Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.10.2004, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 14.10.2004, Blaðsíða 4
Ævintýrale^ heilsulind fyrir líkama sál MAGADANS Víkurbraut 1 1 Símar: 423 7500 Sandgerði 848 5366 Magadanshúsiö kynnir; Magadans með Josy Zareen föstudaga klukkan 19:30-20:45 Námskeið hefst 22.október Dans fyrír allar gyði'ur! www.pulsinn.is Atvinna Óska eftir að ráða trésmið eða vanan mann byggingarvinnu til starfa. Upplýsingar í síma 892 8óó5. Gólfflísar, veggflísar, útiflísar, baðflísar Sísalteppi, stigateppi, heimilisteppi, skrifstofuteppi, stök teppi Álagsmottur og dreglar Viðarparket, plastparket Linoleumdúkar, vínyldúkar, Og að sjálfsögðu öll fylgiefni Verið velkomin í verslun okkar Opið: mán. - fös. 8-12 & 13-18, lau. 9-13 Iðavöllum 7, 230 Reykjanesbær Sími 421 7090 Fax 421 7091 E-mail: flg@simnet.is Flísar cólf > Aukin þjónusta við börn hælisleitenda: Börn hælisleitenda geta sótt grunnskóla í Reykjanesbæ Börii hælislcitcnda seni sótt hafa um hæli á ís- landi munu ciga þess kost að sækja skóla í Reykja- nesbæ á meöan umsókn þeirra er til meðferöar hjá íslenskum stjórnvöldum. Hefur sú staða komið upp í fyrsta sinn að barn á grunnskólaaldri er hér við þessar aðstæður, en Utlend- ingastofnun gerði á sínum tíma samning við Reykjanesbæ um að annast hælisleitendur á mcöan mál þeirra eru til með- ferðar. Gert er ráð fyrir að barn hafi dvalið á landinu í a.m.k. einn mánuð áður en til skólagöngu kemur en það kemur til af því að hælisleitendur stoppa misjafn- lega lengi eða allt frá einum sól- arltring upp í nokkra mánuði. Ef viðkomandi fær samþykkt hæli fær hann sjálfkrafa öll rétt- indi á Islandi. Söfnuðu 14.000 fyrir Allý Baráttusaga Aðalheiðar Láru Jósefsdóttur, litlu stúlkunnar sem brennd- ist illa og er til meðferðar á sjúkrahúsi í Danmörku, hefur snortið streng í hjörtum allra sem hana hafa heyrt. Þeirra á meðal eru þau Sólveig Guðmundsdóttir, Guðmundur Lárusson og Kristjana Dögg Jónsdóttir, en þau tóku sig til og héldu flóamarkað til styrktar Allý litlu. Alls söíhuðust 14.700 krón- ur. Þau komu sér íyrir við Samkaup og fengu góðar móttökur. „Það voru nokkrir sem tóku það sem þeir keyptu, en flestir borguðu bara peninginnsögðu krakk- arnir í samtali við Víkurfréttir. Þau sögðust strax hafa ákveðið að safna fyrir Allý þegar þau heyrðu af henni og vildu með því hjálpa henni og foreldrum henn- ar. Að lokum vildu krakkamir senda kveðju til Allýar og vonast til að henni batni sem fyrst. Þess má geta að hægt er að fara að dæmi krakkanna og leggja inn á styrktarreikninginn: 0142-05- 000300 kt: 040603-3790 Styrktartónleikar í kvöld Ikvöld verða stvrktartón- leikarnir „stór hetja í Iitlum líkama” haldnir í Stapa. Húsið opnar kl. 20:00 en tón leikarnir hefjast kl. 21:00. Agóðinn af tónleikunum mun renna til styrktar Aðalheiði Láru Jósefsdóttur sem hlaut alvarleg brunasár á heimili sínu fyrir um einum og hálfurn mánuði siðan. Hluti af ágóðanum mun einnig renna til styrktar langveikum börn- um. Fjöldi listamanna mun koma ffam og þar á meðal eru Rúnar Júliusson, Jón Sigurðsson úr Idolinu, Friðrik Ómar, Bjarni Ara, Laddi, Sessý úr Idolinu og hljómsveitin Espasio. Miðaverð er kr. 2000 en það eru Góðir punktar sem gefa miðana sem einn- ig er hægt að nota sem afsláttar- miða í versl- unum og á veitinga- húsum. Stofnað hefur verið sérstakt styrktarnúmer hjá Lands- símanum og gjaldfærast 1000 krónur á símreikning við- komandi þegar hringt er í númerið 904-1000 stuttar f r é t t i r Tekin meðfíkniefni á rúntinum ■ Smáræði af flkniefhum fannst á átján ára stúlku sem var handtekin á Hafnargötu nótt eina í síðustu viku. Hún var í framhaldinu kærð fyrir vörslu flkniefna og var sleppt að lokinni skýrslutöku. Sömu nótt slapp ökumaður án teljandi meiðsla þegar hann missti stjóm á fólksbif- reið sinni á Heiðarenda í Reykjanesbæ. Bifreið hans fór yfir vegrið þar sem vegur- inn liggur yfir reiðgöng og staðnæmdist að lokum á reið- veginum nokkuð skemmd. Ökumaðurinn var einn í bíln- um. Auk þess var réttindalaus maður staðinn að akstri, en hann hafði áður verið sviptur ökuréftindum. Tværkærðirfyrirof hraðann akstur ■ Tveir ökumenn vom kærðir fyrir of hraðan akstur á aðfaranótt laugardags en þeir vom mældir á 123 km hraða þar sem leyfður hraði er 90 km á klukkustund. Cekk berserksgang ■ Rétt fyrir klukkan tvö á aðfaranótt fostudags gekk ölvaður maður berserksgang utan við skemmtistað við Hafhargötu i Keflavík. Þegar lögreglumenn komu á staðinn var maðurinn orðinn rólegur. Slegist á veitingastað ■ Lögreglan var köiluð út að veitingastað við Hafnar- götu í Keflavík aðfaranótt mánudags vegna slagsmála sem þar höfðu brotist út. Er lögreglu bar að garði skömmu fyrir kl. eitt var þar einn maður ber að ofan, ölv- aður og æstur. Hann kvað þijá menn hafa ráðist að honum, en þeir bám að sá léttklæddi hafi ráðist á þá. Einn þeirra var með smávægilega áverka og sá léttklæddi var með skurð á höfði. Þetta leystist fljótlega upp, og þeir sáru leituðu læknis. Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0000 4 VfKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.