Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.09.2004, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 16.09.2004, Blaðsíða 22
FÆREYSKAR KARTÖFLUR í SANDGERÐI „Þetta er miklu betri uppskera hcldur en í fyrra og þær eru nokkuð stórar núna,” sagði Pétur Jcnscn scm ásamt móður sinni Maríönnu Jensen tóku upp kartöflur í Sandgerði á mánudag. „Þær eru bcstar svona nýjar,” segir Maríanna og Pétur bætir við. „Maður bara síður þær og borðar - þarf ekkert að skræla eða neitt. Það er líka langmest vítamín í kartöfluhýðinu,” segir hann en móðir hans segist aldrei hafa geta borð- að hýðið. Pétur segist hafa sett útsæðið niður fyrstu vikuna í júni. „Það var nú heldur seint. Maður þyrfti að setja útsæðið niður í mai - þá yrðu þær töluvert stærri segir Pétur en í fyrravor setti Pétur mjöl niður tneð útsæðinu og segir hann það vera að skila sér núna. „í fyrrahaust var lítil sem engin uppskera og við fengum aðeins botnfylli af kartöflum út úr því. Það virðist hinsvegar sem mjölið hafi þurft ár til að gera moldina kraftmeiri, en ég dreifði einnig áburði yfir í vor.” I garðinum hjá þeim feðginunum er einnig nokkuð af rabbarbara. „Eg er nú búin að taka upp rabbarbara einu sinni úr garðinum og mér sýnist ég ná að taka upp aðra uppskeru fljótlega,” segir Mari- anna brosandi. Langbestmótið Laugardaginn 18. september Punktakeppni m/forgjöf Karla- og kvennaflokkur Langbest^þ lla/nargötu 62 • 230 Krflavík • Stml 421 4777 Nrtfang: langbaitOtlmntt.tÆ • tcuno.gUM/langbtal Glaesileg verðlaun fyrir 5 efstu sætin í báðum flokkum. Nándarverðlaun á 16. braut - ársmiði fyrir holu I höggi Allir keppendur fá teiggjafir Ræst út frá kl. 12-14 Skráning á golf.is og í síma 421 4100 Námskeið fyrir verðandi veiðimenn og skotvopnaleyfisliafa Fyrirhugað er að halda námskeið fyrir umsækjendur um skotvopnaleyfi og undirbúningsnámskeið fyrir hæfnispróf veiðimanna. Veiðikortanámskeiðið kostar kr. 7.000, skotvopnanámskeiðið kr. 18.000.- Skráning hjá Veiðistjórnunarsviði í síma 462 2820. Nánari upplýsingar á ust.is U S T Staðsetning: Félagsheimili lögreglunnar Keflavík Skotvopn bóklegt: 30 sept. ogl.Oktkl 18.00-22.00 Skotvopn verklegt: 2. Okt kl 9.00 Skotsvæöi. Veiðikortanámskeiö: 5. Okt kl 18.00 -22.00 Kennslugögn eru send til þátttakenda eftir greiöslu námskeiðsgjalds sem þarf að greiöast minnst viku fyrir námskeiðiö. Ennfremur þurfa þátttakendur að skila inn sakavottoröi og læknisvottoröi, sérstaklega útgefnu vegna skotvopnanámskeiða til lögreglu minnst viku fyrir námskeiðin. Nýnemar FS kysstu svínshausinn að venju Busafjör í FS Nýnemar Fjölbrauta- skóla Suðurnesja voru boðnir velkomnir í skól- ann á hefðbundinn hátt á fimmtudaginn en um 120 nýir nemendur heíja nám við skól- ann á þessu hausti. Nýnem- arnir voru stimplaðir um leið og þeir komu í skólann og brugðu eldri nemendur á Ieik með þeim í skólanum fram eftir morgni. Eftir sprell i skólanum var haldið í skrúðgöngu að 88-húsinu þar sem nýnemarnir voru formlega boðnir velkomnir í skólann þar sem þeim var dýft ofan í vatn og í kjölfarið látnir kyssa hinn viðfræga svínshaus. Sú hefð að nýnemar séu látnir kyssa svíns- haus hefur haldist lengi við skólann. Skóladagurinn endaði með flatbökuveislu í skólanum og hafa nýnemamir því formlega verið teknir inn í skólasamfélag- ið. Samkvæmt hefð sér útskrif- tarhópur Fjölbrautaskóla Suð- umesja um vígsluna og að sögn Völu Rúnar Björnsdóttur útskriftarnema tókst dagurinn mjög vel. „Það eru allir mjög ánægðir með daginn og allir skemmtu sér rnjög vel.” t Elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, Bjarki Hafþór Vilhjálmsson, Íshússtíg 5, Keflavík, lést 9. september. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 21. september kl. 14.00. Vilhjálmur H. Snorrason, Anna Björg Þorbergsdóttir, Gígja Rafnsdóttir, Jón Olgeir Ingvarsson, Ágúst Vilhjálmsson, Gyða Jóhannsdóttir, Hafrún Anna Sigurbjörnsdóttir og aðrir aðstandendur. 22 VfKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DACLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.