Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.09.2004, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 16.09.2004, Blaðsíða 6
Beðið eftir löndun Bátar voru í biðröð eftir að landa í Sandgerðishöfn á mánudag, en fjölmargir bátar eru bundnir við bryggjuna þessa dagana. Starfsmaður Sandgerðishafn- ar sagði í samtali við Víkurfréttir að septembermánuður væri rólegur og að smábátarnir væru rétt að byrja að hreyfa sig úr höfn. „Kvótaárið er rétt að byrja og það fer að lifna yfir þessu. Það er eitthvað að lifna yfir skötuselnum hjá minni netabátunum.” Ævíntýrale^ heilsulind fyrir líkama o«i, sál Þokkafullur dans fyrir gyðjur á öllum aldri! Mánudagakl.21-22.15 Námskeið hefst 20. sepfember. Púl/inn www.pulsiim.is œvin t^rahus^ Víkurbraut 11 Símar: 423 7500 Sandgerði 848 5366 >- Ný versluná Hafnargötunni: Rollingar opna búð á Hafnargötu Barnafataverslunin Rollingar hcfur opnað útibú að Hafnargötu 50 í Reykjanesbæ, en verslunin hefur verið starfrækt í Kringlunni í 15 ár. Verslunin Rollingar þykir með glæsilegri bamafataverslunum á landinu og nú geta Suðumesjamenn fengið að njóta þess besta sem hún hefur uppá að bjóða og er verslunin hér suðurfrá ekki síður glæsileg en verslunin í Kringlunni. Eigendur verslananna em hjónin Friðrik Ingi Rúnarsson og Anna Þórunn Sigurjónsdóttir ásamt þeim Haraldi Helgasyni og Þórunni Jónsdóttur, en þau eru búsett hér í Reykjanesbæ. „Það var alltaf verið að spyrja okkur hvenær við kæmum nú suður eftir og áhuginn var greinilega mikill. Það ýtti undir það að við drifum okkur loksins í þessu,” sögðu eigendurnir og vildu þakka kærlega fyrir frábærar viðtökur. > Framkvæmdir við Reykjanesvirkjun í fullum gangi: Steypuvinna hefst í lok mánaðarins Steypuframkvæmdir við stöðvarhús Reykjanes- virkjunar hefjast í lok mánaðarins. Nú cr unnið að jarðvinnu á virkjunarstaðnum og ganga þær framkvæmdir vel að sögn Geirs Þórólfssonar verkefnisstjóra hjá Hitaveitu Suðurnesja. „Þetta gengur allt ágætlega mið- að við hve stutt er síðan ákvörð- un var tekin um að ráðast í bygg- ingu Reykjanesvirkjunar,” sagði Geir í samtali við Víkurfréttir. Næstu daga verður hafist handa við að stilla upp timbri fyrir ATVINNA Starfsmaður á Tæknilager Tækniþjónustan Keflavíkurflugvelli óskar að ráða starfsmann til starfa á lager hjá félaginu. Starfsvið: Afgreiðsla á lager, pökkun varahluta og önnur almenn lagerstörf. Æskilegt er að viðkomandi hafi bæði góða ensku og tölvukunnáttu. Kostur ef viðkomandi hefur lyftararéttindi. Umsóknir óskast sendar starfsmannastjóra Tækniþjónustunnar (unasig@its.is) eigi síðar en 24. september 2004. Skriflegar umsóknir berist til Tækniþjónustunnar Keflavíkurflugvelli, Bygging 8, 235 Keflavíkurflugvelli. ITS TECHNICAL SERVICES steypuvinnu við stöðvarhúsið sem verður um 3000 fermetrar að stærð. Raforkuframleiðsla Reykjanes- virkjunar verður 100 MW sem fæst með nýtingu jarðgufu. Heildarkostnaður við byggingu Reykjanesvirkjunar verður 9 til 10 milljarðar króna. Séð yfir framkvæmdasvæðið á Rekjanesi um miðjan ágúst. Ljósmynd/Oddgeir Karlsson. Konur í meirihluta á bæjarstjórnarfundi Konur voru í meirihluta á síðasta bæjarstjórnar- fundi Garðs sem hald- inn var 1. september sl. Það þykir b'ðindum sæta og kemur fram á heimasíðu bæjarins að það hafi einungis gerst einu sinni áður í langri sögu bæjar- ins, en það var á síðasta kjör- tímabili. Fjórar konur sátu fundinn, en það voru þær Guðrún S. Alfreðsdótt- ir, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Asta Agnes Woodhead og Flrönn Edvinsdóttir, sem kom inn sem varamaður I-lista. Venjulega eru þrjár konur í sjö manna bæjarstjórn þannig að ekki munar miklu, en þetta sýnir vonandi jákvæða þróun í átt til jöfnunar kynjahlutfalls í bæjar- stjómum víðar. Bæjarstjóri Garðs, Sigurður Jónsson, tók fram í viðtali við Víkurfréttir að fundurinn hefði verið óvenju friðsamlegur þó ekki væri víst að kynjahlutfall hefði nokkuð með það að gera. Miölun frétta og mynda Meö öflugrl fréttavakt Vfkurfrétta eru Uósmyndarar —rr og blaóamenn tll taks allan sólarhrlnglnnl FRÉTTASÍMINN |898 2222 f 6 VfKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.