Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.10.2004, Blaðsíða 32

Víkurfréttir - 14.10.2004, Blaðsíða 32
Bæjartáð Grindavíkur mótmælir sameiningartillögu harðlega Afundi bæjarráðs Grindavíkur á mið- vikudag í síðustu viku var tillögum nefndar um sameiningu sveitarféiaga harðlega mótmælt. Segir í fundargerð bæjarráðs að í tillögunum sé Grindavíkur- bær settur undir sameining- artillögur með sveitarfélög- um á Suðurnesjum þvert gegn ályktun og umsögn bæjarstjórnar. Samkvæmt tillögum samein- ingarnefndarinnar er gert ráð fyrir að sveitarfélög á Suður- nesjum verði sameinuð í eitt. ÚTBOÐ STÓRU - VOGASKÓLI VOGUM VATNSLEYSUSTRÖND Eignarhaldsfélaglð Fastelgn hf, óskar eftir tilboðum i viðbyggingu við Stóru - Vogaskóla, Vogum á Vatnsleysuströnd. Verkið nær til að byggja viðbygginguna ásamt að vinna breytingar innanhúss á eldra skólahúsi. Viðbyggingin er alls 1.290 m2 að hluta á tveimur hæðum. Helstu magntölur eru: Mót: 2.500 m2 Steypa: 460 m3 Bendistál: 40 tonn Hitakerfi: 200 kw Gluggar og gler: 130 m2 Léttir milliveggir: 560 m2 Niðurtekin loft: 1.150 m2 Verkinu skal vera lokiö eigi síðar en ð.ágúst 2005. Útboðsgögn verða afhent á Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar ehf Skúlatúni 6, 2.hæð, 105 Reykjavík frá kl: 10:22 n.k. þriðjudag 12.október 2004. Tilboð verða opnuð á skrifstofum Vatnsleysustrandarhrepps, Iðndal 2, 190 Vogar þriðjudaglnn 26.október 2004 khll:22 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. @00 Fasteign hf Tillaga um gerð tjald- svæðis í Sandgerði Tillaga um að koma á fót tjaldsvæði í Sandgerði var lögð fram á bæjar- stjórnarfundi í síðustu viku. í tillögunni sem lögð var fram af Ólafi Þór Ólafssyni bæjarfull- trúa Þ lista er gert ráð fyrir að gerð tjaldsvæðisins komist á fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 2004. I greinargerð sem fylgir tillög- unni segir að miklir möguleikar séu í ferðaþjónustu í Sandgerði og að vinna þurfi markvisst að uppbyggingu á því sviði. Skipu- lagt tjaldsvæði sárvanti í bæjarfé- lagið til að gera það að vænleg- um kosti fyrir íslenska og erlenda ferðamenn. Segir í greinargerð- inni að Sandgerðisbær eigi að eiga frumkvæði að því að koma upp slíkri aðstöðu og auka þar sem möguleikana í ferðaþjónustu í bænum. Morgunkaffi í Listasalnum Laugardaginn 16. október verður á ný boðið í morgunkaffi í Listasalnum í Duushúsum en að þessu sinni verður lista- verkaeign Reykjanesbæjar kynnt. Þar mun Gunnhildur Þórðardóttir MA nemandi í liststjómun við listaháskólann í Cambridge kynna verkefni sem hún vann fyrir safnið í sumar. Áhugasamir eru hvattir til að mæta. Boðið verður upp á kaffi og bakkelsi en aðgangur er ókeypis. Verslunar- og þjónustuhús rís í Garði Fyrirhugað er að byggja verslunar- og þjónustu- hús á horni Gerðavegar og Garðbrautar í Garði. Á síðasta fundi bæjarstjórnar Garðs var deiliskipulag við Sunnubraut samþykkt með 6 at- kvæðum gegn 1 atkvæði. Það gerir ráð fyrir að húsið rísi þar sem hús Sparisjóðsins er nú. Deiliskipulagið hefur verið sent til Skipulagsstofnunar til stað- festingar. Ekki voru allir full- komlega sáttir við fyrirhugaðar framkvæmdir og lagði Arnar Sigurjónsson, fulltrúi I-listans, fram tillögu um að húsið risi ann- ars staðar. Telur hann að meiri sátt skapist um bygginguna ef það risi að Garðbraut 51. Tillagan var felld með þremur at- kvæðum F-lista, fulltrúar I-lista greiddu tillögunni atkvæði og einn fulltrúi F-lista sat hjá ásamt fulltrúa H-lista. >- Aðsend grein um umhverfismál í Reykjanesbæ: Njarðvíkinni fórnað - tii hvers? Nú horfir Njarðvíkin sög- unni til. Þessari nátt- úruperlu og fuglaparadís hefur verið raskað svo rækilega að hún minnir helst á stórskipa- höfn. Náttúruleg tengsl hennar við Stakksfjörðinn og úthafið eru rofin. Ur lofti er grjótgarður þessi mest áberandi mannvirkið í Reykjanesbæ! í þágu hvers var náttúruperlunni fórnað? í besta falli var það fyrir misskilning - mikil mistök. I versta falli stórbrotið skemmdarverk. Það hefur lítið verið fjallað um þessa framkvæmd á opinberum vettvangi. I ársgömlu bréfí ffá Um- hverfisstofnun kemur m.a. þetta fram um framkvæmdina sem þá var fyrirhuguð: „í framlögðum gögnum fram- kvæmdaraðila kemur fram að fyrirhugað sé að byggja tvo sam- tals um 740 m langa sjóvamar- garða utan við Njarðvíkurleirur og verði um 175 m breið sjórás á milli garðanna. Gert sé ráð fyrir að vestari garðurinn verði 7,5 m hár og 33 m breiður en sá austari 5,0 m hár og 26 m breiður. Göngustígur verði á um 6 m breiðri fyllingu innan við sjó- vamargarðana og gert sé ráð fyrir þrepum upp á útsýnispalla á krónu garðanna á nokkmrn stöð- um og göngubrú yfir sjórásina. Samkvæmt Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 1995-2015 sé gert ráð fyrir tengibraut yfir Njarðvík á fyrirhuguðum sjó- vamargarði en ekki sé fyrirhugað að ráðast í umrædda vegtengingu við fyrirhugaðar framkvæmdir. Gijót og kjamaefni í sjóvamar- garðinn, samtals unt 67.000 m3, verði tekið úr námu á iónaðar- svæði í Helguvík. Frarn kemur að tilgangur ffamkvæmdarinnar sé að veija útivistarsvæðið á Fitj- urn og fyrirhugað Víkingaland og naust fyrir flóðatjóni og landbroti og að staðsetning garðanna sé valin til að tryggja að heildar- mynd svæðisins haldist og leiran verði ekki klofin frá Fitjum og Víkingalandi með sjóvöm. “ Hvað vinnst og hveiju er fórnað? í tilvitnaða bréfinu hér fyrir ffaman kemur ffam hvilík ferlíki þessir garðar eru. Fróðlegt væri að vita hvað framkvæmdin öll kostar og hver borgar. Hvað borgar ríkið og hvað borgar Reykjanesbær? Var ekki hægt að verja þessurn fjármunum í neitt þarfara? Lesa má milli línanna að þarna verður komin akbraut effir fáein ár - þvert ofan í gefin fyrirheit. Það er ljóst að þeim tilgangi „að tryggja að heildarmynd svæðis- ins haldist” verður ekki náð. Leiran er að visu ekki klofin ffá fitjunum, en hún er klofin frá hafinu. Það tekur fyrir útsýni til sjávar á stóru svæði. Var ekkert hugað að þessum geigvænlegu sjónrænu áhrifum ffamkvæmdar- innar? En er ekki bráðnauðsynlegt að „verja útivistarsvæðið á Fitjum og fyrirhugað Víkingaland og naust fyrr flóðatjóni og land- broti?” En ég spyr á móti: Er meira um flóðatjón á þessu svæði en almennt í byggðum Suðumesja? Hvaða ár hafa orðið stór tjón þarna? Hvað hefur skemmst? Hvar á meint landbrot sér stað? Jú, ætlunin er að veija fyrirhugað „Víkingaland” með sjóvörn. En bygging Víkingalands er enn ekki hafin og því varla of seint að færa það ögn fjær fjörunni svo ekki þurfi að fela það bak við sjö mefra háa gijótgarða. Greinin er birt i heild sinni á fréttavefVíkurfrétta vf.is Þorvaldur Örn Árnason, vinstri grænn líffræðingur og kennari íVogum. valdur@gi.is 32 VlKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLECA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.