Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.10.2004, Blaðsíða 30

Víkurfréttir - 14.10.2004, Blaðsíða 30
Kaffigala í Víðihlíð Aðstandendafélag Víðihlíðar og starfsfólk Víðihlíðar í Grindavík standa fyrir kaffi- sölu nk. laugardag 16. október frá kl: 14--17 Ágóðinn rennur til umbóta fyrir heimilið. Verðinu verður stillt í hóf og kostar kr. SOO fyrir fullorða og frítt fyrir börn 10 ára ogyngri. Hvetjum Suðurnesjamenn til að koma og þiggja frábcerar veitingar á vcegu verði og um leið skoða hjúkrunardeildina Clanglegudeild HSS) sem við leggjum mikinn metnað i að gera heimilislega og huggulega. Wíow ORYGGI ÞÆGINDI Ævintýrale^ heilsulind tvrir líkama og sál BYRJENDAJÓGA Nýft námskeið hefst 19. október þriðjudaga og fimmtudaga kl. 19:40 Jóga er lit styrkjandi og róandi www.pulsinn.is iT Víkurbraut 11 œvintýrahús Sandgerði Símar: 423 7500 848 5366 HAFNARGÖTU 45 • SÍMI 421 3811 RSLUN KEFLAVIKUR > Væn haustveiði í Geirlandsá Suðurnesjamenn í stuði! Suðurnesjamenn úr Stangveiðifélagi Kefla- víkur hafa aldeilis komist í feitt undanfarna daga og vikur í Geirlandsá. Eftir frekar slaka veiði undanfarin ár hefur áin blómstrað nú á haust- dögum. Nokkur holl hafa fengið væna fiska og veitt mikið. í septemberlok veiddi Davíð Eirbekk 15 punda sjóbirting og félagar hans fengu flotta fiska m.a. einn tólf punda. Nokkrum dögum síðar lentu kunnir veiðikappar úr Keflavík í miklu fjöri og veiddu nærri þrjá tugi sjóbirtinga og nokkra laxa. Einn þeirra var Falur Daðason sem landaði 16 punda sjóbirtingi en hollið veiddi marga stóra fiska, 12, 10, 8 punda og síðan fleiri minni. „Þetta var mokveiði og stórir fiskar, rnjög gaman, sagði Daði Þorgrímsson, einn veiði- mannanna sem hafa veitt i ánni í mörg ár. Með honurn voru auk Fals sonar hans, feðgarnir Halldór Magnússon og Magnús Haraldsson og Garðar Newrnan. Þriðja hollið sem vitað er um að lenti í stórveiði var einnig í seinni hluta septembermánaðar. „Túrinn var vægast sagt frábær. Við enduðum með 25 sjóbirtinga og einn lax”, sagði Eiríkur Hermannsson, skólamálastjóri Reykjanesbæjar en með honum voru Gylfi Jón Gylfason Kristinn Hilmarsson og Magnús ri i 1 i \' l L 1 1 Guðjónsson. Gylfi Jón og Eiríkur settu per- sónuleg met í stærð. Gylfi Jón fékk 12 punda sjóbirting í þriðja kasti. „Égtók 12,5 punda, 83 cm. fisk á Rektor í niðamyrki í Ármótum um 20.30 og hafði skömmu áður landað tæplega 6 punda fiski á sömu flugu. Slagurinn við þann stóra tók góðar 35 mín. og þurfti aðstoð dýralæknis til að landa honum. Gylfi Jón fékk annan risa sama daginn á Hansen Flash og var sá 13 pund, missti annan mikið stærri sem hann var búinn að vera með á í rúmar 20 mínútur þegar hann yfirgaf samkvæmið. Níu fiskum var sleppt aftur, þar af voru sjö hrygnur”, sagði Eirikur. Meðalvigt hjá hollinu var um 6 pund. Stærstur hluti þessara fiska var tekinn á spún, Hansen Flash, sem veiddur er andstreymis. Daði ÞorgrimsS' ofan) meðlOpui sjóbirting. Til hliðai Gylfi Jón Gylfason meðvænakuöldveif úr Geirlandinu. Að neðan er Eiríkur Hermannsson með 12,5 punda sjóbirting. 30 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.