Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.09.2004, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 16.09.2004, Blaðsíða 20
BioBú Biobú ehf. er nýtt fyrirtæki á sviði mjólkurvinnslu sem sérhæfir sig í vinnslu og markaðssetningu á lífrænni jógúrt. Fyrirtækið er í eigu hjónanna Kristjáns Oddssonar og Dóru Ruf og hóf starfsemi í júní 2003. Framleiddar eru þrjár bragðtegundir; hrein jógúrt, jógúrt með jarðarberjum og jógúrt með múslí. Lífræna mjólkin, sem notuð er kemur frá bænum Neðra-Hálsi í Kjós. Mjólkin frá Neðra-Hálsi er eina lífræna drykkjarmjólkin sem fer á markað hérlendis. Mjólkina selja ábúendurnir til Mjólkursamsölunnar sem sér um vinnslu og dreifingu hennar. Af þeim 125.000 lítrum sem framleiddir eru á Neðra-Hálsi seljast um 30.000 lítrar sem lífræn mjólk. Það sem eftir er hefur verið blandað saman við venjulega mjólk og selt þannig. Með tilkomu Biobús hefur þetta breyst og framvegis er umframmjólkin nú nýtt í framleiðslu á lífrænni jógúrt. Biobú ehf. Stangarhyl 3a 110 Reykjavík Sími: 587-4500 e-mail: biobu@biobu.is Veffang: www.biobu.is Yggdrasill Yggdrasill, verslun með lífrænt ræktaðar afurðir, var stofnað árið 1986 og var tilgangurinn með stofnun félagsins að selja eingöngu lífrænt ræktaðar matvörur og aðrar vörur af bestu fáanlegu gæðum. Félagið hefur öll árin haldið þessu markmiði sínu. Þeir sem stóðu að stofnun félagsins voru hjónin Rúnar Sigurkarlsson og Hildur Guðmundsdóttir ásamt nokkrum bændum sem voru þá að stunda lífræna ræktun. Þessir aðilar höfðu það sameiginlegt að hafa kynnst lífrænni ræktun og lífrænum afurðum íjarna í Svíþjóð, og fannst vanta mikið upp á úrval og gæði á slíkum vörum á íslandi. Einnig var til staðar lítill hópur fólks sem fannst mjög mikilvægt að svona fyrirtæki gæti orðið til og lagði sitt af mörkum til að hjálpa til. Starfsemin fór rólega af stað enda ekki svo stór neytendahópur til að byrja með. Lítil geymsla í fjölbýlishúsi dugði fyrstu mánuðina. í desember 1988 var svo verslunin flutt í miðbæ Reykjavíkur í núverandi húsnæði að Kárastíg 1. Þar hefur verslunin starfað í öll þessi ár og fer áhugi og eftirspurn stöðugt vaxandi. Auk verslunarinnar á Kárastíg hefur Yggdrasill einnig starfrækt heildsölu og selt í aðrar verslanir. Heildsala og dreifing í aðrar verslanir hefur einnig aukist og fást nú vörur frá Yggdrasill í öðrum heilsuvöruverslunum og stórmörkuðum. Félagið hefur gott samstarf við bændur á íslandi sem stunda lífræna ræktun og hefur ætíð til sölu það úrval af lífrænt ræktuðu grænmeti sem fáanlegt er hverju sinni. Einnig flytjum við inn vörur frá m.a. Þýskalandi, Hollandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Bretlandi. Við leggjum áherslu á að versla helst við fyrirtæki sem eru eingöngu með lífrænt ræktaðar vörur með gæðamerkingum frá viðurkenndum vottunaraðilum. [ dag er starfsemin ört vaxandi og vöruúrval er alltaf að aukast. Áhugi á lífrænt ræktuðum vörum hefur aldrei verið meiri en í dag. Ástæður fyrir því eru margar m.a. meiri meðvitund um umhverfis- mál og heilsu. Einnig gerir fólk kröfur á að vita nákvæmlega innihald vöru sem það neytir, m.a. vegna ofnæmis. Því miður er það staðreynd að ofnæmi og óþol hefur aukist mikið og því er mikilvægt að neytendur hafi aðgang að vörum sem það getur treyst að eru án aukaefna, litarefna og ýmissa annarra óæskilegra hjálparefna. Yggdrasill Kárastíg 1 562 4082 / 561 9299 yg g d ras i 11 @ygg d ras i 11. i s Brauðhúsið í Grímsbæ Bræðurnir Sigfús og Guðmundur Guðfinns- synir reka Brauðhúsið í Grímsbæ. Þeir bræður baka einvörðungu úr lífrænu hráefni. "Við erum með allt korn lífrænt ræktað og annað hráefni, sem við notum, eins og þurrkaða ávexti, fræ og gróft korn. Við erum með tvenns konar súrdeig í brauðunum og síðan hafa svokölluð spelt brauð verið að vinna mjög á. Þau eru úr spelti, en það er korn, sem við mölum og notum í staðinn fyrir hveiti. Þetta er aldagömul hveititegund, sem er mjög næringarrík og komið hefur í Ijós að, að margir, sem þola ekki hveiti þola spelt". Brauðhúsið í Grímsbæ framleiðir nú um 20 tegundir af brauði úr lífrænt ræktuðu hráefni. Höfuðmarkmið Brauðhússins er að framleiða hágæðavörur úr lífrænu hráefni sem eru lausar við geymsluefni og önnur aukefni og eru einnig án hvíts sykurs. Brauðhúsið ehf. Grímsbæ Efstalandi 26 108 Reykjavík 568 6530 Garðyrkjustöðin Akur Garðyrkjustöðin Akur er í eigu hjónanna Karólínu Gunnarsdóttur og Þórðar G. Halldórssonar og staðsett í Laugarási í Biskupstungum. Keyptu þau stöðina 1991 með það að markmiði að stunda þar lífræna ræktun. Stöðin er í dag 2200m2 undir gleri auk pökkunar- og vinnsluaðstöðu og er öll starfsemi vottuð sem lífræn af Vottunarstofunni Tún. Ræktaðar eru ýmsar tegundir grænmetis eins og tómatar, kirsuberjatómatar, gúrkur, paprikur í ýmsum litum og chilli—pipar. Ræktunarárið hefst um áramót með sáningum en uppskera hefst svo í mars á gúrkum en tómatar og paprikur fylgja í kjölfarið í apríl og maí. Uppskerutímabilið stendur svo út október en þá er hreinsað út úr húsum og þau þrifin og undirbúin fyrir næsta tímabil. Auk þess fer fram úrvinnsla afurða og þá fyrst og fremst mjólkursýring grænmetis og þá aðallega súrkálsgerð en einnig niðurlagning og súrsun grænmetis. Markmiðið er að þessar afurðir séu á markaði allt árið en þó aðallega þann tíma sem minna er af fersku og nýuppskornu grænmeti. Garðyrkjustöðin Akur Laugarási, Bláskógabyggð 801 Selfoss 486 8966 / 891 8983 akurbisk@isholf.is Iðavöllum Keflavík 20 VfKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LE5TU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.