Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.10.2004, Blaðsíða 28

Víkurfréttir - 14.10.2004, Blaðsíða 28
Til sölu Bolafótur 11, Njarðvík 500m2 iðnaðarhúsnæði á 2 hæðum, möguleiki að skipta upp í eininga, eignin er í góðu astandi. 15.400.000,- STUÐLABERG FASTEIGNASALA Hafnargötu 29,2. hæð, Keflavík • Sími 420 4000 fax 420 4009 • studlaberg.is Leikskólinn Gefnarborg í Garði óskar eftir leikskólakennara eða öðrum starfskrafti í hálfsdagsstöðu eftir hádegi. Þarf að geta hafði störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri í síma 422 7166 og 898 7206. mskeið í tækjasa! Morgunnámskeið í tækjasal í 6 vikur. Byrjar mánudaginn 18. október verð kr. 7.900,- Upplýsingar og skráning hjá Sigríði Kristjánsd. í síma 899 0455 *sk Innifalið'- # 2x í viku manudagog miðvikudagki.930 # cm og fitumælin # matarprógram og fræðslumolar # kennsla í tækjasal # öflug brennsla og styrking fyrir a"a # lyftinga prógram i ^ gfli fl&aasitt Sundmiðslöð Keflavíkur S(mi 421 4455 • www.perlan.net Glöggir vegfarendur hafa eflaust tekið eftir mikl- um stakkaskiptum á Aðalstöðinni við Hafnargötu undanfarnar vikur. Gagngerar breytingar hafa orðið á rekstri og aðstöðu innan dyra og utan, en Ingi Þór Hermannsson, deildarstjóri markaðsdeildar Esso segir breytingarnar hafa staðið lengi til. „Við vissum að við þurftum að breyta til þegar við tókum yfir reksturinn fyrir tæpum þremur árum. Við erurn að tala um afar rótgróna starfsemi í Keflavík, en við viljum gera betur og byggja upp.” Það er ekki orðurn aukið þar sem rekstur Aðalstöðvarinnar nær aftur til ársins 1948 og hefiir verið í sama húsnæði í rétta hálfa öld. Hin nýja Aðalstöð ber yfirskrifti- na Veganesti - Aðalstöðin, en Esso rekur tvö önnur Veganesti, í Reykjavík og á Akureyri. Auk nafriabreytingarinnar hefur einn- ig orðið bylting í því sem er á boóstólum í Veganesti - Aðalstöðinni því nú er boðið upp á skyndibita eins og hamborgara, heitar samlokur og fleira sem er eldað á staðnum. Þá hefur að- kornan að lúgunum verið bætt til mikilla muna. Ingi segir viðtökuniar hafa verið góðar. „Það var náttúrulega mikið rask í surnar þegar framkvæmdirnar voru, en við sjáum að okkar fostu viðskipta- vinir eru komnir aftur. og þeir hafa lýst ánægju sinni með breytingarnar við starfsfólk okkar. Við iögðum metnað okkar í þetta verkefiti og finnst vel hafa tekist til.” Böðvar Jónsson, bæjar- fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í Reykjanes- bæ, er kominn á framandi slóðir, hann situr nú í fyrsta sinn á Alþingi. Þessa stundina er hann að leysa Guðjón Hjörleifsson af störfum en þegar Guðjón snýr aftur mun Böðvar fylla í skarðið fyrir Kjartan Olafsson. „Þessir fyrstu tveir dagar hafa verið ljómandi skemmtilegir og mjög athyglisverðir, ég hef verið að koma mér í takt við þau verkefni sem eru í gangi,” sagði Böðvar. „Á Alþingi eru hlutimir mun stærri í sniðum en í bæjarpólitíkinni og gerast þar af leiðandi mun hægar.” Aðspurður sagði Böðvar að það yrði bara að koma í ljós þegar afleysingunum væri lokið hvort hann hygði á framtíðarferil inni áAlþingi. Opinn fundur Kiwanisklúbburinn Brú var stofnaður á Kefla- víkurflugvelli, 7. febrú- ar 1973. Félagsskapurinn er um þessar mundir að flytja sig um set til Keflavíkur og býður öllum á opinn fund fimmtudagskvöldið 14. október í Kiwanishúsinu að Iðavöllum 3. Þar gefst færi á að kynnast Kiwanishreyfíngunni, en um er að ræða alþjóðlega þjónustuhreyfingu manna og kvenna, sem hafa áhuga á að taka virkan þátt í að bæta sam- félagið, og láta gott af sér leiða. Húsið er opið frá kl. 8. UPPSAGNIR SLÖKKILIÐS- MANNA: Reyntað end- urskoða eina uppsögn Mikil óánægja er með uppsagnir sautján slökkviliðsmanna í slökkviliðinu á Keflavíkurflug- velli. Vernharð Guðnason, for- maður Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna (LSS), segir málið ekki einungis varða slökkviiiðs- menn uppi á velii licldur alla starfsstéttina. í síðustu viku héldu slökkviliðs- menn uppi á Keflavíkurflugvelli félagsfund og sendu i kjölfarið frá sér harðorða ályktun þar sem m.a. kom fram að með uppsögn- unum liafi slökkviliðsmenn verið settir í gíslingu. „Það eru allir mjög langt niðri vegna þessa rnáls og það er skiljanlegt því að- ferðin sem var notuð við upp- sagnirnar er óskiljanleg. Það skilur enginn hvernig þeir ein- staklingar, sem sagt var upp, voru valdir og um það eru ekki til neinar skýrar reglur,” sagði Vernharð í samtali við Víkur- fréttir. Vernharð kærði sig ekki um að fara út í þá umræðu að uppsagn- imar mætti rekja til klíkuskapar en hann taldi engu að síður eðli- legt að ófaglærðir menn vikju fyrir sér reyndari mönnum. „Það eina sem ég veit fyrir víst í augnablikinu er að það á að reyna að endurskoða eina upp- sögnina en hvenær það verður gert veit ég ekkisagði Vemharð sem átti ekki von á því að beinar samræður deiluaðila muni eiga sér stað. LSS mun fara með mál- ið eins langt og til þarf og telur Vemharð að Utanrikisráðuneytið þurfi að koma að málinu. Auglýsingasími Víkurfrétla er 421 0000 28 VÍKURFRÉTTIRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.