. bandvefjum heilbrigðum. Bíoflavoníðar eiga einnig þátt í að minnka histamín framleiðslu frum- anna (sérstaklega kersetín) og eru þ.a.l. gagnlegir við ýmis konar ofnæmi s.s. frjókornaofnæmi, astma og liðagigt. Með því að styrkja háræðar eru bíóflavoníðar notaðir m.a. við blæðandi tannholdi, gyliinæð, blóðnösum, og marblettum. SPEKI MANAÐARINS: „Með því að dvelja úti í náttúrunni þroskast hjá þér hæfni til að skynja hið fullkomna samræmi í samspili orku og efnis". s u/l HVAÐ ER SPELTI? pelt er mjög forn korntegund sem tilheyrir elstu menningarjurtum mannkynsins. Spelt er víða í Evrópu einnig þekkt undir heitinu Dinkel. Það er eitt af þremur upprunalegustu korntegundunum í heiminum, hinar tvær tegundirnar eru Enkorn og Emmer. Spelt varð til úr þessum tveim korntegundum og er í raun ekki hveitkorn, heldur sérstök korntegund sem hefur ýmsa eiginleika fram yfir aðrar korntegundir í dag. En það er mikilvægt að speltið sé lífrænt ræktað og að ekki sé búið að víxlrækta það eða blanda við hveiti. Þá tapar það þes- sum mikilvægu eiginleikum. Við ræktun á spelti er ekki hægt að fá eins mikla uppskeru eins og við ræktun á venjulegu hveiti, aðeins um 60% og síðan fellur 35% burt sem er hýðið. Það þarf sérstakar vélar til að ná burtu ysta hýðinu. Hið þétta og harða hýði sem er svo erfitt að fjarlægja hefur þó sína kosti því það ver sjálft kornið fyrir allri ytri loftmengun og jafnvel geislavirkni. Þetta gerir speltið að einni hreinustu og hollustu næringu nútímans. Spelt inniheldur flest næringarefni sem þarf til að viðhalda góðri heilsu. Það inniheldur amínósýrur, steinefni, sne- filefni og vítamín. í spelti má finna töluvert magn af fosfór, kalíum, kísil og magnesíum. Einnig er meira af vítamíni B1 og B2 og níasíni en í hveitikorni. Margir halda að speltkornið sé glúteinlaust því svo margir sem eru með glútenóþol þola speltið. En það er töluvert magn af glúteni í speltinu en uppbygging þess er önnur og áhrifin því önnur í líkamanum. Þessar lýsingar um speltið eiga aðeins við þar sem um hreinræktað spelt er að ræða, en því miður eru á markaði spelttegundir sem búið er að hveitikrossa, þ.e. kynbæta með blöndun á hveiti. Allt spelt- mjöl og speltkorn sem selt er hjá Yggdrasil er hreinræktað. Helstu eiginleikar speltkornins: •mjög bragðmilt og auðmeltanlegt • má nota í allar uppskriftir í staðinn fyrir hveiti og heil- hveiti • flestir sem þola ekki glúten þola speltið (Höf: Yggdrasill) JURTIN Vallhumal! (Achillea millefolium): Nýttir plöntuhlutar: Blóm og blöð Söfnun: Fyrri hluta sumars Áhrif: Samandragandi, æðaútvíkkandi og því blóðþrýstingslækkandi, svitadrífandi og hitalækkandi, krampastillandi, bólgueyðandi, græðandi. Notkun: við byrjun kvefs eða flensu, hita, háum blóðþrýstingi, krömpum í meltingavegi, æðahnútar, þrálát sár (útvortis). UPPSKRIFTII Cashewkrem & jarðarber: 2 dl. cashewhnetur 1 dl. appelsínusafi 2 döðlur, smátt saxaðar 1 bakki jarðarber -Cashewhneturnar og döðlurnar lagðar í bleyti í ca 2 klst -Vatnið sigtað frá -Hneturnar, döðlurnar og appelsínusafinn eru sett í matvinnsluvél og blandað vel þar til alveg kremað og flott -Sett í desertskálar jarðarber og cashewkrem til skiptis -Flott að nota ískúluskeið f kremið -Líka hægt að nota kremið ofan á kökubotna -Verði ykkur að góðu.........uummm (Höf: Sólveig Eiríksdóttir, Crænum Kosti)1

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.