Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.10.2004, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 14.10.2004, Blaðsíða 10
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 4210000 Fax 4210020 Ritstjóri ogábm.: Páll Ketilsson, sími 4210007, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 4210002, hilmar@vf.is Blaðamenn: Jóhannes Kr. Kristjánsson, sími 4210004, johannes@vf.is Þorgils Jónsson (íþróttafréttir), sími 868 7712, sport@vf.is Sölu-og markaðsstjóri: Jónas Franz Sigurjónsson, sími 4210001,jonas@vf.is Auglýsingadeild: Jófríður Leifsdóttir, sími 4210008, jofridur@vf.is Útlit, umbrot og prentvistun: Víkurfréttirehf. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og vikurfrettir.is Auglvsinpasími Víkurfrétta er 421 oooo MUNDI Hóteliðhjálöggunnier ágætt...Miindiprófaðiþað núígamladaga! Varnarliðið er brandari... KALLINN ER BRJÁLAÐUR yfir því að samningar millum kennara ogsveitar- félaga hafi ekki enn náðst. Nú er löngu orðið tímabært að stjómvöld taki til sinna raða og þvingi deiluaðila að samningaborðum og hleypi þeim ekki af vettvangi fyrr en krakkamir em komnir með blýanta og nestisbox á loft. FLESTAR KANNANIR SEGJA að börnin okkar séu að verða of feit. Við skulum þá ekki halda þeim lengurfra leikfimisölunum. HVAÐ ER í GANGIÁ VÍKUR- FRÉTTUM? Var ekki alltaf verið að sýna einhveijar berrassaðar Q-men- Kallinn a kassanum stúlkur á síðum blaðsins? Hvervann keppnina? Eða em þær kannski allar sigurvegarar? ÞÁ FER AE) STYTTAST í DAUÐANN hjá kaupmanninum á horninu þar sem holskefla af skyndibitakeðjum nðuryfir Suðumesin. Rosalega emm við ginkeypt fyrir öllum svona risum, okkur líður best þegar þeir hagnast mest því þá er nágranni okkar alveg ömgglega á leiðinni út á gaddinn. Svona emm við bara, við þolum ekki að fylgjast með uppgangi jafningja okkar og hlaupum því í fangið á merkjarisum sem gleypa bráðlega alla markaði. SÍÐUSTU DAGA hefur Varnariiðið svo sannariega sannað gildi sitt fyrir íslendinga. Rússamir fyrir austan iand með sitt öflugasta skip og kaninn hér suðurfrá með enga Orion vél. Dæmi hver sem vill en Kallinn spyr um hem- aðariegt gildi flotastöðvarinnar þegar ekki einu sinni er hægt að fylgjast með rússneskum kjamorkuher- skipum sem em nokkrar milur frá landi. Kveðja, kallinn@vf.is > Aðsend grein um atvinnumál: Tækifærin eru til staðar Fyrir tæpum tveimur árum kallaöi undirritað- ur santan um 20 manna hóp fólks af Suðurnesj- um. Um var að ræða fyrrum ncmendur FS og/eða fólk scm býr eða hefur búið á Suð- urnesjum og látið til sín taka á ýmsum svið- um atvinnulifs. Markmið fundarins var að spá í hvaða möguleikar væru fyrir hendi til atvinnuuppbyggingar á svæðinu. ÖII vorum við sam- mála um að tækifæri væru sannarlega til staðar - spum- ingin lyti fremur að því að sjá þau og nýta. Allt of algengt er að horfa neikvætt á málin í stað þess að sækja fram með bjartsýni og von að vopni. Margt í pípunum Vissulega eru miklar breytingar að eiga sér stað á svæðinu. Sum- ar sársaukafullar en aðrar vekja sannarlega vonir. Þannig má segja að óvissan um Völlinn feli í sér mikil óþægindi og óvissu fyr- ir fjölmargar fjölskyldur. A hinn bóginn hefiir stöirium fjölgað um nokkur hundruð í tengslum við FLE. Er nú svo komið að FLE er fjölmennari vinnustaður en nokkur annar hér á landi. og enn er vöxtur þar fyrirséður. Þá hafa nýsprotafyrirtæki haslað sér völl hér fyrir dugnað, bjartsýni og út- sjónarsemi frumkvölanna. Má þar nefna KafFitár, Undra, Ifex (gæludýrafóður) og fleiri slik fyr- irtæki. Bláa lónið er líklegasta frægasta fyrirtæki landsins, Hita- veita Suðumesja í stórfram- kvæmdum á Reykjanesi og þannig má áfram telja. Margt bendir til að stálpipuverksmiðjan komi hingað og skapi fjölmörg eftirsótt störf (vonum hið besta í þeim effium). Þessi upptalning er engan veginn tæmandi en gef- ur góða vísbendingu um að mik- ið er i deiglunni á svæðinu. Og betur má ef duga skal. Markviss vinnubrögð skila árangri Fyrrgeindur hópur dró saman margar hugmyndir um tækifæri til atvinnusköpunar þar sem gert er ráð fyrir margþættri samvinnu margara aðila á Suðumesjum. Til þess að hugmyndir nái fram að ganga þarf skilvirka stefnu- rnótun með samstilltu átaki margra aðila. Hópurinn kynnti hugmyndir sínar á opnum fundi á Ránni. Því miður sáu ekki marg- ir sveitarstjómarmenn sér fært að mæta en vönduð skýrsla (sem Helga Sigrún Harðardóttir tók saman fyrir hópinn) var send til sveitarfélaga, verkalýðsfélaga og annarra aðila sem rnálið varðar. Ég hvet þessa aðila til að huga að hugntyndum hópsins því þar kunna að felast góð tækifæri til atvinnuuppbyggingar á Suður- nesjum. Svæðið hefur einstaka möguleika vegna legu sinnar, skóla, orku, hafha, FLE og dug- mikilla íbúa. Meginatriðið er að stilla saman strengi, leita að tæki- fæmm og ýta þeim úr vör með bjartsýni og samheldni að vopni. FTópurinn bendir á markvissar leiðir til þess. Hjálmar Árnason, alþingismaður. BS S 0 f r é 11 i r Reykspólaði umgötur Garðsins ■ Sautján ára ökumaður bifreiðar i Garðinum var kærð- ur af lögreglunni í Keflavík á aðfaramótt sunnudags þar sem liann reykspólaði um götur bæjarins. Pústkerfi bifreiðar- innar var fremur lélegt og há- vaðinn mikill þegar pilturinn reykspólaði. Lögreglan í Keflavik var tvívegis kölluð út þá nótt vegna kvartana urn há- vaða í heimahúsum. Önnur kvörtunin barst úr Sandgerði en hin úr Keflavík. Handtekinn á hóteli í Reykjanesbæ ■ Á sunnudagsmorgun var maður handtekinn á hóteli í Reykjanesbæ þar sem hann var ölvaður og til óþurftar, eins og það er orðað í dagbók lög- reglunnar. Maðurinn gisti fangageymslu lögreglunnar í Keflavík þar sem hann fékk að sofa úr sér. Fjölgun í Leifsstöð ■ Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um tæp 15% í september miðað við sama tíma í fyrra, úr tæp- lega 122 þúsund farþegum árið 2003 í tæp 140 þúsund farþega nú. Fjölgun farþega til og ffá íslandi nemur tæplega 15% milli ára og farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlantshafið fjölgar um tæp 16%. Álls hefiir farþegum um Flug- stöð Leifs Eiríkssonar fjölgað um tæp 21 % það sem af er ár- inu miðað við sama tíma árið 2003, eða úr rúmum 1.084 þúsund farþegum i rúmlega 1.307 þúsund farþega. HAUST- OG VETRARLITIRNIR 2004-2005 Kynning fimmtudag og föstudag Kynntir verða haust- og vetrarlitirnir, Aqua Fusion, nýtt rakakrem sem fyllir húðina raka og orku o.fl. Endilega lítið við og fáið persónulega ráðgjöf varðandi förðun og húðumhirðu. Tilboð á öllum virkustu kremunum. Glæsilegir kaupaukar. KEFLAVÍK • SlMI 421 3200 Lyf&heilsa 10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.