Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.09.2004, Blaðsíða 25

Víkurfréttir - 16.09.2004, Blaðsíða 25
99 EKKERT ANNAD EN SICUR!” Grindavík vinnur fyrstu tvo leikina í Reykjanesmótinu Grindavík bjargaði sér endanlega frá falli úr Landsbankadciidinni með góðum sigri á nágrönnum sínum í Keflavik, 3-4, um síðus- tu helgi. Næsta sunnudag fá þeir Víkinga í heimsókn og verður fróðlegt að sjá hvernig sú rimma fer. Víkingar þurfa nauðsynlega á sigri að halda í botnbaráttunni, en Grindvíkingar hafa ekki að neinu að stefna nema að ljúka sumrinu með stæl. Þeir gætu jafhvel skotið Keflvíkingum og KR niður fyrir sig og sest í fimmta sætið. „Það kemur ekkert annað til greina en sigursagði Grétar Hjartarson, framherji Grinda- víkur i samtali við Víkurfréttir. „Við ætlum að vinna þennan leik, ná í þijú stig og klára árið með stæl.” Grétar segir Grind- víkinga koma inn í leikinn af ful- lum krafti og hugsi ekki um stöðu Vikinganna sem munu falla fái þeir engin stig út úr leiknum. „Þeir eiga ekkert inni hjá okkur. Það er ekki okkur að kenna að þeir eru í fallhættu þan- nig að við tökum bara vel á þeim.” Reykjanesmótið í körfuknattleik hófst í Grindavík í síðustu viku þar sem heimamenn lögðu Keflvíkinga að velli, 103-86, og Njarðvíkingar sigruðu Hauka, 72-63. Önnur umferðin fór fram sl. þriðjudagskvöld í Keflavík og unnu Grindvíkingar Hauka með sannfærandi hætti, 101-85. Þá lögðu Keflvíkingar Njarðvík- inga, 101-84, en þriðja umferðin fer fram i Njarðvík í kvöld. Úr- slitin verða að Asvöllum í Hafn- arfirði á mánudaginn. Bestu menn heiðraðir hjá Víði og Reyni Reynir og Víðir héldu lokahóf sín um siðustu helgi þar sem efnilegustu og bestu menn lið- anna fengu viðurkenningar fyrir afrek sín í sumar. Hjá Reyni var Guðmundur Gísli Gunnarsson valinn bestur, en hann var jafnffamt markahæstur með 7 mörk. Georg Birgisson var besti leikmaður sumarsins að mati stuðningsmanna liðsins. Andrés Eggertsson þótti efnileg- asti leikmaðurinn, en Hjörtur Fjelsted skoraði mark ársins. Rafh Markús Vilbergsson þótti skara framúr hjá Víði, en hann skoraði 7 mörk, fleiri en nokkur annar í liðinu í sumar. Efhilegast- ur var Bjöm Bergmann Vil- hjálmsson, en EinarTryggvason fékk viðurkenningu fyrir mestu framfarir. Tveir Kanar til Keflavíkur Körfuknattleikslið Kefla- víkur hefur tryggt sér starfskrafta tveggja bandarískra ieikmanna fyrir átök vetrarins. Þeir heita Ant- hony Glover og Jimmy Migg- ins og eru báðir stórir og stæðilegir piltar. Glover reyndist Keflvíkingum afar vel í leiknum gegn Njarðvík í Reykjanesmótinu og skoraði 36 stig, en Miggins hefur ekki enn fengið að reyna sig í ieik. Miklar væntingar eru til þess síðarnefnda en hann var mikil stjarna með háskólaliði sínu vestra áður en hann meiddist illa. Hann freistar þess nú að sanna sig og er þátttaka Kefla- víkur i Evrópukeppninni vel til þess fallin. Steindór hættur sem landsliðsþjálfari Steindór Gunnarsson hefur látið af störfum sem landsliðsþjálfari i sundi, en Stcindór hefur undanfarin fjögur ár starfað með Iandsliðum SSI. Fyrst sem unglingalandsliðs- þjálfari en frá miðju ári 2002 sem landsliðsþjálf- ari. Ásamt því að hafa sinnt stöfúm landsliðsþjálfara hefur hann einnig verið þjálfari hjá ÍRB og starfað sem kennari í Grunnskóla Njarðvíkur. Sundsamband Islands þakkaði Steindóri sérstaklega fyrir vel unnin störf í þágu landsliða SSÍ og sund- hreyfingarinnar allrar og vonaði að hann tæki áfram þátt í verkefhum með landsliðum og undirbúnings- hópum Sundsambandsins á komandi árum. Stigateppi - Skrifstofuteppi - Heimilisteppi - Bflateppi - Anddyrismottur - Dreglar - Stök teppi o.fl. Opnunartílboð Marazzi Gólfflísar 4 gerðir 30x30 cm. Marazzi veggflísar 20x25 cm. Marazzi hvítar veggflísar 15x15 cm. Armstrong plastparket Eik (7,5 mm. þykkt) Skipadreglar 1 metri á breidd Úrval af flísum frá Porcelanosa, Venis, Marazzi og Imola. Kr. 1.450 pr.m2 Kr. 890 pr.m2 Kr. 890 pr.m2 Kr. 980 pr.m2 Kr. 945 pr.mtr. Vínyl og Linoleum-gólfdúkar frá FORBO Gegnheilir vínyldúkar frá Tarkett Berry Floor plastparket - Baltic Floor viðarparket Deitermann flísafylgiefni - Uzin spörtl og lím FLÍSARjjgÓLF Iðavöllum 7, 230 Reykjanesbær Sími 421 7090 Fax 421 7091 E-maiI: flg@simnet.is VlKURFRÉTTIR I 38.TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN16. SEPTEMBER 2004 I 25

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.