Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.09.2004, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 16.09.2004, Blaðsíða 16
*. * .,ssr. BETRA UF c m ( umsjón: asdís ragna einarsdóttir rS. r< f' rj rT r f rx i 4 J ‘K^; f ^ h e i / s a @ v f íqÍ —----__J| 1. Nafn. Dagmar Jóhanna Eiríksdóttir. 2. Starf. Ég starfa sem nála- stungumeðhöndlari. Tólið sem ég nota eru 365 litlar nálar, mislangar þó, sem settar eru í nákvæmlega staðsetta punkta víðsvegar um líkamann. Yfirgripssvið nálastungna er mjög stórt og spannar allt frá fyrirbyggjandi meðferð til Ifknarmeðferðar, og allt þar á milli. Það er mjög mikil- vægt að kunna að lesa púlsa líkamans, sem eru 12, og teknir á úlnliðum. Með þeim er hægt að átta sig á orkulegu samspili innan líkamans. Þessi iesturer e.t.v. stærsta listgreinin innan nálastungulækninga og þarf mikla þjálfun til að ná góðum tökum á. Það má heldur aldrei gleyma að líta á manneskjuna sem eina heild líkama, huga og anda. Þessi heild er hluti af sköpunarverkinu þar sem allir eru einstakir með sín sérstöku tengsl við umhverfið. Því er mikilvægt að hver meðferð sé sniðin að einstaklingnum sjálfum og hans orkulegu samsetningu en ekki eingöngu blínt á sjúkdómseinkenni. Engirtveireinstaklingarsem koma með sömu einkenni fá sömu meðferð því orsakirnar eru af ólíkum toga. Ég lærði Í4 ár í Englandi og tók einnig nálastungumeðferð á börnum en þau eru ýmist meðhöndluð með nálum eða punktarnir nuddaðir. Ég útskrifaðist 1995 og vinn núna á Heilsuhvoli í Reykjavík sem er stór heilsumiðstöð þar sem boðið er upp á margskonar hjálækningar (óhefðbundnar lækningar). 3. Hvernig hugsar þú um líkamann? Ég fór í sund í gær, fer e.t.v. á hestbak í dag, tölti út til hænsnanna og rölti um tún og móa með börnunum mínum. Svo styrki ég upphandleggsvöðvana með góðum sveiflum í allar áttir á stýrinu í bílnum! 4. Uppáhalds heilsumatur. Bjó tii pizzu í gær, hef fisk í dag og fullt af grænmeti. Mér finnst matur mjög góður og nýt þess að borða. 5. Hvernig nærir þú sálina? Sálin er eins og skugginn, lappalétt úti og inni leikur hún sér í kringum mig. 6. Hvernig slakar þú á? Ég slaka best á á nóttunni, rotuð á mínu græna eyra. 7. Hvað kemur þér í gott skap? Mér finnst mjög hressandi þegar börnin mín hoppa uppí til mín á morgnana. 8. Hvað hvetur þig áfram? Að taka þátt í ferli fólks frá veikindum til bata getur verið mjög djúp reynsla fyrir það sjálft og mig. Þetta er oft ferli þar sem skiptast á skin og skúrir og fólk knýr sjálft sig til að takast á við oft erfiðar breytingar. Það er þetta ferli sem hvetur mig áfram í starfi og kennir mér í hvert skipti ótalmargt sem ég reyni svo að miðla áfram til annarra. 9. Hvar finnst þér best að vera? Hér og þar og allstaðar. Það er enginn einn staður, vel- líðan er fyrst og fremst andlegs eðlis og því hægt að láta sér líða vel nánast hvar sem er. 10. Hollráð: Kímni er alltaf hjálpleg. 111 n m Einnig kallað kóensím Q10 og er efni sem er fram- leitt í nær öllum frumum líkamans, þó mest í fru- mum hjartans, heila, lifrar og nýrna. Q10 gegnir mik- ilvægu hlutverki við að vinna orku úr næringarefnum í grunnefnaskiptum frumnanna. Q10 er að auki mjög öflugt andoxunarefni sem heldur myndun sindurefna (free radicals) í skefjum, en það eru efni sem valda skemmdum á frumum með oxun. Q10 er talið styrk- ja ónæmiskerfið ásamt því að örva efnaskiptin. Það hefur reynst hjartasjúklingum vel þar sem það virðist auka orkunýtingu hjartafrumnanna og þar með stuðla að betri starfs-getu hjartans. Q10 er talið gag- nast sérstaklega við hjartabilun, háum blóðþrýstingi og hjartsláttaróreglu. Einnig er það talið geta spornað gegn öldrun, styrkjandi fyrir vöðva og aukið þol manna, stuðli að þyngdartapi, og til að draga úr aukaverkunum vegna krabbameinslyfja. Hæfni líkamans til að framleiða Q10 minnkar með aldrinum og mæla sumir með því að Q10 sé tekið sem almennt fæðubótarefni. Algengur dagskammtur er 30 mg en vitað er til þess að krabbameins- sjúklingar séu að taka allt upp í 400 mg daglega. Þar sem Q10 er fituleysanlegt bætiefni næst betri uppta- ka með inntöku omega 3 fitusýra eins og t.d. lýsi eða hörfræolíu. Það sem hefur áhrif á Q10 birgðir líka- mans og minnkar þær er t.d. of hraður skjald- kirtill, öldrun, sum kólesteról lækkandi lyf, sum þunglyndislyf og beta blokkerar. SPEKI MÁNAÐARINS: Þegar þú hittir einhvern getur þú í hljóði veitt honum blessun þína. Óskað þess að hamingja, fögnuðurog gleði verði hlutskipti hans. RÆN K \ vers vegna er lífræn ræktun betri en hefðbundin ræktun? I hefðbundinnni ræktun er notaður tilbúinn áburður, skordýraeitur, og hormónalyf til að eyða illgresi. Ýmis kemisk efni eru notuð til að uppskeran skemmist ekki, t.d. sveppadrepandi lyf. Auk þess er notuð brennisteinsmeðferð á þurrkaða ávexti, geisla- og gasmeðferð á grænmeti og ávexti. Einnig eru notuð rotvarnarefni, þráavarnarefni, tilbúin bragðefni, og litarefni í tilbúin matvæli. Auðsjáanlega viljum við sleppa við að láta slík eiturefni inn fyrir okkar varir, sérstaklega þegar við vitum að þau koma til með að hrannast upp í líkama okkar og þannig orðið orsakaþáttur fyrir slæmt heilsufar. Þegar tilbúinn áburður er ávallt notaður verður jarðvegurinn mjög rýr og háður hinum tilbúna áburði, sem inniheldur aðeins brot af því sem frjósamur jarðvegur þarf á að halda til þess að næringarríkar og heilbrigðar afurðir geti vaxið í honum. Við getum t.d. spurt okkur að því hvers vegna sé verið að bæta járni og vítamínum í flestallar tilbúnar kornvörur, s.s. morgunkorn og barnamat. Það er vegna þess að nát- túrulegt járn og B-vítamín sem kornið á að innihalda er horfið úr því vegna einhliða notkunar á tilbúnum áburði. Lífrænt ræktað korn inniheldur bæði járn og B-vítamín ásamt öllum hinum mikilvægu snefilefnunum sem fyrirfinnast í heilbrigðum jarð-vegi. Lífræn ræktun byggist á fullkomnu jafnvægi í náttúrunni þar sem bóndinn ber virðingu fyrir jörðinni. Lífrænn safnhaugaáburður og náttúrleg jurtalyf eru notuð til þess að gefa jarðveginum aukna næringu. Jurtin brenni- netla er mikið notuð í þessum tilgangi, er hún er sérstak- lega næringarrík. Einnig eru notuð sáðskipti, þar sem sama tegundin er ekki ræktuð ár eftir í sama jarðveginum. Lögð er áhersla á að vinnsluaðferðir séu mildar svo næringarefnin í hráefninu viðhaldist. Lífræn ræktun þjónar bæði heilsu mannsins og heilbrigði jarðarinnar eins og sjá má hér að ofan. Lífrænum bændum fer fjölgandi og einnig neytendum sem vilja eingöngu lífrænar vörur. Við sem neytendur þurfum því að staldra aðeins við og hugsa hvort við séum reiðubúin til að kyngja sneisafullum kokteil af alls kyns . ’w: ’ J U IvVLk! Ætihvönn (Angelica arcangelica): Nýtir plöntuhlutar: öll plantan. Söfnun: lauf og stilkar í byrjun sumars, fræ í lok sumars og rætur að hausti. Áhrif: krampastillandi, styrkjandi og vermandi fýrir meltingarfærin, örvar meltingu (aukin seyt- ing meltingarsafa), vindeyðandi, slímlosandi, æðaútvíkkandi (örvar sérstaklega blóðflæði til útlima), svitadrífandi og bólgueyðandi (staðbundið). Notkun: við asma, bronkítis, brjósthimnubólgu, kvefi og þegar mikil slímmyndun er í öndunar- færum, við þembu, hægðatregðu, einnig við lélegri matarlyst og almennt gegn flestum meltingartruflunum, útæðasjúkdómum (s.s. Buerger's sjúkdómur). Fundist hafa virk efni í hvönninni gegn krabbameini (fræin). Plöntuhlutarnir hafa nokkuð svipaða efnasam- setningu, en ræturnar og fræin eru virkust. Lauf og stilkar meira notaðir sem grænmeti til matargerðar. ATH! Ekki fyrir ófrískar konur. u pgm&i il M Svalandi sumardrykkur: Mulinn ís 8 piparmyntublöð 2-3 tsk hrásykur/ ávaxtasykur (frúktósi) safi úr 1-2 límónum (lime) sódavatn (sítrónu) límónubátar - Merjið myntublöðin í sykrinum - Blandið límónusafanum út í - Hrærið aðeins og setjið í glas - Setjið nóg af límónubátum í glasið og fyllið það nánast með muldum ísnum - Hellið sódavatni yfir og hræið aðeins

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.