Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.10.2004, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 14.10.2004, Blaðsíða 18
Njarðvík sækir ÍR heim Karlalið Njarðvíkinga hef- ur farið mjög vel af stað í vetur og sigraði KFÍ á heimavelli í fyrsta leik Inter- sport-dcildarinnar. Þá var Þór frá Þorlákshöfn lítil fyrirstaða í 16-liða úrslitum Hópbílabik- arsins, en liðin mætast í annað sinn í Ljónagryfjunni í kvöld. Leikur þeirra gegn ÍR á sunnu- daginn næstkomandi verður þó öllu meira krefjandi. ÍR tap- aði sinum fyrsta leik, en höfðu áður sigrað í Reykjavíkurmót- inu og eiga greinilega nokkuð inni. Einar Ámi, þjálfari Njarðvíkinga sagði að honum litist vel á leikinn. „IR-liðið lék á sama móti og við í Danmörku og ég sá svo til þeirra gegn KR í Reykjavíkurmótinu. Þeir hafa verið á uppleið og erlendu leik- mennirnir hjá þeim eru að komast betur inn í leik þeirra. Þeir voru óheppnir í fyrsta leik gegn Skallagrím í deildinni og ég er ekki í vafa um að þeir mæta bijálaðir til leiks. En við ætlum oliur að mæta vel stemmdir og ná í tvö dýrmæt stig á sunnu- dag!“ Snæfellingar leita hefnda / hætt er að lofa mikilli spcnnu og baráttu þeg- ar Keflvíkingar sækja Snæfcllinga heim í Hólminn á sunnudag. Liðin áttust við í eft- irminnilegri rimmu um Is- landsmeistaratitilinn í vor og er engin ástæða til að búast við rólegheitum í þetta skiptið. Keflvíkingar byrjuðu deildar- keppnina með léttum og löður- mannslegum sigri á Tindastóli. Þá unnu þeir auðveldan sigur á Ármanni í fyrri leik liðanna í Hópbílabikamum. „Þetta eru tvö góð lið sem mæt- ast og þau hafa bæði metnað til að sigra,” segir Sigurður Ingi- mundarson, þjálfari Keflavíkur. „Snæfell eru með breyttan hóp en ekki slakara lið en í fyrra. Þeir eru með hörkulið og það mun enginn vanmeta þá í vetur.” Lagmutningar m jiamskip —-------- hÐSTÖÐIN hf Hamar/Sel- foss mæta í Röstina Grindvíkingar fá lið Hamars/Selfoss í heim- sókn á mánudag og hljóta að teljast sigurstrang- legri fyrir þann leik. Frammi- staða þeirra hefur verið sann- færandi i upphafí ieiktíðar, en þeir sigruðu sterkt lið Snæfells í fyrstu umferð deildarkeppn- innar. Þá var Breiðablik litil fyrirstaða í fyrri leik liðanna í Hópbílabikarnum, en seinni leikurinn fer fram í kvöld. Hamar/Selfoss tapaði leikjum sínum í báðum keppnum. Kristinn Friðriksson, þjálfari Grindavíkur, segist ekkert hafa séð til mótheijanna en veit að þeir koma til þess að vinna. „Við erum tilbúnir í hörkuslag. En okkar hlutverk verður ekki að hugsa urn hvaða leikmenn eru að koma til þess að spila við okkur, við þurfum að einbeita okkur að okkar leik. Við komum óhræddir til leiks. Ég vona að áhorfendur fjöl- menni í húsið og reyni eftir ffemsta megni að skemmta okkur eins og við ætlum að reyna skemmta þeim.” Morgun- og kvöldnámskeið í Rope Yoga 6 vikna morgunnámskeið m byrjar mánudaginn 18. okt. Kennt: mánudaga kl. 9.00 til 10.00 ifli þriöjudaga kl. 9.00 til 10.00 iljlfimmtudaga kl. 9.00 til 10.00 6 vikna kvöldnámskeið H byrjar manudaginn 18. okt. Kennt: mánudaga kl. 20.00 til 21.00 miövikudaga kl. 20.00 til 21.00 Opnir tímar á laugardögum kl. 10.00 fyrir alla Rope Yoga iökendur og fyrir þá sem vilja kynna sér þetta einstaka líkams- og hugræktarkerfi. \ \ Á ROPE YOGA styrkir og bætir vööva í kviöarholinu ROPE YOGA styrl\ir og örvar alla vööva líkamans ROPE YOGA styrkir og öcvar starfsemi innri líffæra ROPE YOGA losar úrgangsefni úr líkámanum * ROPE YOGA eykur vinsemd og umhyggju ROPE YOGA eykur velþóknun Upplýsingar í síma 892 7008 Kristín 5tefánsdóttir Rope Yoga kennari ru DO O ,QJ Q_ O ROPE VOGR , ffciAÁro löngöröum 4 - Keflavík - sími 892 7008 - ekiö inn frá Bergvegi! 18 VÍKURFRÉTTIRÁNETINU I www.vf.is I LESTU NVJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.