Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.10.2004, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 14.10.2004, Blaðsíða 6
SYNGUR ÞU? Karlakór Keflavíkur vantar söngmenn I allar raddir. Stjórnandi kórsins er Guðlaugur Viktorsson. Spennandi verkefni framundan. Æfingar eru á mánudögum og fimmtudögum kl. 20:00. Áhugasamir hafi samband við Guðjón Sigbjörnsson formann í síma 421 1079, gsm 690 3079 eða einhvern kórfélaga. Einnig geta menn mætt á æfingu í KK húsinu Vesturbraut 17. Stjórn Karlakórs Keflavíkur Gatnamót Iðavalla og Að- algötu hafa verið mikið til umræðu að undan- förnu og er ekki langt síðan þar varð harður árekstur milli tveggja bifreiða. Limgerði og girðing við fiskvinnslufyrir- tæki skyggir mikið á útsýni upp að Flugvallarvegi og eins koma bílar að ofan á miklum liraða. Það Ieiðir til þess að þessi gatnamót eru án efa þau hættulcgustu í Reykjanesbæ. Viðar Már Aðalsteinsson, for- Mákarlasaga ' ■_ m. .. : jSjj ■B j 13: r j lá h le ríE*iT± 1 □ stöðumaður Umhverfis- og skipulagssviðs, segir að þeir viti af hættunni sem þar er og ráðgert sé að grípa til viðeigandi ráðstaf- ana. „Við erum með tillögu fyrir að- gerðir til að draga úr liraða á Að- algötu á fjárhagáætlun fyrir næsta ár og ættum að geta farið í framkvæmdir eftir áramót. I framtíðinni er svo gert ráð fyrir hringtorgi á gatnamótunum.” Þá er einnig verið að ræða við lóðareigendur um að auka útsýni með því að minnka limgerðið og girðinguna, og segir Viðar að það reynt verði að fá botn í það mál sem allra fyrst. Önnur gatnamót seni hafa vakið umtal eru þar sem Aðalgata og Hafnargata mætast í litlu hring- torgi. Menn hefur greint á um það hvort um sé að ræða alvöru hringtorg þar sem engar merk- ingar eru áður en ekið er inn í það, hvorki biðskylda né hring- torgsmerki. Viðar segir að vissulega sé um hringtorg að ræða og gildi allar þær reglur sem eiga við um slíkt. „Við höfum farið okkur hægt í merkingum á Hafnargötunni til að spilla ekki heildarútliti eða stíl hennar en nú erum við að fara að setja upp merkingar við torgið á næstu dögum.” Fullur poki af fötum á þúsund kall Suöurnesjadeild Rauða krossins hélt flóamarkað síöastliðinn föstudag, en deildin heldur fjóra slíka á hverju ári. Flóamarkaðurinn var haldinn að Smiðjuvöllum 8 í Reykjanesbæ, en þar stendur rauði krossinn fyrir fata- móttöku á hverjum föstudegi frá klukkan 13 til 16:30. Að sögn Guðrúnar Teitsdóttur sjálfboðaliða Rauða krossins berst mikið af fatnaði til deildar- innar. „Við tökum á móti um 50 ruslapokum af fatnaði í hverri viku og eftir að við erum búin að fylla hillumar hér er afgangurinn sendur til Reykjavíkur,” segir Guðrún en verðið á fotunum er gott því fyrir hvern haldapoka fullan af fötum eru greiddar eitt þúsund krónur. Frum-námskeið Haldið verður Frum-námskeið fyrir lyftara og minni jarðvinnuvélar 21. og 26. október (eitt námskeið). Þátttaka skal tilkynnast á skrifstofuna Grófinni 17a eða í síma 421 1002 frá kl. 8:15 til 12 virka daga og 13-16 mán. og fim. VINNUEFTIRLITIÐ Bíldshöfða 16-110 Reykjavík - Sími 550 4600 - Fax 550 4610 Netfang: vinnueftirlit@ver.is - Heimasíða: www.ver.is 6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.