Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.09.2004, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 16.09.2004, Blaðsíða 10
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt 710183-0319 Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Crundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 4210000 Fax 4210020 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 4210007, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 4210002, hilmar@vf.is Blaðamenn: Jóhannes Kr. Kristjánsson, sími 4210004,johannes@vf.is Þorgils Jónsson (íþróttafréttir), sími 868 7712, sport@vf.is Sölu- og markaðsstjóri: Jónas Franz Sigurjónsson, sími 4210001, jonas@vf.is Auglýsingadeild: Jófríður Leifsdóttir, sími 4210008, jofridu r@vf.is Útlit, umbrot og prentvistun: Víkurfréttirehf. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og vikurfrettir.is Auglýsingasímj Víkurfrétta er 421 0000 MUNDI Borgar Framsókn fyrir Kallinn í þessari viku? Hjálmar sem ráðherra KALLINN ÆTLAR sér að nota næstu línurtil að skrifa um Tíðind- in. Kallinn lítur á þennan snepil sem persónulega bloggsíðu rit- stjórans og útgefandans. Sjón- varpsdagskráin er helsta efni rits- ins, auk nokkurra persónulegra blogggreina ritstjórans og örfárra innsendra fréttatilkynninga. Kall- inn eyðir ekki meira púðri í þenn- an snepil; hvorki nú né síðar! NÚ ERJÓI Kristjáns borðtennis- kappi af Suðurnesjum farinn á Ólympíuleika fatlaðra í Aþenu og verður spennandi að sjá hvernig honum gengur. Um frábæran íþróttamann er að ræða og hlakk- ar Kallinn mikið til að heyra af af- rekum hans ytra. RÉn UM NÍUTÍU DAGAR eru til jóla og nú fara jólasöngvarnir að heyrast. Kallinn óskar eftir því að þessi tími verði styttur. KALLINN VILL NOTA tækifærið og þakka Davíð Oddssyni fyrrver- andi forsætisráðherra fyrir ágætis tíma. Þó Kallinn hafi ekki alltaf ver- ið sammála Davíð þá er ekki ann- að hægt en að taka ofan af fyrir honum og óska honum velfarn- aðar í utanrikisráðuneytinu. UM LEIÐ VILL KALLINN óska Halldóri Ásgrimssyni til hamingju með forsætisráðuneytið. Kallinn treystir honum til góðra verka! NÚ ÆTTl AÐ vera rétti tíminn fyrir Hjálmar Árnason að verða ráð- herra Suðurnesjamanna. Það er ekki hægt að bíða endalaust eftir - núna!!! Kallinn á kassanu því að Suðurnesjamenn fái ráð- herrastól. Kallinn hefur fylgst með Valgerði Sverrisdóttur og séð hvað hún hefur gert fyrir Norður- land - sína heimabyggð. Hjálmar sem ráðherra! KALLINN ÓSKAR eftir pósti hugmyndum að efni eða bara vinalegum kveðjum! Kveðja, kallinn@vf.is Um sjálfstæði Víkurfrétta Nokkuð hart hefur verið sótt að trúverðugleika Víkurfrétta upp á síð- kastið. Reynt hefur verið að tortryggja fréttaflutning blaösins vegna samnings Víkurfrétta við Reykjancsbæ varðandi umfjöllun um skóla- mál. Samningurinn sem um ræðir á milli Víkurfrétta og Reykjanes- bæjar snýst um pláss í blaðinu. Reykjanesbær kaupir pláss í blaðinu undir skólamál og í stað þess að nota plássið undir auglýsingar er það notað undir efni. Reykjanesbær kemur ekki að ritstjómarlegum ákvörðunum varðandi efnið sem fer á síðumar og er það alfarið ritstjórnar Víkurfrétta að ákveða efnið sem þar kemur til með að vera. Reyndar er það svo að talsverður hluti af því plássi í blaðinu sem Reykjanesbæ kaupir undir skólamál er nýtt undir aðsendar greinar undirritaðar af greinar- höfimdum. í Víkurfréttum hafa í gegnum tíðina birst áreiðanlegar fréttir af samfélaginu í heild sinni. Fréttir hafa verið skrifaðar um bæði jákvæða og neikvæða hluti á hlutlausan hátt. Hlutverk fjöl- miðla er að vera spegill sam- félagsins á hlutlausan hátt og vera vettvangur skoðanaskipta fólksins í samfélaginu. Á þeim tíma sem ég hef starfað sem blaðamaður á Víkurfréttum hef ég aldrei verið stöðvaður í skrifum um mál sem mér þykja fréttaefni; og þá er sama hvort um er að ræða neikvæðar fféttir um bæjarstjóra, bæjarstjórn, atvinnu- eða skólamál. Ef ég yrði stöðvaður myndi ég segja upp störfum um leið, eins og flestir blaðamenn myndu gera. Á hveijum einasta degi „skúbba” Víkurfréttir fréttum á vf.is, en síðustu fjögur árin hefiir frétta- vefurinn verið dagblað Suður- nesjamanna. Landsijölmiðlarnir hafa vitnað í fréttir Víkurffétta og birt fféttir blaðsins. I ffamhaldi af hörðum árásum á trúverðugleika Víkurffétta hefur verið ákveðið að efni um skólamál sem birtist á keyptu plássi Reykjanesbæjar í blaðinu verði hér eftir merkt sérstaklega og þannig aðgreint ffá öðru efni blaðsins. Slík aðgreining á ethi er með fullu eðlileg og viðhöfð á fjölmörgum fjölmiðlum. Fréttaflutningur Vikurfrétta er heiðarlegur og á ritstjóm blaðsins er viðhöfð blaðamennska í hæsta gæðaflokki þar sem siðareglur Blaðamannafélags Islands eru hafðar að leiðarljósi. Jóhannes Kr. Kristjánsson, blaðamaður johannes@vf.is > Páll Ketilsson, ritstjóri: Um ótíðindi og lygi Enn eina vikuna eru helstu tíöindi í sam- nefndu blaði um undirritaöan og Víkurfréttir. Það mátti svo sem segja sér það, að fara að svara Sigurjóni Vikarssyni, væri eins og að skvetta vatni á gæs. Það er yfir- leitt betra að vera ekki að eiga við pirraðar grágæsir sem eru með allt á hornum sér, út í allt og alla. I Tíðindum í gær er undirritaður sakaður um róg, lygi og einelti. Ja, héma. Þetta styður fýrrnefnt að ekki er mælt með þvi að skvetta vatni á gæs. Ég stend við allt sem ég skrifaði í Ljósa- næturpistli mínum en lokaorðin mín í þessum skrifum verða um það sem Siguijón kallar lygi. Um að hann hafi stolið hugmynd um sjónvarpsdagskrárblað af aðila sem kom og fékk prenttilboð í slíkt blað hjá honum. Undir- ritaður haföi heimildir um það. Þessi aðili heitir Jón Guð- mundsson. Undirritaður hringdi í hann í gær og spurði hann hvort hann teldi það rétt eftir mér haft að Sigurjón í Grágás hafi stolið viðkomandi hugmynd. „Ég tel hiklaust svo vera. Það var alla vega mjög skrýtið að hann skyldi fara af stað með svona blað beint í kjölfar þess að ég kom og fékk tilboð hjá honum, sem reyndist rniklu hærra en ég fékk annars staðar. Það kom mér mjög spánskt fyrir sjónir, svo ekki sé meira sagt. Én það er auðvitað auðvelt fyrir hann að segja að hugmyndin haft legið á borðinu hjá honum i einhvern tíma”, sagði Jón. Með von um að Sigurjón Grágásarmaður fari að sjá ljósið og noti plássið i Tíðmdum undir annað en ótíðindi um undirrit- aðan og blaðið sem hann stofn- aði. Páll Ketilsson. Bitror f r é t t i r Kvartað undan há- vaða frá hljómsveit ■ Kvartað var undan há- vaða frá hljómsveit í Njarð- vík á fimmtudagskvöldið en hljómsveitin var með æf- ingu. Segir í dagbók lögregl- unnar að hljómsveitin hafi hætt spilamennsku þegar lögregla kom á staðinn. Óspektir við Stapa ■ Óskað var eftir lögreglu að Stapa í Njarðvík, þar sem busaball Fjölbrautaskóla Suðumesja stóð yfir. Aðili sem var undir áhrifum áfeng- is fékk ekki inngöngu og var ósáttur með það, en lögregl- an þurfti ekki að gripa til neinna aðgerða. Sleginn í andlitið á skemmtistað ■ Á fimmta tmianum á að- faranótt sunnudags vom tveir menn fluttir á Heilbrigðis- stofnun Suðumesja, með skurði á höfði. Annar þeirra hafði verið slegin i andlitið á skemmtistað í Keflavík og var saumaður skurður á vör. Hinn hafði dottið i heima- húsi í Njarðvík og fengið skurð á höfuðið, sem sauma þurfti. Atlantsolía sækir um lóðir á Suðurnesjum ■ Atlantsolía hefur sótt um lóðir fýrir bensínstöðvar í Sandgerði og Grindavík. Bæjarráð Grindavikur hefur lagt til að tekið verði tillit til umsóknar Atlantsoliu við gerð deiliskipulags fýrir íbúabyggð norðan Grinda- víkurbæjar. Bæjarráð Sandgerðisbæjar hefhr vísað erindi Atlantsolíu til fagráðs innan bæjarins þar sem tekin verður ákvörðun um staðsetningu. Atlantsolía hefur hug á að sækja um lóð fýrir sjálfsafgreiðslustöð sem opin yrði allan sólarliringinn. Datt við heita pottinn ■ Um tíuleytið á laugar- dagskvöld var óskað eftir lögreglu og sjúkrabifreið að heimahúsi í Sandgerði, þar hafði kona dottið á höfuðið er hún var að stíga upp í heit- an pott, og rotast. Hún fékk fljótlega rænu og var ekki aðgerða þörf. Fleiri fréttir www.vf.is 10 VfKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.