Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.10.2004, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 14.10.2004, Blaðsíða 12
Halla Karen Guðjónsdóttir er 16 ára nemi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja en hún er einnig ritari húsráðs 88 hússins. Halla segir að 88 húsið sé frábær staður þar sem næstum því allt sé hægt að gera. Þar er aðstaða til náms og á næstunni verður boðið upp á tölvuaðstoð á miðvikudögum. í húsinu er hægt að fara í tölvur, billjard og borðtennis svo eitthvað sé nefnt. „Strákarnir þar eru alveg æði og geta hjálpað manni við allt...eða svona hér um bil,“ segir Halla. Hvað er helst að gera í húsráði 88 húsins? Bara vera í geggjuðum félagsskap og skipuleggja og finna hugmyndir fyrir 88 húsið. Og gera það að veruleika! Hvað er það skemmtileg- asta við starfið? Mjög svo æðislegur félagsskapur og að sjálf- sögðu Styrmir og Hjörtur. Hvað er það helsta sem er á dagskránni í 88 húsinu á næstunni? Næstu helgi opnar listasýn- ing og bráðlega verðum við með kjallararokk. Svo má ekki gleyma föstu liðunum okkar þar sem við hor&m á fyndna fimmtudaga á Skjá einum og Idolið og Svínasúpuna á föstudögum. Hvað finnst þér um kennaraverkfallið? Æji, ég vorkenni bara aðal- lega 10. bekk. Kennaramir eru stressaðir fyrir, hvað þá þegar þeir hafa ekki nógan tíma til að fara í allt efnið. Hver er uppáhalds hljómsveitin þín? Tjaa.. ég bara veit ekki. Eg er svo til alæta á tónlist svo það er engin uppáhalds.. Ef þú ættir 7.500 krónur hvað myndir þú þá kaupa þér? Ég myndi kaupa mér 1 flug- miða til Akureyrar og smokka fyrir afganginn. Hvað dettur þér í hug þegar þú lest: -Powerpc: tölva bara. -Durex: góðir smokkar -Girðing: Sauður -Frampartur: Brjóst -Bringuhár: Frekar mikið sexy. Hvernig heldur þú að menningarmiöstöðvar ungs fólks muni líta út árið 2235? Ég held að þær verði gular og fallegar. Kisa íóskilum! Þessi svarti og hvíti kisu- strákur ratar ekki heim til sín. Hann hélt til við hraðbanka Sparisjóðsins í Njarðvík á mánudagskvöld, rennblautur og svangur, og lítið fararsniö á honum. Starfsmenn Vikurfrétta tóku kisa í fóstur og komu honum í næturgistingu. Ef þú kann- ast við þennan kettling, 4-5 mánaöa gamall fress, þá vin- samlega hafðu samband í síma 898 2222. Nemendur FS taka áskorun í VF Árni Jóhannsson er að pæla í að verða kennari þegar hann verður stór. Hann myndi biðja Bush um að benda á írak á landakortinu ef hann ætti þess kost að spyrja hann einnar spurningar. Árni skorar á Helga Gíslason. Ef þú værir ofurhetja hvað myndirðu kalla þig? Ég myndi kalla mig „One Thousand Degrees" og slagorðið mitt myndi vera „10 times the boiling heat of water.“ Hver er þín uppáhalds kvikmynd? Það er ekki hægt að nefna eina þegar svo mörg listaverk hafa verið gerð. Ef þú ættir að kitla einhvern hvern myndirðu kitla? Ég myndi kitla hann Ola Freyr. Hvað ætlarðu að verða þegar þú crt orðinn stór? Pæla í því að verða kennari en er samt orðinn nokkuð stór núna Ef þú gætir spurt Bush Bandaríkjaforseta einn- ar spurningar, hver yrði sú spurning? Ég myndi biðja hann um að benda á írak á landa- korti. Ætli hann viti hvar það er. Ég skora á Helga Gíslason. Spumingar til Helga. Ef þú ættir gírafa hvað myndirðu kalla liann? Á skalanum 1-10, hversu harður ertu? Kanntu að prjóna? Ef þú gætir farið aftur í tímann hverju myndirð- u breyta? Hvcr er uppáhalds einræðisherrann þinn? Efni og ábendingar til VF17 • johannes@vf.is > Unglingaútvarpsstöð í Fjörheimum: Fjörstöðin farin í loftið Unglingar í félagsmiðstöð- inni Fjörheimum verða með útvarpsstöð, Fjör- stöðin 92,7, dagana 13.-21. október nk. Mikil vinna og undirbúningur hefur átt sér stað hjá starfsmönn- um og unglingum sem sóttu námskeið i þáttagerð og eru í framhaldi af því að setja saman sína eigin útvarpsþætti. Hér er á ferðinni gott forvamar- starf sem höfóar vel til margra unglinga og em bæjarbúar hvattir til að stilla viðtæki sin á FM 97,2. Unglingamir ætla að hljóð- varpa sínum útvarpsþáttum dag- lega ffá kl. 16.00-22.00 en tónlist af upptöku verður spiluð allan sólarhringinn. Umsjónarmenn með Fjörstöðinni FM 97,2 eru þau Hafþór Barði Birgisson og Anna Albertsdóttir. Fjörheimaráð sem skipað er tveimur nemendum úr hverjum grunnskóla í Reykjanesbæ eru í því að safha auglýsingum og ef vel gengur er hugmyndin að Fjörheimaráð kaupi nýjar tölvur til afnota fyrir unglinga í félags- miðstöðinni Fjörheimum. Eru forráðamenn fyrirtækja hvattir til að taka vel á móti unglingumum. Gróðursetft upp á heiði Föstudaginn 8. október fór hópur nemenda sem stefnir að útskrift á önninni að Rósaselsvötnum ofan við Keflavík. Þar gróðursetti hópurinn plöntur undir öruggri leiðsögn Þorvaldar Sigurðssonar, íslcnskukennara. Um er að ræða svæði sem skólinn fékk á sínum tíma úthlut- að hjá Skógræktarfélagi Suðumesja. Þeir nemendur sem útskrifast frá skólanum gróðursetja þar plöntur tvisvar á ári; nemendur sem útskrifast á haustönn fara í upphafi haust- annar en hópar sem útskrifast að vori gróðursetja þá. Þetta hefur verið gert í nokkur ár og er búið að gróðursetja þó nokkuð af plöntum sem eiga vonandi eftir að vaxa þar og dafna. 12 VfKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! UOSMYND: AXEL SIGURBJÖRNSSON. VF-UÓSMYND/HÉÐINN EirIksson

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.