Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.09.2004, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 16.09.2004, Blaðsíða 8
 Fasteignafélag ekki góður kostur Baejarráð Garðs telur ekki vænlegt að fara þá leið að selja fast- eignir sínar í fasteignafélag. Allnokkur sveitarfélög á svæðinu og víðar hafa farið þessa leið og bera þessu fýrirkomulagi góða sögu og fólu Garðmenn því Davíð Einarssyni, endurskoðanda sveitarfélagsins að kynna sér málið. Davíð skilaði bæjarráði greinargerð þar að lútandi og taldi að miðað við vaxtakjör i dag sé það „ekki álitlegur kostur að selja eigur sveitar- félagsins og leigja síðan.” Bæjarráð samþykkti sam- hljóða að fela endurskoðanda að fara yfir lánamál sveitar- félagsins og kanna möguleika á lántöku til skuldbreytinga. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi ATVINNA Forstöðuþroskaþjálfi óskast á Hæfingarstöðina í Keflavík Svæðisskrifstofa máiefna fatlaðra á Reykjanesi óskar eftir að ráða til starfa forstöðuþroskaþjálfa á Hæfingarstöðina í Keflavík. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi haldgóða þekkingu og reynslu í málefnum fatlaðra og reynslu í stjórnun og starfsmannahaldi. Einnig kemur til greina að ráða einstakling með aðra menntun á sviði uppeldis- og félagsvísinda. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningum Þ.í. og S.F.R. Reyklaus vinnustaður. Umsóknarfrestur er til og með 26. september n.k. Nánari upplýsingar um ofangreint starf er veitt í síma 525 0900 á skrifstofutíma. Umsóknareyðublöð eru á skrifstofunni að Fjarðargötu 13-15 í Hafnarfirði og á heimasíðu Svæðisskrifstofu; http://www.smfr.is Berserkur í Sólbrekkuskógi Á dögunum fannst stór berserkjasveppur í Sólbrekkuskógi þeg- ar skógurinn var opnaður almenningi eftir umbætur sem gerðar voru á vegum verkefnisins Opinn skógur. Sveppurinn er stór eins og sjá má þegar tíu krónu peningurinn er borinn saman við sveppinn. Sveppurinn er kenndur við berserki sem forðum daga átu sveppinn til að koma sér í bardagaham. Sveppurinn er eitr- aðurog stórhættulegur þegar hans er neytt. Myndin: Tíu krónu peningurinn er lítill miðað við sveppinn. Vegagerðin ætlar að leggja Ósabotnaveg Vegagerðin ætlar að legg- ja níu kílómetra langan veg, svokallaðan Ósa- botnaveg, milli Garðskagaveg- ar og Hafnarvegar. Garðskaga- vegur endar nú við Stafnes um átta kílómetrum sunnan við Sandgerði. Alls þarf Vegagerðin ekki að leg- gja nema fimm og hálfan kíló- metra vegaspotta því alls nýtast 3,8 kílómetrar af vegi Vamarliðs- ins á Keflavikurflugvelli sem liggur um svæðið. Kostnaður við verkið er níutíu milljónir en Skipulagsstofnun hefur kveðið á um að verkið þurfí ekki að sæta mati á umhverfisáhrifum. Til- gangur framkvæmdarinnar er einkum að skapa tengingu milli Sandgerðis og Hafna og stytta leiðir milli atvinnusvæða. Síðasta smalamennskan úsund ára sögu smaia- mennsku á Reykjanes- skaganum er iokið. Næsta ár verður lausaganga sauöfjár bönnuð á svæðinu. Það viðraði ekki vel á smalanren- nina á laugardaginn, þótt veður hafi verið gott þegar lagt var af stað. Fljótlega gerði hífandi rok og rigningu. Aðstæður til smala- mennsku voru því bæði erfiðar fyrir menn og skepnur. Menn létu veðrið þó ekkert á sig fá og skipti engu þótt sumir væru nýbúnir að gangast undir hjartaí- græðslu. Helgi Einar Harðarson, sem fór í hjarta- og nýmaígræðs- lu fýrr í sumar, var mjög brattur og sagði smalamennskuna hafa gengið vel. Vegna veðurs smalaðist illa en sexhundmð fjár voru rekin á fjall. Hörður Sigurðsson, bóndi á Hrauni, sagði að heimtur hefðu líklega ekki verið nema um 80 af hund- raði. Smalamennskunni er því ekki alveg lokið, en þvi sem næst. Nýta á helgar þegar veður er gott og reyna að ná afgang- inum af fénu í hús. Áffam verður réttað í Þórkötlustaðarrétt í Grindavík. Stöðvaður með fímm börn í bflnum Lögregian í Keflavík kærði í siöustu viku ökumann bif- reiðar fyrir að vera með einu barni of mikið í bifreiðinni eða samtals fimm börn. Var ökumaðurinn á leið með börnin í skóla og var eitt barnanna ekki í bílbelti þar sem ekki var sæti fyrir það í bifreiðinni. í tilefni 20 ára afmælis stofunnar bjóðum við 20% afslátt af öllum dekurpökkum og gjafa- bréfum út september. Erum vakandi fyrir nýungum, bjóðum meðal annars uppá: Örslípun húðarinnar með microkristöllum Comfort andlitsmeðferð meiriháttar árangur! Micro calvanic djúpnæring o.fl. o.fl. Nýjast trompið! Dinair make up og Air Tan brúnkumeðferð Á stofunni vinna eingöngu reyndir snyrtifræðingar Snyrtistqfa (Hcddtd) Sjávargötu 14, Njarðvík sími 421 1493 8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.