Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.10.2004, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 14.10.2004, Blaðsíða 24
Úrslit vikunnar Intersport-deild karla Njairtvík-KIÍ 106-85 Njarðvík: Troy Wiley 29/11, Matt Sayman 19, Páll Kristins- son 15, Brenton Binninghatn 11, Friðrik Stefánsson 9/10. KFÍ: Josli Helin 36/17, Pétur Sigurðsson 23 Tindastóll-Ketlavík 76-110 Kellavík: Halldór Halldórsson 17/10, Magnús Gunnarsson 17, Gunnar Stefánsson 16, Jón Nordal Hafsteinsson 14, Ant- liony Glover 14. Tindastóll: Svavar Birgisson 30, Ragnar Guðinundsson 12, Nikola Cvjetkovic 12, Axel Kárason 11/14. Grindavík-Snæfvll 90-80 Grindavík: Darrel Lewis 35/11, Páll Axel Vilbergsson 14, Justin Miller 12/20, l lelgi Jónas Guðfinnsson 11 SnæfelkSiguröur Þorvaldsson 23, Hlynur Bæringsson 19/22, Pálini Sigurgeirsson 15, Desmond Peoples 11. Hópbílabikar Karla Þór-Njarðvík Njarðvík: Kristján Sigurðsson 24, Troy Wiley 18/13, Matt Sayiuan 12, Egill Jónasson 11. Þór: Grétar Erlendsson 18, I lallgrímur Brynjólfsson 12, Robert Hodgson 11/12. Ármann-Ketlavík 54-127 Breiðablik Grindavík 76-108 Grindavík: Páll Axel Vilbergs- son 22, Darrel Lewis 21, .lustin Miller 21, Morten Szmiedowicz 16. Breiðablik: Jónas Ólason 24, Ágúst Angantýsson 12, Loftur Einarsson 11. 1. deild kvenna Njarðvík-Ketlavík 49-81 Njarðvík: Jatnie Woudslra 17/16, Ingibjörg Vilbergsdóttir 9, Flelga Jónasdóttir 9. Kellavík: Reshea Bristol 24, Rannveig Randversdóttir 13, María Ben Erlingsdóttir 10/9, Bryndís Guðmundsdóttir 7/10. Grindavík-KR 65-55 Grindavík: Erla Þorsteindóttir 21, Erla Reynisdóttir 13, Ólöf I lelga Pálsdóttir 11. KR: Katie Wolfe 13/10, Halla Jóhannesdóttir 12, Georgia Kristianssen 11. „Erfitt að fara fra Keflavik „Það er mjög erfitt að fara frá Keflavík því þetta voru bestu tvö ár sem ég hef átt í þjálfun og okk- ur gekk mjög vel,” sagði Milan Stcfán Jankovic í samtali við Víkurfréttir. „Það var allt eins og best gat verið, leikmenn, stjóm og stuðningsmenn Milan segist stoltur af starfi sínu með Keflavíkurlið- ið og nefnir sem dæmi að þrir strákar frá Keflavík hafi verið í byrjunarliði U-21 liðs Islands á dögun- um. „Ég stefni bara á að gera það sama hjá Grinda- vík á næstunni.” Milan mun taka við þjálfun 2. flokks hjá Grindavík og verður aðstoðarþjálfari Guðjóns Þórðarsonar ef hann semur við liðið. Mil- an er ekki ókunnugur aðstæðum í Grindavík því þar var hann i 11 ár, þar af 4 sem þjálfari meistara- flokks. Þróttmikiö starf hjá Nes í vetur Vetrarstarfið hjá íþrótta- félaginu Nes er komiö á fulla ferð eftir sumarfrí. Starfið hófst 6. September og er æft fjóra daga vikunnar. Æft er í tveimur aldurshópum, cldri og yngri, og æfa á milli 60 og 70 einstaklingar hjá félag- inu. Boðiö er upp á boccia, sund, knattleiki og frjálsar íþróttir eins og undanfarna vet- ur og fara æfingar fram í íþróttahúsinu í Hciðarskóla og íþróttahúsinu í Grindavík. Strax í byrjun september var haldið knattspyrnumót SO á Sel- fossi á vegum Iþróttasambands Fatlaðra og urðu Nesarar i 2. sæti í því móti. Jóhann R. Kristjánsson keppti í borðtennis á Ólympíumót fatl- Eldhressir keppendur Nes á haustmóti ÍF aðra í Aþenu í september. Það er frábær árangur hjá Jóhanni að komast á Ólympíumótið og eru Nesarar mjög stoltir af sínum manni. í ffamlialdi af þessum ár- angri Jóhanns verða settar upp borð- tennisæfingar á vegum fé- lagsins og er verið að ganga ifá æfingahús- næði fyrir þá starfsemi. Laugardaginn 2. okt. var haldið Haustmót ÍF í frjálsum íþróttum og sendi Nes 9 kepp- endur á mótið. Keppt var í lOOm hlaupi, kúluvarpi, Iangstökki, spjótkasti og kringlukasti karla og kvenna. Mótið gekk mjög vel og átti Nes mann á verðlauna- pallinn í öllum greinum og oft tvo og jaíhvel þijá. Þessa dagana er verið að undir- búa Islandsmót í boccia einstak- lingskeppni sem ffam fer á Sauð- árkróki 22. - 23. október nk. og er mikill spenningur í liðinu. Heimasíða Nes er: www.nes- sport.is þar er að mikið af mynd- efhi o.fl. frá starfi félagsins. Anna María yfir 300 leikina! Merkileg tímamót voru á ferli körfuknattleikskonunnar Önnu Maríu Sveinsdóttur í gærkvöld, en þá lék hún sinn 300 leik í cfstu deild. Engin önnur kona hefur spilað jafnmarga leiki og Anna, en hún hefur staðið í stórræðum með Keflavík síðustu 19 árin. Hún lék sinn fyrsta leik þann 6. október 1985. Hún hefiir síðan unnið 22 íslands- og bikarmeistaratitla með Keflavík og 14 rninni titla. Engin hefúr skorað fleiri stig en hún í efstu deild kvenna, eða 4720, og hún hefur verið valin leikmaður ársins 6 sinnum og í lið ársins 10 sinnum. Þá hefur hún leikið 60 landsleiki, eða fleiri en nokkur önnur körfu- boltakona. „Ég hef nú lítið verið að spá í þetta,” sagði Anna María þegar Víkurfréttir spurða hana hvort hún hefði stefnt að þessu lengi. „Ég tek bara einn vetur í einu og verð í þessu á meðan ég hef gaman af því að spila. Þaó hefúr sennilega haldið mér við efnið í öll þessi ár að vinna svona mikið. Þetta er alltaf jafii garnan og er eiginlega orðið fíkn. Eigum við ekki bara að segja að ég stefni á 400!” segir Anna og hlær. Nýju lánin kynnt í Landsbankanum Landsbanki íslands heldur kynningarfund um nýju íbúóalánin í útibúi bankans að Hafnargötu 57 í Keflavík næstkomandi miðvikudagskvöld klukkan 20. Er „fjár- málastjórum heimilanna” sérstaklega boðið á fundinn. Á fundinum munu sérfræðingar bankans svara spurningum varðandi nýju lánin. Edda Rós Karlsdóttir hjá greiningadeild Landsbankans mun fjalla um nýju lánin og áhrif þeirra á fjármál heimilanna og hvernig breyttir tímar kalla á nýja hugsun varöandi greiðslubyrði. Pétur Bjarni Guðmundsson hjá fasteignaþjónustu Landsbankans fjallar um þá ráðgjöf sem bankinn býður viðskiptavinum sinum varðandi lánamálin og gerir grein fyrir lánamögulcikum. Skráning fer fram í síma 410-8172 eða með tölvupósti á netfangið jona.va!sdottir@lands- banki.is Snorri A/lár leik- maðurársins Snorri Már Jónsson var útnefnd- ur leikmaður ársins á lokahófi knattspymudeildar Njarðvíkur. Snorri, sem var einnig leikmaður ársins 2002, fékk einnig viður- kenningu fyrir að hafa leikið 100 leiki fyrir félagið. Aðrir leik- menn sem tóku við viðurkenn- ingu voru Eyþór Guðnason markakóngur, Aron Már Smára- son sem þótti efnilegastur auk þess sem Eyþór og Kristinn Öm Agnarsson fengu viðurkenningu fyrir 100 leiki og Friðrik Ama- son fyrir 50 leiki. Stórsigur hjá Njarð- víkurdrengjum Drengjaflokkur Njarðvílmr vann stórsigur á Skallagrími, 103-56, i fyrsta leik fslandsmótsins á mánudag. Ljóst var strax í fyrsta leikhluta að um ójafnan leik yrði að ræða, en þá var staðan 27-5. í hálfleik var staðan, 52-21 og þrátt fyrir að leikur Skallagríms hafi skánað í seinni hálfleik var aldrei hætta á ferðum fyrir Njarðvíkinga. Jóhann Ámi Ólafsson áti stórleik og skoraði 28 stig og tók 20 ffá- köst. Næstir honum komu Daní- el Guðmundsson með 23 stig og Kristján Sigurðsson með 16 stig. Þrír Keflvíkingar í U-21 liði Keflvíkingamir Jónas Guðni Sævarsson, Hörður Sveinsson og Ingvi Rafh Guðmundsson voru allir í byijunarliði U-21 lið ís- lands í sigrinum á Svíþjóð á þriðjudag. Leikurinn endaði 3-1 fyrir Island, en leikið var á Grindavíkurvelli. 24 VÍKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.