Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.10.2004, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 14.10.2004, Blaðsíða 2
t Ástkær móöir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, > Áhugahópurinn þrýstirá að breikkun Reykjanesbrautar verði lokið: Skorar á stjórnvöld að bjóða breikkun brautarinnar út Helga Gunnólfsdóttir, Garðavegi 13, Keflavík, lést föstudaginn 8. október á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 15. október kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Gunnlaug Eyfells Arnadóttir, Halldór Magnusson, Sævar Árnason, Hildur Ellertsdóttir, Árný Kristbjörg Arnadóttir, Gunnólfur Árnason, Svala Árnadóttir, HreiðarÁrnason, Helga Árnadóttir, Ómar Árnason, Árni ÞórÁrnason, Skjöldur Vatnar Árnason, Fanney Bjarnadóttir, Björn Pálsson, Sigurjón Hreiðarsson, Ingibjörg Blomsterberg, Asta Þórarinsdóttir, Kristín Linda Sveinsdóttir. Októberbriálæð HP Compac nx7010 .. kr. 149.900 r Verð no o Örgjörvi: Minni: Skjár: Harður diskur: Rafhlaða: Stýrikerfi: Abyrgð: Intel Pentium-M 1.5GHz 256MB DDR í 1 kubb (mest 2GB) 15.4" Wide Screen WXGA+ skjár, 40GB 8 Cell Lilon, allt að 5 klst ending Microsoft Windows XP Pro 2ja ár a neytendaábyrgð SAMHÆFNIi Hringbraut 96 • Sími 421 7755 • www.samhaefni.is • sala@samhaefni.is Fyrsta áfanga við breikk- un Reykjanesbrautar er formiega lokið en fyrir nokkru afhcntu verktakar brautina til Vcgagerðarinnar. Lokaúttekt Vegageröarinnar á verkinu fór fram í síðustu viku. Aðeins á eftir að koma gróðri fyrir á ýmsa bletti við Reykja- nesbrautina en það verður gert í vor í samráði við verktaka. Verktakarnir fengu greitt flýti- fé vegna verksins. Steinþór Jónsson formaður áhugahóps um örugga Reykja- nesbraut gleðst yfir því að fyrsta áfanga sé lokið. Steinþór segir að nú þegar sé hafin barátta fyrir síðari áfanganum. „Nú þarf að ljúka tvöföldun. Við höfum feng- ið að keyra örugga Reykjanes- braut síðan í júlí og það eru allir mjög ánægðir með breytinguna. Brautin er orðin öruggari og ánægjan er einróma,” segir Stein- þór en barátta áhugahópsins heldur áfram. „Við horfurn til ummæla samgönguráðherra frá 11. janúar árið 2001. Þar sagði hann að ffamkvæmdir við fyrsta áfanga breikkun Reykjanesbraut- ar myndi hefjast á árinu 2002 og það stóðst. Hann sagði einnig að framkvæmdum við fyrsta áfang- ann myndi ljúka árið 2004 og það stóðst einnig. I framhaldi af því sagði ráðherra að síðari hluti framkvæmdanna myndi ráðast af mögulegum framkvæmdahraða verktakanna.” Að sögn Steinþórs hafa verktak- amir ítrekað lýst því yftr að hægt sé að ljúka framkvæmdum við síðari hluta breikkunar Reykja- nesbrautar á innan við einu ári. Samkvæmt áætlun Vegagerðar- innar er gert ráð fyrir að breikkun síðari hluta Reykjanesbrautar kosti um 2 milljarða króna. Steinþór segir að mikilvægt sé að allir hlutaðeigandi geri sér grein fyrir því að fyrri hluti breikkun- arinnar hafi kostað 60% af upp- haflegri áætlun. „í ljósi reynslu verktakanna trúum við því að slíkar tölur muni sjást aftur ef verkið yrði boðið út núna. Ef þær tölur standast erum við að tala um kostnað uppá milljarð króna.” Áhugahópurinn fagnar ummæl- um forsætisráðherra í stefnuræðu sinni þar sem hann talaði um mikilvægi tvöfoldunar Reykja- nesbrautar. „Áhugahópurinn skorar á stjómvöld að bjóða ut seinni áfangann á næstu vikum. Við höfum vissu fyrir því að þetta sé besti tíminn til þess þannig að hægt sé að tryggja eins hagstæð verð og áður í verkinu, sagði Steinþór í samtali við Vík- urfréttir. > Línuskipið Kristinn Lárusson úr Sandgerði „í átökum" við rússnesk herskip: „Líkar illa svona hernaðarbrölt" -segir Jón Cuðlaugsson, skipstjóri á Kristni Lárussyni, sem sveigði frá Rússunum Línubáturinn Kristinn Lárusson GK fékk óblíöar móttökur frá rússnesku flotadeildinni úti fyrir Austfjörðum nú fyrr í vikunni. 180 tonna línubá- turinn frá Sandgerði mátti beygja af sinni leið og haida sig fjarri Rússaflotanum sem skaut grænum blysum upp í loftið tii að vara áhöfnina við að koma ekki of naerri. „Við vorurn á landleið til Dalvíkur þegar við lentum á æfingasvæði þeirra, flestir í áhöfninni okkar voru sofandi þegar Rússamir skutu upp blys- unurn svo það voru bara þeir í brúnni sem urðu vitni að þessum atburði,” sagði Jón Guðlaugsson, skipsstjóri á Kristni Lárussyni GK, í samtali við Víkurfréttir á þriðjudagskvöldið. Jón þorði ekki annað en að hlýða fyrirmælum Rússanna en sagði að sér likaði illa við svona hemaðarbrölt. Þegar Vikurfréttir höfðu sam- band við Jón voru rússnesku skipin enn á miðunum í tæplega 20 milna fjarlægð frá Kristni Lárussyni. Miðlun frétta og mynda Meö öflugri fréttavakt Víkurfrétta eru Ijósmyndarar og blaöamenn til taks allan sólarhringinn! FRÉTTASÍMINN i898 2222 z4*S*S*»“ 2 VÍKURFRÉTTiRÁ NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DACLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.