Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.09.2004, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 16.09.2004, Blaðsíða 4
I ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐ NJARÐVlKUR LAUSTSTARF BAÐVÖRÐUR íþróttamiðstöð Njarðvíkur óskar eftir að ráða karlkyns baðvörð í 100% starf. Starfið er unnið í vaktavinnu og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 23. september n.k. og skulu umsóknir berasttil Menningar-, íþrótta- og tómstundasviðs Reykjanesbæjar, Hafnargötu 57, 230 Reykjanesbæ. Einnig er hægt að sækja um rafrænt á vef Reykjanesbæjar. Frekari upplýsingar veitir forstöðumaður, Hafsteinn Ingibergsson ( síma 899 8010. Laun eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og STFS. Menningar-, íþrótta- og tómstundasvið Starfsþróunarstjóri. ••• reykjanesbaer.is SínÉtiir42i](!lTO Alúðarþakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærs bróður okkar og mágs, Ágústs H. Matthíassonar, Heiðarhvammi 6, Keflavík. Einnig hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu sem studdu hann og styrktu í hans löngu og erfiðu veikindum í gegnum árin. Guð blessi ykkur öll. Kristín Matthíasdóttir, Kjartan Ólason, Guðmundur Matthíasson, Inga Björk Hólmsteinsdóttir, Hjörleifur Matthíasson. = i^nr = iwfTnr ilhip [LD[p) / í flmoDll Nýtt öflugt œfingaform hannað af Erni Steinari Marinóssyni. Viltu komast í topp form ó 5 vikna nómskeiði? Allar uppl. veitir Örn Steinar í síma 869 8353 s • ‘ * * ‘ ' • I gjji m síö3& Sundmiðstöð Keflavíkur Sími 421 4455 • www.perlan.net >* Hugmyndir um framleiðslu lífræns úrgangs við Njarðvíkurhöfn: Tekist á um tanka við Njarðvíkurhöfn Tankarnir við Njarðvíkurhöfn eru alls átta talsins og eru að stofninum til 80 ára gamlir. Á myndinni má einnig sjá Olsen húsin sem standa auð og þykja ekki mikil prýði í hverfinu. Ljósmynd/Oddgeir Karlsson Tankarnir sem verið hafa við Njarðvíkurhöfn um árabil verða þar áfram ef hugmyndir um framleiðslu á lífrænum áburði ná fram að ganga. Eigandi tankanna, Tankastöðin ehf. hefur síðustu misseri unnið að þróun á fram- lciðslu lífræns áburðar sem gerður er úr meltu sjávarfangs. Að sögn Guðjóns Ánnanns Jóns- sonar lögmanns og forsvars- manns Tankastöðvarinnar ehf. hefur eftirspurn eftir slíkum líf- rænum áburði aukist síðustu misserin. Víkurfréttir sendu Guð- jóni spumingar varðandi tankana og í svari sem hann sendi kemur fram að lagt hafi verið mikið fjánnagn í endurbyggingu meltu- verksmiðjunnar fyrir nokkrum árum. Meðal annars hafi verið komið upp tölvustýrðum búnaði í samvinnu við stórt norskt fyrir- tæki sem ætlaði að tryggja af- urðasölu félagsins. Guðjón segir að slæmar markaðsaðstæður hafi orðið fyrirtækinu að falli á þeim tíma. Heilbrigðisnefnd Suðurnesja ákvað á fundi sínum í júní fyrir rúmu ári síðan að tankarnir skyldu rifnir á kostnað eigenda þeirra. Nefndinni hafa borist margar athugasemdir vegna slysahættu og umhverfislýta sem af tönkunum stafar. Ibúasamtök Sjávargötu í Njarð- vík hafa sent bæjarráði Reykja- nesbæjar bréf þar sem m.a. er spurt hvort tankarnir við Njarð- víkurhöfn verði látnir standa þar áfram. Samkvæmt þvi sem kem- ur ffarn i svari Guðjóns Armanns hefur verið gerður langtímaleigu- samningur við Reykjanesbæ til þessarar starfsemi. Að sögn Guð- jóns hefur Reykjanesbær fengið greiddar háar flárhæðir vegna byggingaleyfa, auk lóða- og fast- eignagjalda. Segir Guðjón að verksmiðjunni verði komið í gang um leið markaðsaðstæður skapist. Aðspurður segir Guðjón að mælingar á stærstu tönkunum staðfesti að þykkt þeirra sé yfir öllum viðmiðum og því ekkert sem mæli gegn áframhaldandi notkun þeirra en tankamir eru að stofni til 80 ára gamlir. Viðar Már Aðalsteinsson fram- kvæmdastjóri umhverfis- og tæknisviðs Reykjanesbæjar sagði í samtali við Vikurfféttir að reynt hafi verið að fá eiganda tankanna til að flytja þá. „Við höfum boð- ist til að flytja tankana í Helguvík en það hefur ekki verið áhugi fýrir því meðal eigenda. í okkar huga er það alveg ljóst að tank- amir verða ekki nýttir.” Að sögn Viðars Más hefur skipu- lagsvinna á svæðinu við Njarð- víkurhöfn og Sjávargötu ekki gengið vel og segir hann svæðið erfitt að eiga við. „Það em ekki bara tankamir sem em að trnfla skipulagsvinnuna á svæðinu. Ol- sen húsin standa á svæðinu og nýlega var olíutankur á svæðinu seldur einstaklingi í Vogum sem gerir okkur erfiðara fyrir að skipuleggja svæðið.” í starfsáætlun Reykjanesbæjar fýrir árið 2004 var gert ráð fýrir 3 milljónum króna vegna skipu- lagsvinnu og jarðvinnu við Sjáv- argötu og segir Viðar Már að það fjánnagn sé uppurið. Á næsta ári verði m.a. ráðist í gerð gangstétta á svæðinu og segir Viðar Már að áfram verði unnið að því að koma tönkunum burt og öðmm eignum sem nýtast ekki á svæð- inu. >* Verslun og þjónusta í Reykjanesbæ: Flísar & Gólf opnar verslun EigendurverslunarinnareruhjóninÁrmannJóhannsson og Linda Sigurgeirsdóttir. Ný þjónustuverslun, Flísar & Gólf, hefur opnað að Iðavöllum 7 í Reykjanes- bæ. Eigendur verslunarinnar eru hjónin Ármann Jóhanns- son og Linda Sigurgeirsdóttir, en Ármann er Suðurnesja- mönnum vcl kunnur eftir 15 ár við sölu og ráðgjöf gólfefna. „Ég legg áherslu á að vera með persónulega þjónustu og ráð- gjöf,” sagði Ánnann í samtali við Vikurfréttir. „Það hefur enginn verið að bjóða slikt hér á svæð- inu, en nú munum við mæta þeirri eftirspum og veita einstak- lingum og fyrirtækjum gæða- þjónustu.” I versluninni má finna gæðavör- ur ffá þekktum framleiðendum á sviði gólfefna, t.d. Porcelanosa, Venis, Imola og Marazzi flísar frá Álfaborg, flisafylgiefni og spörtl ffá Deitermann, parket ffá Berry floor og Baltic floor, stiga- húsateppi, sísalteppi, heimilis- teppi, mottur, dregla o.fl. Einnig munu Flísar & Gólf vera með þekkta gólfdúka ffá Forbo, Mar- moleum gólfdúka unna úr nátt- úrulegum efnum, vínyldúka fýrir heimili, stofhanir og verslanir og mottur ffá Akta/Persíu. Þá er verslunin í góðu sambandi við fagmenn til þess að vinna úr þeim efnum sem í boði eru sé þess óskað. Verslunin er opin alla virka daga ffá kl. 8-12 og 13-18 og laugar- daga ffá kl. 9-13. Frekari upplýs- ingar má fá í síma 421-7090. 4 VÍKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.