Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.10.2004, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 14.10.2004, Blaðsíða 23
Keflavíkurstúlkur eiga einn leik í vikunni en þær mæta ÍS á útivelli. Bæði lið gera tilkall til titilsins þetta árið og hafa á að skipa sterkum leikmönnum. Keflavíkurstúlkur virðast ekkert hafa gefið eftir þrátt fyrir mannabreytingar og ÍS virkaði afar sannfærandi í sínum fyrsta leik „Þetta verður prófraun á okkur að spila á móti einu af toppliðunum,” segir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur. „Þær eru með öflugt lið og marga landsliðsmenn, en við munum leggja okkur 100% fram og spila sterka vörn gegn þeim.” Jöfn keppni framund an í kvennakörfunni Keflavík og Grindavik hófu keppni í 1. deild kvenna í körfuknattleik með góðum sigr- um. Keflavík vann nágranna sína í Njarð- vík næsta auðveldlega eins og við var að búast og mæta firnasterkar til leiks. Þá vann Grindavík KR á heimavelli sínum og virðast ætia að vera með í toppbaráttunni frá upphafl í vetur. Önnur umferðin fór fram í gær og mættust þar Njarðvík og Grindavík í grannaslag auk þess sem Keflavík fékk nýliða Hauka í heimsókn í Sláturhús- ið. Blaðið var farið í prentun áður en leikjunum lauk. Annars virkar deildin mun jafhari en oft áður og verður gaman að fylgjast með framvindunni í vetur. Nýr Kani til Keflavíkur Körfuknattleikslið Keflavíkur hefur fengið Bandaríkjarnann- inn Mike Matthews til liðs við sig fyrir átök vetrarins. Hann kemur í stað Jimmy Miggins sem var látinn fara eftir slælega frammistöðu í undirbúnings- Ieikjum. Matthews er 24 ára og 208 cm á hæð og er fenginn til liðsins sem varnarmaður og frákast- ari. Hann iék með hinu sterka liði Florida State og var þar í hálfgerðu aukahlutverki. Matt- hews er engu að síður ofarlega á lista yfir þá leikmenn skólans sem hafa varið flest skot þrátt fyrir að hafa einungis leikið þar í þrjú ár. PUNGAPRÓF 30 tonna réttindanám stýrimanna Haldið verður námskeið í haust og verður kennt á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:00 - 20:00 í húsnæði Fjölbrautaskóla Suðurnesja í stofu 101. Kennsla verður fram í desember og prófað verður um áramót. Kynning verður nk. þriðjudag kl. 17:00 Kennarar verða Lárus Pálmason og Kristján jóhannesson. Prófdómari: Þorleifur Kr. Valdimarsson. Innritun í síma 899 8483 eða í larus@fss.is Mahogny • Sprautulakkað MDF 1 eldhusinnréttingar > baðinnréttingar ' fataskápar ímikluúrv311 Uppsettar innréttingar í sal Gott úrval innréttinga á lager - stuttur afgreiðslufrestur! www. uppsetningar. is Innréttingar Njarðarbraut 3g Reykjanesbæ Sími 421 0026 Fax 421 2026 VÍKURFRÉTTIR I SPORT I FIMMTUDAGURINN14. SEPTEMBER 2004 I 23

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.